Fréttir

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Söng Singin' In the Rain í tíma og ótíma / ÚLLI HAR

Úlfar Ingi Haraldsson, eða Úlli Har eins og hann var kallaður þegar hann bjó á Smáragrundinni á Króknum, er af árgangi 1966. Hann er fæddur á Sauðárkróki en ólst að hluta til upp í Skagafirði og Reykjavík. Foreldrar hans eru Hallfríður Hanna Ágústsdóttir (frá Kálfárdal) og Haraldur Tyrfingsson. Bassinn náði snemma tökum á Úlfari og nú er hann sprenglærður á hljóðfærið. „Aðalhljóðfæri er kontrabassi og bassagítarar en ég spila líka töluvert á píanó og gítar,“ segir hann.
Meira

Kiwanisklúbburinn Freyja hjálpar konum í neyð

Félagar í Kiwanisklúbbnum Freyju í Skagafirði ákváðu að finna á heimilum sínum fatnað, hlý föt, óopnaðar hreinlætisvörur og annað sem gæti nýst til að sinna grunnþörfum þeirra kvenna sem sækja sér þjónustu í Konukot í Reykjavík, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi verða með opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.
Meira

Húni.is liggur niðri í kjölfar kerfishruns 1984

Eins og margir hafa tekið eftir hefur húnvetnski fréttamiðillinn Húni.is legið niðri í vikutíma eða allt frá því að kerfishrun varð hjá hýsingaraðila vefsins 1984. Húnahornsmenn eru niðurbrotnir yfir ástandinu en vonast til að úr rætist sem fyrst.
Meira

Ævintýralandið í Varmahlíð

Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Meira

Rabb-a-babb 154: Halldór á Molastöðum

Nafn: Halldór Gunnar Hálfdansson. Árgangur: 1974. Hvað er í deiglunni: Að halda haus. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er húsbóndi á mínu heimili og ræð hvenær ég skúra. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Sjitt maður, sólin er farin“ – þetta sagði frændi minn þegar hann sofnaði í berjamó í Stíflurétt og vaknaði þegar farið var að dimma.
Meira

Ný og endurskoðuð eineltisáætlun Svf. Skagafjarðar

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hefur samþykkt nýja og endurskoðaða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Á heimasíði sveitarfélagsins segir að allt starfsfólk þess eigi rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju.
Meira

Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina

„Hefur þú áhuga á að taka þátt í að móta nýtt og spennandi verkefni á Norðurlandi?“ Þannig hljóðar upphafið að tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem auglýstur er svæðisfundur fyrir Skagafjörð um Norðurstrandarleiðina eða Arctic Coast Way sem nú er verið að móta.
Meira

Kærur vegna skotæfingasvæðis á Blönduósi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi en gefið var út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna þann 26. september sl.
Meira