Fréttir

Eva Pandora nýr starfsmaður á þróunarsviði Byggðastofnunar

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Íbess

Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn.
Meira

Fiskisúpa og gulrótarkaka sem svíkur engan

Ragnar Einarsson og Margrét Arnardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis að þessu sinni.„Þegar kemur að matargerð á okkar heimili er það Ragnar sem á heiðurinn af öllu sem heitir eldamennska enda mikill áhugamaður um matargerð. Ég sé hins vegar um salöt og bakstur og hef reynt að taka út hveiti og sykur og nota önnur hráefni í staðinn. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Margrét en þau hjón voru matgæðingar Feykis í 47. tölublaði ársins 2015. Þau ætla að bjóða uppá fiskisúpu að hætti Ragga og gulrótarköku í hollari kantinum.
Meira

Oss börn eru fædd

Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti.
Meira

Jólalag dagsins – Ómar Ragnarsson - Jólasveinn, taktu í húfuna á þér

Þar sem einungis 1 dagur er til jóla og Kjötkrókur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Ómar Ragnarsson þarf ekki að kynna fyrir landanum en lagið - Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – er á plötunni Skemmtilegustu lög Gáttaþefs sem er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981.
Meira

Söngur vonar - Sólmundur Friðriksson

Austfirðingurinn og fyrrverandi bassaleikari í Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Sólmundur Friðriksson, stundaði nám við FNV vel fyrir síðustu aldamót og er mörgum norðlendingum kunnur. Fyrir skömmu gaf hann út sinn fyrsta hljómdisk, Söngur vonar, sem inniheldur ellefu lög sem eru flest samin á þessari öld, að undanskildu einu lagi sem varð til þegar hann var um 12 ára. Tónlistin er frekar í mýkri kantinum og hefur verið skilgreind af gagnrýnanda sem „soft rock“.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2017 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust fimm tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar
Meira

Guðný Guðmars í FIA Women in Motorsport Commission

Ein af þeim leiðum sem Akstursíþróttasamband Íslands hefur til að efla samstarf um akstursíþróttir við önnur lönd er virk aðild Íslands að alþjóðasamtökum akstursfélaga, Federation Internationale de L'Automobile (FIA) ásamt norður Evrópusvæði alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA North European Zone). Tveir Íslendingar, Guðný Guðmarsdóttir og Jón Bjarni Jónsson kjörin í þær nefndir sem þau voru tilnefnd í.
Meira

Blönduósbær auglýsir deiliskipulag fyrir gagnaver

Blönduósbær auglýsir á vef sínum tillögu að deiliskipulagi við Svínvetningabraut fyrir gagnaver í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá 19. desember 2017. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030.
Meira

Breyttur opnunartími sundlauga um jól og áramót

Nú er jólahátíðin rétt handan við hornið og rétt að huga að breyttum opnunartíma sundlauganna.
Meira