„Plássið" á Borðeyri verði verndarsvæði í byggð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.03.2018
kl. 14.49
Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. mars sl. var lögð fram og samþykkt bókun þess efnis að sá hluti Borðeyrar við Hrútafjörð sem stendur á svokölluðum Borðeyrartanga og gekk lengi undir viðurnefninu "Plássið" verði gerður að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði. Lög þessi skilgreina verndarsvæði í byggð sem afmarkaða „byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara“.
Meira
