Fréttir

Helgargóðgætið - maregnsterta með Góu súkkulaðistykki m/fylltum appolo lakkrís

Ég sá uppskrift af svipaðri tertu fyrir um ári síðan á einhverri bloggsíðu en eins og þeir sem hafa áhuga á bakstri þá breyta þeir alltaf uppskriftunum eftir sínum þörfum og niðurstaðan er þessi hér. Ótúlega góð nammiterta sem klikkar ekki.
Meira

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Meira

Tveir Skagfirðingar í læri á Dill, fyrsta Michelin-stjörnu-staðnum á Íslandi

Veitingastaðurinn Dill Restaurant á Hverfisgötu hlaut þann heiður, fyrstur veitingastaða á Íslandi, að fá Michelin-stjörnu í gær en um er að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Það er gaman frá því að segja að tveir matreiðslunemar á Dillinu eru Skagfirðingar.
Meira

Þórsarar heimsækja Tindastólsmenn í kvöld

Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deildinni í körfubolta. Tindastólsmenn leika annan heimaleik sinn á þremur dögum en í kvöld eru það Þórsarar úr Þorlákshöfn sem koma í heimsókn. Það má búast við hörkuleik en lið Tindastóls er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig en Þórsarar í því fjórða með 20 stig. Með sigri í kvöld myndu Stólarnir tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu í fjórgangi

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni á Sauðárkróki og var keppt í fjórgangi. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa leitt forkeppnina með einkunnina 7,23. Í úrslitum hlutu þau einkunnina 7,50 sem dugði til sigurs eins og áður sagði. Þetta er annað árið í röð sem þau sigra þessa grein.
Meira

Isolation Game Jam leikjasmiðja á Kollafossi í sumar

Síðastliðin þrjú ár hefur fólk allstaðar að úr heiminum ferðast til norðvestur Íslands á sveitabæinn Kollafoss í Húnaþingi vestra með tvennt í huga; að klappa lömbum og búa til leiki. Í ár verður þeim sið haldið áfram, þar sem Isolation Game Jam leikjasmiðjan verður haldin 7. til 11. júní næstkomandi. Miðasala opnar á heimasíðu smiðjunnar fyrsta mars næstkomandi.
Meira

Rausnarleg gjöf frá Björgunarsveitinni Húnar frá Hvammstanga

Björgunarsveitarmenn verða seint kallaðir eiginhagsmunaseggir enda öll sú vinna sem menn og konur leggja í þar til gerð félög sjálfboðaliðastörf og oftar en ekki er mikið álag á þeim við að koma náunganum til hjálpar í hvaða veðri og aðstæðum sem er.
Meira

Telur að Rússlandsmarkaður opnist fyrr en varir

Þrátt fyrir að Rússlandsmarkaður sé lokaður fyrir fiskafurðir, m.a. frá Íslandi, er ekkert sem bannar innflutning á öðrum matvælum eins og á kjöti og mjólkurafurðum. Reynt hefur verið að selja Rússum og þeirra nágrönnum íslenskt lambakjöt og eru tækifærin mörg og víða. Einn af þeim sem farið hafa í austurveg í þeim tilgangi er Jón Daníel Jónsson matreiðslumaður á Sauðárkróki. Hann er nýkominn heim úr einum slíkum túr og fékk blaðamaður Feykis hann til að segja frá verkefninu í ítarlegu viðtali í blaði vikunnar.
Meira

Höfrungar í hópum

Þessi höfrungavaða var að leik á Skagafirðinum í byrjun mánaðarins þegar Höskuldur Hjálmarsson á Skáley SK 32 var þar á veiðum. Að sögn Höskuldar er óvenjulegt að sjá svo marga höfrunga en líkleg ástæða sé loðnan sem þeir sækja í.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira