Fréttir

Draugagangur í Kvennaskólanum

Fimmta kynningarmyndskeiðið um textíl á Norðurlandi vestra sem Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur framleitt í samstarfi við Textílsetrið á Blönduósi er komið út. Í myndskeiðinu er fjallað um Kvennaskólann og er það Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrum skólastjóri skólans sem sér um kynninguna.
Meira

Óveður er í kringum Blönduós

Suðaustan 13-20 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í suðvestan 10-18 með éljum síðdegis. Hiti kringum frostmark í kvöld. Mun hægari sunnanátt og þurrt að kalla annað kvöld.
Meira

Júdó- og bogfimideildir formlega komnar undir Tindastól

Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Meira

Kynningarfundur um markaðsverkefnið „Íslenski Hesturinn“

Íslandsstofa boðar til kynningarfundar í Skagafirði um markaðsverkefnið Íslenski Hesturinn sem hófst í lok árs 2015 og stendur í fjögur ár. Verkefninu er ætlað að efla ímynd íslenska hestsins á alþjóða vettvangi og auka gjaldeyristekjur greinarinnar í heild.
Meira

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira

Ólafur úr Höfðaskóla sigurvegari Framsagnarkeppninnar

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær þriðjudaginn 8. mars. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara, og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira

Spáir slyddu seint í kvöld

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hægviðri og léttir smám saman til, suðaustan 8-13 m/s og slydda seint í kvöld. Hiti kringum frostmark. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er talsvert autt á Norðurlandi vestra, þó eru hálkublettir á Vatnsskarði. Hálka er víða á útvegum.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Bifröst

Framkvæmdir standa nú yfir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki en blaðamaður Feykis tók þessa mynd í dag, er hann átti leið hjá í góða veðrinu, af vöskum iðnaðarmönnum að verki. Samkvæmt upplýsingum frá Sveitarfélaginu Skagafirði er verið er að endurnýja þakjárn og þakrennur, skipta út hluta borðaklæðningar ásamt því að bæta einangrun á þakinu.
Meira

Kátt á hjalla á kótilettukvöldi

Það var kátt að hjalla á kótilettukvöldi sem haldið var á Hvammstanga um helgina. „Það gekk alveg ljómandi vel, um 280 manns komu sem er nánast húsfyllir,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Lionsklúbbsins Bjarma, þegar Feykir hafði samband við hann í gær.
Meira