Hugmynd um að byrja kennslu síðar að deginum næsta vetur
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
15.03.2018
kl. 11.12
Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra óskar, á fésbókarsíðu skólans, eftir viðbrögðum, athugasemdum og skoðunum foreldra og hagsmunaaðila við þá hugmynd að byrja kennslu kl. 9:00 í stað 8:30 næsta vetur. Jákvæður vilji er fyrir hugmyndinni meðal starfsmanna skólans en mikilvægt er að fá fram sjónarmið sem langflestra foreldra við hugmyndinni áður en hún verður tekin til frekari skoðunar, eða slegin út af borðinu.
Meira
