Fréttir

Nokkrir Skagfirðingar tengjast Stellu Blómkvist

Ný íslensk þáttaröð um Stellu Blómkvist hóf göngu sína sl. föstudag í Sjónvarpi Símans og er óhætt að segja að hún hafi fengið góð viðbrögð áhorfenda. Feykir hefur náð að tengja nokkra Skagfirðinga við þættina, misjafnlega mikið, en aðalleikarinn á rætur í Skagafjörðinn.
Meira

Jólamarkaður og kveikt á jólatré á Hvammstanga

Það verður jólastemning á Hvammstanga í dag. Í félagsheimilinu verður jólamarkaður milli klukkan 11:00 og 17:00 og kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð. Þá mun Elínborg Sigurgeirsdóttir leika létt jólalög, krakkar úr grunnskólanum syngja og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur og ef vel stendur á á heimilinu hjá Grýlu gömlu verða einhverjir jólasveinar sendir til byggða með góðgæti í poka handa börnunum.
Meira

Smábátasjómenn óttast um afkomu sína eftir að dragnótaveiðar voru leyfðar á ný

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, féllu úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi frá 1. nóvember sl. Megin rökin fyrir banninu voru þau að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót og auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður opið hús í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn nóvembermánaðar munu sýna verk sín. Opið verður frá klukkan 16 til 18 en milli klukkan 16:30 og 17:15 fer fram samspil leiklistar og persneskrar fiðlu, kvikmyndasýning, upplestur úr skáldsögu og kynning á rannsókn á bæjarskipulagi Skagastrandar. Klukkan 17:30 verður tónlist, ljóð og sjónlistasýning í kaffistofunni Einbúastíg 2.
Meira

Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Ingibjörg er fædd og uppalinn í Húnaþingi og býr ásamt fjölskyldu sinni að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Tekur hún við starfinu af Guðrúnu Ragnarsdóttur sem hefur sinnt því sl. 38 ár en hún varð 67 ára þann 1. september sl. Í samræmi við starfsmannastefnu Húnaþings vestra sótti Guðrún um að færa sig í minna krefjandi starf og minnka við sig starfshlutfall.
Meira

Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Meira

Styrktarkvöldi á Hofsósi frestað

Styrktarkvöldinu (Pub Quizinu) sem vera átti í Höfðaborg á Hofsósi annað kvöld, föstudag 24. nóvember, verður frestað um óákveðinn tíma vegna óhagstæðrar veðurspár.
Meira

Vel mætt á íbúafund um gamla bæinn á Króknum

Íbúafundur var haldinn í fundarsal Svf. Skagafjarðar í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð. Þar voru kynntar tillögur að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Meira

„Hrútafundi“ í Skagafirði frestað fram á sunnudag

Kynningafundur Búnaðarsambands Skagfirðinga á hrútakosti sæðingastöðvanna sem vera átti í kvöld 23. nóv. verður frestað vegna veðurs.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira