Fréttir

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira

Tapað/fundið

>Tapast hefur land af Dewalt sög á Hólavegi eða þar í kring á Sauðárkróki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Skúla í síma 8938570.
Meira

Rabb-a-babb 127: Sigrún Fossberg

Nafn: Sigrún Fossberg Arnardóttir. Árgangur: 1975 eða 1875, er ekki viss. Fjölskylduhagir: Gift honum Magga mínum í bráðum 25 ár og eigum við 3 afleggjara þau Sigurvin Örn (20) , Kristrúnu Maríu (17) og Halldóru Hebu (11). Búseta: Hólmagrundin góða í firðinum fagra. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Svona er lífið á Læk. Er sennilega ofnotað enda þekki ég engan á Læk.
Meira

Mikil tækifæri fyrir söluaðila á Landsmótinu

Aðstandendur Landsmóts hestamanna eru nú í óðaönn að skipuleggja markaðstorg mótsins. „Mikil hefð er fyrir blómlegri verslun með margvíslegan varning á landsmótum og verður mótið á Hólum í sumar sannarlega engin undantekning þar á. Forsala aðgöngumiða hefur þegar slegið öll met og allir munu leggjast á eitt til að gera þetta Landsmót það glæsilegasta til þessa,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Hefur þú séð Bjarna Frey?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni þriðjudags. Síðast er vitað um ferðir Bjarna Freys, á bifreiðinni UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005, á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.
Meira

„Eigum við að tala um lífsgleðina?“

Magnús Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum í Húnavatnshreppi, varð sjötugur á dögunum. Hann fagnaði því með nokkuð óvenjulegum hætti þegar hann bauð til tónleika í Þingeyrakirkju. Magnús hefur komið víða við, en auk þess að reka myndarlegt bú hefur hann selt fasteignir, stundað flug, flutt út hesta og sett saman vísur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann er í opnuviðtali Feykis í dag.
Meira

Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið

Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Meira

Fjallað um ferðamál í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 11.00 mun Jessica Aquino nýráðinn starfsmaður Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands halda fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Vísindi og graut, sem hún nefnir „Volunteer Tourists’ Perceptions of their Impacts in Vulnerable Communities.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 302 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Meira

Skammhlaup í háspennulínu reyndist orsökin

Eins og greint var frá í Feyki á í síðustu var stór hluti heimila í Skagafirði rafmagnslaus í allt að sex klukkustundir þriðjudaginn 23. febrúar. Mælingar sem gerðar voru aðfararnótt fimmtudagsins leiddu í ljós að bilunin var ekki í spenni.
Meira