Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
10.07.2017
kl. 09.44
Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Meira