Fréttir

Formannslaus knattspyrnudeild

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Meira

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði

Aðalfundur Rauða krossins í Skagafirði verður haldinn í dag, fimmtudag 8. mars, klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Helga Una og Þoka frá Hamarsey sigruðu í slaktaumatölti

Eftir skemmtilega forkeppni í slaktaumatölti í Meistaradeild KS sem haldið var í gærkvöldi leiddu þær Helga Una og Þoka frá Hamarsey með einkunnina 6,83. Þær héldu sæti sínu út alla keppnina og sigruðu glæsilega með einkunnina 7,08. Hæstu einkunn kvöldsins hlaut þó sigurvegari b-úrslita, Jóhanna Margrét en hún og hestur hennar Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum áttu mjög góða sýningu sem skilaði þeim 7,21 og vöktu verðskuldaða athygli, eins og segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni.
Meira

„Svona fer þetta stundum og við áttum að gera betur,“ segir Helgi Freyr. Stólar taka á móti Stjörnunni í kvöld

Síðustu sex leikir í Domino´s deild karla í körfubolta fara fram í kvöld áður en úrslitakeppnin sjálf hefst og kemur þá í ljós hvaða lið parast saman í þeirri keppni. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og geta úrslitin haft áhrif á hvaða lið Tindastóll fær sem andstæðing í úrslitakeppninni. Aðrir leikir kvöldsins eru: Höttur – Njarðvík, Keflavík – ÍR, Haukar – Valur, Grindavík - Þór Ak. og Þór Þ. – KR. allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Meira

Kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 11. mars

Á sunnudaginn næsta, 11. mars, milli klukkan 15 og 17, verður hið árlega kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla. Allur ágóði rennur þetta árið til Verum samfó hópsins, sem er sjálfsprottinn samhjálpar- og sjálfsstyrkingarhópur fólks sem hittist tvisvar í viku í Húsi frítímans til að styrkja geðheilsu sína með uppbyggilegri og styðjandi samveru.
Meira

Stefnt að kosningu um sameiningu um áramót

Nú er ljóst að ekki tekst að ljúka viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu sem staðið hafa yfir frá síðasta hausti fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Valgarður Hilmarsson, fulltrúi Blönduósbæjar í sameiningarnefnd sveitarfélaganna, segir í fréttum RUV í gær að fljótlega eftir að viðræður um sameiningu hófust hafi komið í ljós að að óraunhæft væri að ljúka þeim fyrir kosningar.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ býst við léttu páskahreti

Í gær, þriðjudaginn 6. mars, komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í marsmánuði. Fundurinn hófst kl. 13:55 og voru fundarmenn sjö talsins. Að venju var farið yfir sannleiksgildi spár fyrir liðinn mánuð og útkoman að vonum góð.
Meira

Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum innanhúss

Héraðsmót USAH innanhús í frjálsum íþróttum verður haldið laugardaginn 17. mars næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Mótið er ætlað börnum sem fædd eru árin 2003-2008 og eru því á aldrinum 10-15 ára. Skráning á mótið er á staðnum og hefst klukkan 11:00 en keppni hefst stundvíslega kl. 11:10.
Meira

Úrslit frá Skagfirsku mótaröðinni - Fjórgangur og slaktaumatölt

Skagfirska mótaröðin í hestaíþróttum hóf göngu sína föstudaginn 2. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki með keppni í flokki V5 hjá börnum, unglingum og ungmennum; 1. og 2. flokki og T2, opnum flokki. Kvenfólkið var afar sigursælt á mótinu en þær skipuðu sigursætin í fimm flokkum af sex. Næsta mót verður haldið föstudagskvöld 9. mars og hefst klukkan 18:30. Þá er keppt í F2, ungmenna-, 1. og 2. Flokki; T7, barna-, unglinga- og opnum flokki.
Meira