Fréttir

UMFÍ boðar þjónustusamfélagið í Skagafirði á fund

Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ verða haldin á Sauðárkróki 12. – 15. júlí næsta sumar. Af því tilefni heldur Ungmennafélag Íslands kynningarfund fyrir þjónustuaðila í Skagafirði, þar sem farið verður yfir mótið og fyrirkomulag þess. Í fyrsta skipti verða mótin tvö haldin samtímis og búist er við miklum fjölda þátttakenda.
Meira

KIDKA með opið hús - Myndir

Ullarverksmiðjan KIDKA á Hvammstanga var með opið hús sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi upp á tískusýningu, leiðsögn um verksmiðjuna og 20% afslátt af öllum vörum. KIDKA var stofnuð árið 1972 og er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands og er framleiðsluvöru þess að finna í verslunum um land allt. Anna Scheving var á staðnum með myndavélina.
Meira

Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.
Meira

Jólalag dagsins - Gleði og friðarjól

Þar sem einungis eru 19 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið sígilda lag Gleði og friðarjól með Pálma Gunnarsyni.
Meira

Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum

Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Meira

Gáfu endurhæfingartæki

Hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar í Skagafirði var haldin í Húsi frítímans í síðustu viku í tengslum við Alþjóðadag fatlaðra. Að sögn Ólafs Rafns Ólafssonar, varaformanns félagsins, var kvöldið ánægjulegt og þeir fjölmörgu sem mættu hafi skemmtu sér vel.
Meira

Tindastóll mætir KR í kvöld

Það er hlaupin spenna í Domino´s deildina hjá körlunum en ÍR-ingar tylltu sér á toppinn með sigri á Grindavík í gær með 16 stig jafn mörgum og Tindastóll en vinninginn í innbyrðisviðureignum þar sem ÍR vann Stólana í fyrsta leik tímabilsins. Með sigri á KR í kvöld munu Stólarnir endurheimta toppsætið en leikið er í DHL höllinni syðra.
Meira

Opið hús í Iðju í dag í tilefni alþjóðadags fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra var í gær þann 3. desember. Dagurinn, sem var fyrst haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992, er haldinn til stuðnings við réttindi fatlaðs fólks í heiminum. Talið er að einn af hverjum sjö eigi við einhvers konar fötlun að glíma á lífsleiðinni. Á Íslandi má reikna með að milli fjögur- og fimmþúsund manns falli undir þann hóp.
Meira

Gleymdur landnámsmaður í Fljótum?

Fyrirliggjandi heimildir um landnám í Fljótum vekja óneitanlega spurningar varðandi landnám Nafar-Helga. Hvers vegna bjó hann á Grindli en ekki á Barði, langsamlega bestu jörð í hans landnámi? Hvers vegna verður Barð jafn ótrúlega landmikil og kostamörg jörð, án þess að vera landnámsjörð, liggjandi að landnámsbýli Nafar-Helga? Af hverju sitja afkomendur Nafar-Helga ekki Barð, svo séð verði? Hvernig má vera að landnám Nafar-Helga er mikið stærra og hefur margvísleg gæði umfram landnám Þórðar knapps, sem þó er sagður koma honum samskipa í Fljót. Til að fá skýrari mynd af þessu er rétt að meta þær takmörkuðu vísbendingar sem ritaðar heimildir gefa.
Meira

Jólalag dagsins – Ef ég nenni

Nú ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið sígilda lag Ef ég nenni, með Helga Björns.
Meira