Búist við áframhaldandi hvassviðri og snjókomu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.11.2017
kl. 08.41
Eftir hríðarhvell síðasta sólarhringinn hafa margir vegir teppst. Ófært er milli Fljóta og Siglufjarðar en þar féll snjóflóð á vegin í gær. Einnig er Þverárfjall og Holtavörðuheiði ófærar samkvæmt vef Vegagerðarinnar, einnig Brattabrekka svo suðurleiðin er lokuð eins og er. Verið er að moka Öxnadalsheiði og er hún fær. Þæfingur er milli Sauðárkróks og Fljóta sem og í Hrútafirði en annars er krap eða snjóþekja á helstu leiðum.
Meira