Fréttir

Jólabasar í Skagabúð

Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 3. desember frá kl: 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s jólakort og pappír, gott úrval af heimaunni vöru og handverki.
Meira

Ný póstnúmer tekin upp í dreifbýli

Þann 1. desember mun Pósturinn gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins. Fela þær í sér að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verður að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.
Meira

Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina á Blönduósi

Næstkomandi fimmtudag, 30. nóvember kl. 20:00, verður haldinn svæðisfundur vegna ferðamannavegarins Norðurstandarleiðar - Arctic Coast Way á veitingastaðnum Borginni á Hótel Blöndu.
Meira

„Skemmdist lítið sem ekkert, enda amerískur“

Vegurinn um Vatnsskarð var lokaður sl. sunnudag þegar unnið var að því að losa vörubíl sem endaði utan vegar þremur dögum fyrr en þá geisaði mikið óveður á Norðurlandi. Verkið var seinlegt að sögn Jóhannesar Þórðarsonar, tók u.þ.b. 5-6 klukkutíma.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks næsta laugardag

Rótarýklúbbur Sauðárkróks býður til jólahlaðborðs í íþróttahúsinu fyrir alla fjölskylduna nk. laugardag, 2. desember. Húsið opnar kl. 12 og þá verða Rótarýfélagar búnir að bera dýrindis mat á borðið og verða tilbúnir til að taka á móti gestum.
Meira

Bach í Blönduósskirkju

Á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 20:00, verða haldnir styrktartónleikar í Blönduósskirkju þar sem tilefnið er að safna fé fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Þá mun Eyþór Franzson Wechner, organisti kirkjunnar leika verk eftir Johann Sebastian Bach.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Opna húsið í Bílskúrsgalleríinu við Kvennakólann á Blönduósi sem frestað var á fimmtudaginn verður haldið á morgun, þriðjudag 28. nóvember. Þá ætla listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetrinu að sýna vinnu sína. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.
Meira

Arnar í eldlínunni í dag

Landslið Íslands í körfubolta tekur á móti Búlgörum í undankeppni HM 2019 í kvöld í Laugardalshöll. Tindastólsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson er í liðinu og mun verða í eldlínunni í kvöld en Axel Kára „dró sig í hlé“.
Meira

Samstarfsnefnd um sameiningu hefur hafið störf

Húni.is segir frá því í dag að samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hafi komið saman einu sinni frá því að sveitarfélögin fjögur, Blönduós, Skagaströnd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð, samþykktu að hefja sameiningaviðræður.
Meira

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála til næstu 30 ára í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 29. nóvember kl. 18:00 – 20:00. Á fundinum verður óskað er eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.
Meira