Fréttir

Barnamót og Blönduhlaup hjá USAH

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum verður haldið á Blönduósi miðvikudaginn 12. júlí og hefst það klukkan 18:00. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2007 eða seinna, þ.e. 10 ára og yngri. Keppisgreinar eru 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup. Umf. Geisli hefur umsjón með mótinu og bjóða þeir upp á hressingu að móti loknu. Allir keppendur fá að launum þátttökuskjal og verðlaunapening.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Um helgina kom besta frjálsíþróttafólk landsins saman á Selfossi til að berjast um meistaratitlana á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Alls voru keppendur um 200 talsins, þar á meðal Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason.
Meira

„Alltaf náði ég að pota boltanum í markið“

Liðið mitt Tómas Guðmundsson
Meira

Huginn hafði betur í bragðdaufum leik á Króknum

Tindastólsmenn fengu Huginn frá Seyðisfirði í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir ágætt samspil beggja liða úti á vellinum var leikurinn bragðdaufur og fátt um færi. Það voru gestirnir sem gerðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik og Stólunum tókst ekki að jafna. Lokatölur 0-1.
Meira

Fyrsti sigurinn í 1. deildinni loksins í höfn

Kvennalið Tindastóls lék í gærkvöldi við lið ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þrátt fyrir fína frammistöðu í bikarnum þá hafði stelpunum ekki tekist að ná sigri í 1. deildinni og fyrir leikinn í gær var liðið aðeins með eitt stig að loknum átta leikjum og það kom í síðustu umferð gegn toppliði HK/Víkings. Það var því vel fagnað í leikslok í gærkvöldi þegar fyrsti sigur sumarsins varð staðreynd eftir dramatískan hörkuleik gegn Breiðhyltingum. Lokatölur 3-2.
Meira

Fornleifauppgreftri í Keflavík að ljúka

Fornleifauppgreftri í kirkjugarðinum við Keflavík í Hegranesi er nú rétt að ljúka. Frá því er sagt í Morgunblaðinu í gær en þetta er þriðja sumarð sem rannsóknir fara þar fram og hlaut fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fjögurra milljón króna styrk úr fornminjasjóði á árinu vegna verksins. 49 grafir hafa fundist, auk kirkju, smiðju og upphækkaðrar stéttar sem hefur legið milli kirkju og bæjar.
Meira

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu ræða sameiningarmál

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar sveitarstjórna í Austur Húnavatnssýslu til að ræða sameingingarmál á svæðinu. Verður hann haldinn í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 24. ágúst nk.
Meira

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir vonbrigðum

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 5. júlí sl. var lýst yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að endurskoða þurfi í heild sinni matsskýrslu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Hveravöllum. Ferðamannastraumur á Hveravöllum hefur aukist ár frá ári og því telur sveitarstjórn nauðsynlegt að byggja þar upp aðstöðu til framtíðar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar mun tefja alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Hveravöllum, segir í bókun sveitarstjórnar.
Meira

Íslensk stelpa fellur í yfirlið í tívolítæki - Myndband

Margir íslendingar eru nú á ferðalagi erlendis eða með plön um slíka ferð í sumar. Ýmis afþreying er í boði á þessum helstu ferðamannastöðum og er vinsælt að skella sér í tivolítæki.
Meira