Fréttir

Fjölnota pokar í Kjörbúðinni á Blönduósi

Viðskiptavinum Kjörbúðarinnar á Blönduósi stendur nú til boða að fá lánaða fjölnota taupoka í stað þess að kaupa plastpoka undir vörur sínar. Það voru nokkrar áhugasamar konur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi sem hittust reglulega og saumuðu pokana sem gerðir eru úr gardínum, sængurverum og öðrum efnum sem til falla og upplagt er að endurnýta.
Meira

Hitað upp fyrir bikarleikinn á Ölveri

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við sportbarinn Ölver í Glæsibæ um að stuðningsmenn liðsins hiti upp þar fyrir bikarleikinn gegn Haukum sem fram fer í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Í tilkynningu frá deildinni segir að að það verði sturluð tilboð í gangi hjá þeim á Ölveri fyrir bæði í mat og drykk.
Meira

Höfðaskóli og Varmahlíðarskóli fá styrki úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrir árið 2017 en markmið sjóðsins eru að stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni, koma forritunarnámskeiðum að í grunn- og framhaldsskólum, að tækjavæða skólana og að auka þjálfun og endurmenntun kennara.
Meira

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins. Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
Meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Meira

90 ára saga kvenfélagsins Heklu

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989.
Meira

Lionsklúbbur Blönduóss styrkir góð málefni

Lionsklúbbur Blönduóss úthlutaði nýlega styrkjum úr Styrktarsjóði Lionsklúbbsins á Blönduósi. Öllu fé styrktarsjóðsins er úthlutað til samfélagsverkefna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Sjóðurinn úthlutaði nú 250.000 kr. til Björgunarfélagsins Blöndu, 250.000 kr. til Orgelsjóðs Blönduóskirkju og 70.000 kr. til Félagsþjónustu A-Hún. „Björgunarfélagið er sífellt að bæta sinn tækjakost til að geta hjálpað fólki þegar í nauðir rekur og orgelið bætir menningarlíf héraðsbúa, ekki síst þegar við höfum jafn öflugan orgelleikara og Eyþór Franzson Wechner," segir Magnús Ólafsson á Facebooksíðu sinni í hugleiðingu um starf klúbbsins.
Meira

Er ánægð að mamma hafi ekki viljað henda mér út um gluggann

Áskorandapenninn - Þórdís Sigurðardóttir Sólheimagerði
Meira

Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna

Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 voru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Lídal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir á Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisk aðalrétti,“ segja hjónin.
Meira

Völvuspá 2018– frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

„Síðasta ár var tilkomumikið ef litið er til stjórnmála og það var nú það sem okkur var mjög svo hugleikið þegar við vorum að spá í spilin fyrir síðasta ár. En það verður nú að segjast að við spákerlingarnar vorum nú ekki alveg með tímasetningar á hreinu en stjórnarslit og að kona yrði forsætisráðherra gekk svo sannarlega eftir of margt fleira. Veðurfars spáin var ótrúlega rétt hjá okkur, svo nærri lægi að veðurfræðingar eru farnir að leita ráða hjá okkur,“ segja spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd sem löngu eru orðnar frægar fyrir sínar stórgóðu spár um það sem okkur hinum er hulið.
Meira