Fréttir

Atvinnupúlsinn í Skagafirði - 5 þáttur

Landbúnaður er öflug atvinnugrein í Skagafirði. Í 5. þætti Atvinnupúlsins er rætt við sérfræðinga í landbúnaði. Einnig er litið inn í stærsta fjós Skagafjarðar, rætt við sauðfjárbónda og fyrirtækið Pure Natura heimsótt. Þá er rætt við formann Samtaka atvinnulífsins.
Meira

Aðventan er að hefjast

Aðventan hefst í dag, sunnudaginn 3. desember. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini en þau þýða „koma Drottins“. Aðventan hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag og þegar aðfangadagurinn lendir á sunnudegi eins og gerist í ár er hann síðasti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst því eins seint og mögulegt er þetta árið. Aðventan er einnig kölluð jólafasta sem kemur til af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt, á þessum tíma.
Meira

Góður dagur á Króknum í dag - Myndir

Það var hin fínasta mæting á Kirkjutorgið á Sauðárkróki í dag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð. Boðið var upp á ávörp og söng og jólasveinar mættu á svæðið með fulla poka af mandarínum, nema það hafi verið klementínur, handa viðstöddum. Veðrið lék við þá sem mættu í úlpu og með húfu enda nokkrar gráður yfir frostmarkinu góða.
Meira

Jólamarkaðir út um allt um helgina

Þessa dagana er jólaundirbúningurinn að hefjast hjá flestum og ekki er ólíklegt að margir noti helgina til að tylla upp einhverjum jólaljósum, útbúa aðventuskreytinguna, nú eða finna þá gömlu, baka nokkrar smákökur og þeir fyrirhyggjusömu fara kannski að skrifa á jólakortin og pakka inn jólagjöfunum. Fyrir þá sem ekki eru búnir að finna það sem á að fara í pakkana og vantar kannski eitthvert smáræði er upplagt að kíkja á jólamarkað en þar er alltaf hægt að finna margt skemmtilegt dót. Og fyrir þá sem ekki vilja kaupa neitt, þá er bara að njóta jólastemningarinnar sem svífur yfir og er alveg ókeypis.
Meira

Jólastemning á Sauðárkróki í dag

Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki í dag en þá verða ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi þar sem verður hátíðadagskrá en auk þess verða margar verslanir opnar og fjölmargt annað um að vera.
Meira

Skagafjörður er vannýtt gullkista

Feykir fjallaði í 42. tbl. um óánægju smábátasjómanna í Skagafirði vegna banns dragnótaveiða sem féll úr gildi þann 1. nóvember sl. Þar kom fram að smábátasjómenn óttist um afkomu sína verði bannið ekki sett á aftur og byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók málið fyrir og styður áframhaldandi bann. Feykir hafði samband við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótamanna, og innti hann eftir hans hlið á dragnótaveiðum í Skagafirði.
Meira

Aðventutónleikar Sönglaganna

Nú um helgina verður Skagfirðingum boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu þegar Sönglögin standa fyrir aðventutónleikunum Hátíð í bæ, annars vegar á Hofsósi í kvöld og hins vegar í Miðgarði á laugardagskvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum verður stórsöngvarinn geðþekki, Pálmi Gunnarsson, sem á stóran sess í hugum landsmanna þegar hugurinn leitar til ástsælustu jólalaganna. Þeir Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason, kennarar við tónlistarskóla Skagafjarðar, sem standa á bak við Sönglögin segja þeir hafi lengi haft hug á að fá Pálma til að koma fram á tónleikum með þeim en hann hafi alltaf verið uppbókaður á þessum tíma svo nú sé loksins langþráðu marki náð.
Meira

Flogið á Krókinn á ný

Í dag lenti flugvél flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki á ný eftir nokkurra ára hlé á áætlunarflugi þangað. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði og ræðst framhaldið af eftirspurn flugfarþega. Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Norðurlandi vestra hafa mörg hver tekið vel í að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna.
Meira

Er reykskynjarinn í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.
Meira

Dýrbítur í Fitjárdal

Tófur hafa ráðist á sauðfé á bænum Fremfi-Fitjum í Fitjárdal. Bitu þær nokkrar kindur mjög illa svo þurfti að aflífa þrjár skepnur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni.
Meira