Fréttir

Músagangur og aflífun meindýra - hvað samræmist lögum

Matvælastofnun segir að nú berist víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og má vera að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvað hlutverk og vill stofnunin af gefnu tilefni ítreka frétt frá 2014 sem fjallaði um eyðingu og aflífun meindýra, m.a. með notkun drekkingargildra, en notkun þeirra brýtur gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samveruna á því liðna.
Meira

Hátt í 300 manns í Gamlárshlaupi - Myndir

Fjöldi fólks tók þátt í árlegu Gamlárshlaupi sem fram fór fyrr í dag á Sauðárkróki enda veðrið gott og aðstæður allar hinar bestu. Frostið hafði minkað um 10 gráður frá því í gær og var um fjórar gráður. Að hlaupi loknu var boðið upp á svaladrykk í íþróttahúsinu og heppnir þátttakendur fengu glaðning í útdráttarverðlaun.
Meira

Áramótaveðrið

Það má öruggt teljast að veður verði eins og best verður á kosið í kvöld þegar landsmenn kveðja árið og taka á móti því nýja með tilheyrandi sprengingum og ljósagangi.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Í tilefni áramótanna vill Matvælastofnun minna dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin verði sjálfum sér og öðrum til tjóns. Með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana má forðast slys um áramót og á þrettándanum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar

Nú styttist í áramótin og að vanda verður árið kvatt með brennum og skoteldum. Hér um slóðir eru það björgunarsveitirnar sem hafa umsjón með þessum viðburðum og hefur Feykir upplýsingar um eftirtaldar brennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra:
Meira

Ekki vera á bremsunni

Áskorandi Aldís Olga Jóhannesdóttir Hvammstanga
Meira

Lasagne a‘la Árni og beikonvafðir þorskhnakkar með Mexikóosti

Matgæðingar vikunnar í 48. tölublaði árið 2015 voru þau Árni Halldór Eðvarðsson og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, eða Gigga eins og hún er alltaf kölluð. Árni vinnur á Trésmíðaverkstæði Helga Gunnarssonar og Gigga er tómstunda- og félagsmálafræðingur og sér um Félagsmiðstöðina á Skagaströnd ásamt því að kenna smíðar og fleira við Höfðaskóla.
Meira

Kirkjukór Hvammstangakirkju með áramótatónleika

Áramótatónleikar Kirkjukórs Hvammstangakirkju verða haldnir á morgun, gamlársdag, 31. desember kl 14 til 15 í Hvammstangakirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá með jóla og áramótalögum og sálmum.
Meira

Tillögur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Tillaga frá starfshópi um framtíðarsýn skólamála í Húnaþingi vestra er nú til kynningar á vef sveitarfélagsins. Tillaga þessi er niðurstaða íbúafundar og verður höfð að leiðarljósi varðandi vinnu og hönnun á framtíðarskólahúsnæði í sveitarfélaginu.
Meira