Eva Pandora nýr starfsmaður á þróunarsviði Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2017
kl. 12.00
Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.
Meira