Formannslaus knattspyrnudeild
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.03.2018
kl. 09.39
Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira
