Fréttir

Góður en blautur dagur á Hólum

Í dag fór fram keppni í b-úrslitum og í gæðingaskeiði á Íslandsmóti í hestaíþróttum yngri flokka á Hólum og kemur fram hjá mótshöldurum að dagurinn hafi verið góður þrátt fyrir bleytu úr lofti. Í fyrramálið hefst dagskrá kl 9:00 á 100m skeiði en svo verður riðið til úrslita í hverjum flokki eftir það. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17:00 og er fólk hvatt til að taka sunnudagsrúntinn heim að Hólum líta á glæsilega knapa og hross en ekkert kostar inn á keppnina. Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
Meira

Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur

Liðið mitt - Viktor Guðmundsson
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Undanfarin ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Nú um helgina verður enn á ný efnt til Maríudaga á Hvoli og verður opið frá kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti fjölskyldunar og sóknarnefndarinnar.
Meira

Kona féll af hestbaki við Blöndu

Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út klukkan eitt í dag vegna konu sem féll af hestbaki við Blöndu, í landi Kárastaða. Voru björgunarsveitarmenn komnir til konunnar milli klukkan tvö og hálfþrjú. Konan er með áverka á hné en að öðru leyti er líðan hennar stöðug. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hana af vettvangi og fór TF-GNA í loftið laust fyrir klukkan þrjú og er væntanleg á staðinn fljótlega.
Meira

Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir

Í gærkvöldi var boðað til heilmikillar skemmtidagskrár í Menningarhúsinu Miðgarði með yfirskriftinni Lífið er núna. Gestgjafar voru hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir og er óhætt að segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hafi átt vel við því salurinn var smekkfullur af fólki og rúmlega það.
Meira

Helgargóðgætið - Bláberjaostakaka

Þá er enn ein helgin komin.... veðurspáin er ekkert sérlega góð og því tilvalið að skella í eina ostaköku
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Veiðin almennt dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum ám er almennt lakari en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir góða byrjun. Nú hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarðará sem er, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga á angling.is, þriðja aflahæsta á landsins og í Blöndu hafa veiðst 514 laxar en hún vermir sjöunda sætið. Á sama tíma í fyrra var veiðin í Miðfjarðará 1077 laxar og 1300 í Blöndu.
Meira