Fréttir

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Hetjusaga Hagalíns um Moniku á Merkigili endurútgefin

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
Meira

"Pínu" lítil hestakona - myndband

Hún Fanndís Vala sem er aðeins tveggja og hálfs árs gömul þykir greinilega ofsalega gaman að fara á hestbak.
Meira

Markviss félagar sigursælir

Félagar í Skotfélaginu Markviss hafa gert það gott að undanförnu. Nú um helgina varð Snjólaug M. Jónsdóttir Íslandsmeistari kvenna í Nordisk Trap á móti sem fram fór á skotsvæði Skotfélags Akraness þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna um 27 dúfur og skaut 114/150. Hún setti einnig Íslandsmet með final og skaut 22 dúfur í úrslitum og hlaut 136 stig sem var hæsta skor mótsins.
Meira

Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí sl. Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokaholunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum.
Meira

Margir urðu Íslandsmeistarar í dag

Þá er stórglæsilegu Íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Hólum í Hjaltasal, lokið. Riðið var til úrslita í dag og margir Íslandsmeistarar krýndir. Keppnishaldarar ánægðir með frammistöðu unga fólksins sem eiga sér bjarta framtíði í hestaíþróttum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.
Meira

Mikilvægur skyldusigur gegn Sindra

Í gær mættust lið Tindastóls og Sindra Hornafirði í 2. deild karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Bæði lið í botnbaráttu deildarinnar en Stólarnir þó talsvert betur settir með tólf stig fyrir leikinn, en lið Sindra með þrjú. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir sanngjarnan sigur þó liðið hafi oft spilað betur en í gær. Lokatölur 2-0 og heimamenn komnir í þéttan pakka um miðja deild.
Meira

Stelpurnar komnar á bragðið

Leikið var í 1. deild kvenna á Sauðárkróksvelli sl. föstudagskvöld en þá komu Skagastelpur í heimsókn. Þær sigruðu vængbrotið lið Tindastóls í fyrstu umferð fyrr í sumar, 6-0, en á föstudaginn sýndu Stólastúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og sigruðu að þessu sinni örugglega. Lokatölur 2-0.
Meira

Farandsýning á förum í lok mánaðarins

Í Gamla barnaskólanum að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki stendur nú yfir sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Á sýningunni er rithöfundarferli Guðrúnar gerð skil en bækur hennar áttu miklum vinsældum að fagna meðal þjóðarinnar á þeim tíma sem þær komu út, á árunum frá 1946 og til 1973. Nú í seinni tíð hefur áhuginn á verkum hennar glæðst að nýju og nú hefur þekktasta verk hennar, Dalalíf, verið útgefið í fjórða skiptið. Það eru þær Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn Guðrúnar, sem hafa veg og vanda af sýningunni.
Meira

Kæru Skagfirðingar

Tilefni þessa stutta pistils er hvatning. Hvatning til ykkar sem hafið með umönnun barna að gera. Börnin eru það dýmætasta í þessum heimi. Upp á þau þarf að passa. Samvistir við foreldra og ástvini skipta miklu fyrir eðlilegan þroska og andlega vellíðan barna. Því er vert að huga að því hvernig hægt sé að auka þessar samvistir eins og hægt er. Ég vil hér kasta fram einni hugmynd.
Meira