Góður en blautur dagur á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
15.07.2017
kl. 22.40
Í dag fór fram keppni í b-úrslitum og í gæðingaskeiði á Íslandsmóti í hestaíþróttum yngri flokka á Hólum og kemur fram hjá mótshöldurum að dagurinn hafi verið góður þrátt fyrir bleytu úr lofti. Í fyrramálið hefst dagskrá kl 9:00 á 100m skeiði en svo verður riðið til úrslita í hverjum flokki eftir það. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17:00 og er fólk hvatt til að taka sunnudagsrúntinn heim að Hólum líta á glæsilega knapa og hross en ekkert kostar inn á keppnina. Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
Meira