Fréttir

Hvatning til landbúnaðarráðherra

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 3. janúar sl. var rætt um dóm Efta dómstólsins þess efnis að bann íslenskra stjórnvalda við inn­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­vöru sam­rým­ist ekki ákvæði EES-­samn­ings­ins.
Meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Meira

Reynt að útkljá ágreining um sýslumörk

Sveitarfélögin þrjú sem land eiga á Skagaheiði, Skagabyggð, Skagaströnd og Skagafjörður, ætla nú að freista þess að ná niðurstöðu í áralangri deilu um sýslumörk á heiðinni. Í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar frá 4. janúar sl. segir að kynnt hafi verið að Ólafur Björnsson hrl. muni boða til sáttafundar í málinu fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar.
Meira

Forsala miða á bikarleikinn stendur yfir

Úrslitaleikir Maltbikarsins í körfubolta fara fram í næstu viku þegar Keflavík og Snæfell annars vegar og Skallagrímur og Njarðvík hins vegar mætast í kvennaflokki. Hjá körlunum eru það Haukar og Tindastóll og KR og 1. deildarlið Breiðabliks sem eigast við. Forsala miða fer fram á Tánni, Skagfirðingabraut 6 á Sauðárkróki og einnig verða seldir miðar meðan á leik Tindastóls og Vals stendur yfir nk. sunnudag í Síkinu.
Meira

Endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks að hefjast

Framkvæmdir eru að hefjast við endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks en í verkinu felast endurgerð á núverandi laugarhúsi, jafnt að utan sem innan, og breytingar á skipulagi innanhúss. Aðalverktaki verksins er K-Tak ehf. og hljóðar verksamningur upp á 332 milljónir króna. Verklok á endurbótum innanhúss eru 15. maí 2019 og skal verkinu að fullu lokið 15. ágúst 2019.
Meira

Þjóðsögur úr Húnavatnssýslum komnar út á þýsku

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út bók með húnvetnskum þjóðsögum á þýsku. Nefnist hún Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla og er undirtitill hennar Eine Auswahl aus der Volkssagensammlung von Jón Árnason. Bókin hefur að geyma 26 þjóðsögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Magnús Pétursson, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg, þýddi sögurnar á þýsku. Teikningar í bókinni eru eftir Guðráð B. Jóhannsson ásamt korti af Húnavatnssýslu þar sem merktir eru inn á ýmsir sögustaðir sem koma fyrir í sögunum. Guðráður gerði líka bókarkápu.
Meira

Þrettándasund á Sauðárkróki á morgun

Benedikt S. Lafleur stendur fyrir frísklegu sjávarbaði á morgun 6. desember, sem er þrettándi dagur jóla, og ætlar að leiðbeina sjávarbaðagestum sem þess þurfa. Farið verður í sjóinn við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni kl. 12.00.
Meira

Styrktarkvöld í Höfðaborg á þrettándanum

Á þrettándadagskvöld, þann 6. janúar, verður haldið Pub Quiz eða Barsvar í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Tilefnið er að safna fé til styrktar Jóhannesi Veigari Jóhannessyni og Heiðrúnu Eddu Ingþórsdóttur sem eignuðust tvíburadætur í haust eftir tæplega 25 vikna meðgöngu. Unga parið, sem átti fyrir 18 mánaða dóttur, er búsett á Dalvík en Veigar er fæddur og uppalinn á Hofsósi og Heiðrún á Blönduósi.
Meira

Tindastóll sækir ÍR heim í kvöld

Fyrstu Fjórir leikirnir í seinni umferð Domino's deild karla fara fram í kvöld og munu Stólarnir mæta ÍR-ingum í Hertz-Hellinum í Seljaskóla. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og því verður TindastólsTV ekki á staðnum. Stuðningsmenn Tindastóls á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja við strákana sem eiga harma að hefna frá fyrsta leik tímabilsins er Stólarnir lutu í parket á heimavelli.
Meira

Lambakjöt er verðmæt vara

Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi blása bændur bjartsýni í brjóst á fundi í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Fundarefnið er markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu.
Meira