Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
15.11.2025
kl. 01.29
Þó nokkur umræða hefur verið síðustu ár um Siglufjarðarveg við Strákagöng en þar má segja að vegurinn sé nánast á nippinu með að halda velli í fjallshlíðinni. Sökum þess hafa sveitarfélögin á svæðinu krafist aðgerða Vegagerðarinnar og að boruð verði göng úr Fljótum og í Siglufjörð. Í gær bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótagana, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 km vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember.
Meira
