Fréttir

Heimir með Áramótagleði í kvöld

Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 29. desember, og hefjast þeir klukkan 20:30. Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum en stjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Stór tímamót eru nú hjá kórnum þar sem í gær voru liðin 90 frá því hann var stofnaður. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin næsta vor.
Meira

Gamlársdagshlaupið á sínum stað

Hið árlega gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki og hefst klukkan 13 fráíþróttahúsinu. Skráning skráning í anddyri að norðan frá klukka 12 og er ekkert þátttökugjald.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Mustad-Miðsitja

Sjötta liðið sem kynnt er í KS -deildina í hestaíþróttum 2018 er Mustad-Miðsitja. Liðið skipa fimm knapar frá Hólum, kennarar og nemendur sem verða undir stjórn Sinu Scholz tamningakonu á Miðsitju.
Meira

Tvö sveitarféllög sameinast um byggingar- og skipulagsfulltrúa

Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa tekið upp samstarf um byggingar- og skipulagsfulltrúa en Þorgils Magnússon, byggingarfræðingur, verður starfsmaður beggja sveitarfélaganna frá og með 1. janúar 2018. Á vef Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöð hans verði á skrifstofum Blönduósbæjar og er íbúum Blönduóss og Húnavatnshrepps bent á að snúa sér til hans með erindi vegna byggingar- og skipulagsmála.
Meira

Mikil fjölbreytni í starfi Þekkingarsetursins

Starfsemi Þekkingarsetursins á Blönduósi var fjölbreytt á árinu sem er að líða og fer verkefnum þess sífellt fjölgandi. Katharina A. Schneider, framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins, lítur yfir helstu þætti í stafri ársins í pistli á vef þess nú á dögunum.
Meira

Heimir 90 ára

Karlakórinn Heimir í Skagafirði fagnar í dag 90 ára afmæli sínu en stofndagur kórsins er talinn vera 28. desember 1927 og voru stofnendur tíu talsins. Stofnfundur, sem flestir komu úr litlum kór og nefndur Bændakór, fór fram í Húsey og var aðalhvatamaðurinn Benedikt Sigurðsson frá Fjalli.
Meira

Fraus í stofnlögn í Sauðánni

Svo mikið hefur frostið verið undanfarið í Skagafirði að það fraus í stofnlögn kaldavatnsins frá Sauðánni, nánar tiltekið þar sem stofnlögnin kemur út undan stíflunni í Sauðárgilinu. Starfsmenn Skagafjarðarveitna fóru af stað um leið og tilkynnt var um vatnsleysi í sútunarverksmiðju Atlantic Leather á Sauðárkróki en búið var að koma á rennsli aftur í lögninni rétt fyrir hádegi.
Meira

Jólaspilavist á Hlíðarhúsi

Ungmennafélagið Neisti heldur sína árlegu jólafélagsvist á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð í kvöld klukkan 20:00. Jólaspilavist Neista er alltaf vel sótt og fastur punktur á dagskrá hátíðanna hjá mörgum sem mæta þar árlega. Þar er að sjálfsögðu slegist um slagina en að lokinni spilamennskunni tekur við dýrindis kaffihlaðborð og loks verður pakkauppboð þar sem boðnir eru upp forvitnilegir pakkar sem gaman getur verið að gægjast í.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps býður á æfingu

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur átt viðburðaríkt ár og bar þar að sjálfsögðu hæst þátttaka kórsins í keppninni Kórar Íslands þar sem hann hampaði fyrsta sætinu. Kórmeðlimir vilja nú þakka fyrir þann mikla stuðning sem þeir fengu í keppninni og ætla að hafa opna æfingu á léttum nótum í Félagsheimili Blönduóss í kvöld klukkan 20:30. Þangað eru allir velkomnir sem tök hafa á að mæta og er frítt inn en húsið verður með léttar veitingar til sölu. Það er örugglega óhætt að lofa góðri kvöldstund á Blönduósi.
Meira

Ísak Óli Traustason Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 var valinn við Hátíðlega athöfn í Húsi frítímans í gærkvöldi. Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason frá Tindastól hlaut titillinn að þessu sinni. Einnig var lið ársins valið og þjálfari ársins. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var kjörið lið ársins og þjálfari ársins er Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira