Fréttir

Völsungar mörðu Stólana í baráttuleik

Tindastólsmenn brunuðu á Húsavík í gær og spiluðu gegn liði Völsungs. Liðin voru á svipuðum slóðum í 2. deildinni fyrir leikinn en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu Stólana 2-1, eftir að Brentton Muhammad markvörður Tindastóls fékk að kíkja á rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik.
Meira

100.000 króna framlag til Grænlands

Vegna söfnunar sem fram hefur farið vegna náttúruhamfara á Grænlandi ákvað Sveitarfélagið Skagafjarðar að leggja söfnuninni lið með 100.000 króna framlagi. Á fundi byggðaráðs var lagður fram svohljóðandi tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
Meira

Er bikínidagur í dag? hvað segir veðrið?

Í dag er alþjóðlegi bikínídagurinn og því um að gera í skella sér út í sólbað hvort sem það er sól eða rigning.......
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, mánudaginn 3. júlí, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Að þessu sinni voru það 25 aðilar sem hlutu styrk úr sjóðnum til margvíslegra menningartengdra verkefna. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina en auk þeirra sitja þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir í stjórn sjóðsins.
Meira

Menningarhátíð í Blönduhlíðinni

Það verður glatt á hjalla í Blönduhlíðinni um næstu helgi þegar menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin á Syðstu-Grund og Kakalaskála dagana 7. og 8. júlí.
Meira

Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.
Meira

Fasteignafélagið Borg ekki falt fyrir hlutafé í Ámundakinn

Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dagsett 6. júní sl. þar sem félagið óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf.
Meira

Samgönguminjasafnið í Stóragerði fær nýjan sýningargrip

Það voru félagar í áhugamannafélaginu Bjarmanum frá Neskaupstað sem tóku sig til og gáfu þennan fallega útfararbíl á Samgönguminjasafnið í Skagafirði um helgina. Félagið var stofnað á sínum tíma til að halda utanum bílaútgerð fyrir útfararbíl í kaupstaðnum.
Meira

Skagfirðingar aðsópsmiklir á Fjórðungsmóti Vesturlands

Hestamenn fjölmenntu á Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi um helgina. Fjöldi keppenda komu af Vesturlandi sem og úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Mótið þótti takast vel enda hestakosturinn góður. Skagfirðingar stóðu sig vel, komu sér allsstaðar í úrslit og röðuðu sér jafnvel í fimm efstu sæti. Í A-úrslitum A-flokks fóru Skagfirðingarnir mikinn en þau Trymbill frá Stóra-Ási og hrossaræktandinn frá Þúfum, Mette Mannseth, sigruðu með einkunnina 8.81.
Meira

Bleikt og blátt

Nú er heyskapur víðast hvar kominn á fullt og eitthvað er um það að bændur séu búnir með fyrri slátt. Það vekur sérstaka athygli nú, þegar ekið er um sveitir, að túnin eru óvenju skrautleg þetta sumarið.
Meira