Fréttir

Íþróttasamfélagið Skagafjörður

Ég vil byrja á því að þakka íbúum Skagafjarðar fyrir stuðninginn við okkur strákana í Tindastól á nýliðnu tímabili. Það er ekki sjálfgefið að fólk hafi áhuga á því sem maður fæst við og ekki hægt annað en að vera auðmjúkur yfir stuðningnum og áhuganum sem við höfum fundið fyrir í vetur og í vor.
Meira

Vinnuskóli og sláttuhópur í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-17 ára ungmenni og hefst hann miðvikudaginn 6. júní nk. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að verkbækistöð verði í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga en mögulega verði starfsstöð á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár.
Meira

Stjórnarkjör hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var á Hótel Kea þann 3. maí sl. voru stjórnarkjör á dagskrá. Kosið var um stöður tveggja aðalamanna, annars vegar af Norðurlandi vestra og hins vegar af Norðurlandi eystra en stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára.
Meira

Á tímamótum

Nú er fjögurra ára kjörtímabili að ljúka og þar með hef ég ákveðið segja staðar numið við sveitarstjórnarstörf fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Það voru blendnar tilfinningar við þá ákvörðun að segja skilið við þennan starfsvettvang, því kynni mín af samstarfsfólki jafnt í sveitarstjórn og í almennum störfum hjá sveitarfélaginu hafa verið afar ánægjuleg og gefandi. Það var ekki fyrir að ég nyti ekki stuðnings að ég ákvað að stíga til hliðar, það var alfarið mín ákvörðun, þrátt fyrir að hljóta afgerandi kosningu í skoðanakönnun sem gerð var innan flokksins.
Meira

Sjálfsafgreiðslustöð í Víðihlíð

Sótt hefur verið um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð N1 fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar í Húnaþingi. Í því felst að setja upp; tvöfaldan geymi (gám), sambyggða olíu- og sandskilju, Ad-Blue geymi í jörð, afgreiðsluplan og afgreiðslutæki ásamt lögnum sem tilheyra framkvæmdinni samkvæmt því sem kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra.
Meira

Umhverfismál í Skagafirði

Ég hef verið svo heppin að vera formaður umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar síðustu tvö kjörtímabil. Á þessum tíma hefur margt gerst í umhverfismálum í Skagafirði þótt sumt sé ekki komið eins langt á veg og maður hefur viljað.
Meira

Yngvi formaður hjólreiðaklúbbsins Drangeyjar

Hjólreiðafélagið Drangey hélt stofnfund sinn í Húsi frítímans á Sauðárkróki þann 10. maí sl. en klúbburinn mun starfa undir verndarvæng siglingaklúbbsins Drangeyjar og fær nafn sitt þaðan. Klúbburinn er ætlaður fyrir alla sem áhuga hafa á að hjóla hvort heldur sem er í keppnum eða ekki.
Meira

Það er gott að búa í Skagafirði – gerum gott samfélag enn betra.

Í aðdraganda kosninga er rétt að staldra við, líta yfir farinn veg en einnig að horfa til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum sl. fjögur ár. Samstarfið hefur gengið vel og hefur margt áunnist.
Meira

Þriðji flokkur karla í kanttspyrnudeild Tindastóls selur SÁÁ álfinn

Dagana 15.-20. maí mun 3. flokkur karla í knattspyrnudeild Tindastóls ganga í hús í Skagafirði og selja SÁÁ álfinn. Einnig verður álfurinn boðinn til sölu í Skagfirðingabúð og í KS Varmahlíð. Álfurinn kostar 2.500 kr.
Meira

Blóðbankabíllinn á ferð

Nú er Blóðbankabíllinn á ferð um Norðurland í þeim tilgangi að safna blóði og mun hann hafa viðdvöl bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.
Meira