Fréttir

Þórarinn og Narri á Heimsmeistaramót hestamanna

Meistaraknapinn Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum eru komnir í landslið hestamanna sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Eindhoven 7. - 14. ágúst. Þetta varð ljóst eftir að þeir félagar enduðu í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum um helgina.
Meira

Skældi yfir lögum söngkonunnar Carrie Underwood / HREINDÍS YLVA

Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.
Meira

Skortur á íbúðum fyrir aldraða í Húnaþingi vestra

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 10. júlí sl. var tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra. Þar fer stjórnin þess á leit við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða í sveitarfélaginu þar sem skortur sé á íbúðum og biðlisti sem trúlega eigi eftir að lengjast.
Meira

Voice stjörnur fókusera á Húnavöku -Myndband

FÓKUS hópurinn sem skipaður er Hrafnhildi Ýr Víglunds og fjórum öðrum söngvurum sem kynntust í gegnum Voice Ísland 2017, Sigurjóni, Rósu, Eiríki og Karitas munu skemmta á Húnavöku um næstu helgi. Hópurinn sendi frá sér afar óvenjulegt myndband til að vekja athygli á uppákomunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Miðaldadagar árið 1317!

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör á verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Meira

Breytingar á starfsliði leikskólans Barnabæjar

Á fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar í síðustu viku var farið yfir starfsmannamál leikskólans Barnabæjar og kom þar m.a. fram að Anna Margrét Arnardóttir deildarstjóri hafi óskað eftir ársleyfi frá störfum frá og með 15. ágúst nk. Þá óskaði Guðrún Björk Elísdóttir einnig eftir leyfi frá störfum frá 17. ágúst 2017 til 17. Mars 2018.
Meira

Brosandi hestur - sjáðu myndbandið

Það er ekki annað hægt en að byrja daginn á því að horfa á þetta skemmtilega myndband af hesti sem brosir yfir því að fá gott klór
Meira

Dagskrá Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum - uppfært

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fer fram á Hólum í Hjaltadal í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings dagana 13.–16. júlí næstkomandi. Um svokallað World Ranking mót er að ræða sem telur telur stig á heimslista, og ýmsar greinar í boði. Hér fyrir neðan er uppfærð dagskrá mótsins.
Meira

Breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps

Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi Húnavtanshrepps 2010-2022. Er breytingin gerð vegna fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum.
Meira

Afmæliskveðja frá móður til sonar fær fólk til að brosa

Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Meira