Fréttir

Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Honum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Aðalfundur Tindastóls

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar mánudaginn 18. maí klukkan 17:00 í Húsi frítímans.
Meira

Tilslakanir vegna Covid19

Covid19 veirusýkingin sem geisað hefur hér á landi síðastliðna mánuði er nú á hraðri niðurleið. Enn höfum við þó ekki náð fullum sigri á faraldrinum, þar sem enn greinast ný smit og töluverður fjöldi fólks er enn í einangrun. Hér á Norðurlandi vestra urðum við vel vör við sjúkdóminn þar sem að 35 einstaklingar veiktust, sem allir hafa náð bata. Það má þakka skjótum viðbrögðum og mikilli samstöðu íbúa að ekki kom til aukinnar útbreiðslu sjúkdómsins.
Meira

Safnahúsið á Sauðárkróki opnar aftur

Safnahúsið á Sauðárkróki opnar nú aftur dyrnar fyrir gestum eftir að nýjar reglur um samkomugann tóku gildi. Varúðarráðstafanir þær sem í gildi voru síðustu vikurnar fyrir lokun verða viðhafðar, þ.e. að allir snertifletir verða sótthreinsaðir nokkrum sinnum á dag, s.s. lyftutakkar, hurðarhúnar, handrið og annað það sem fólk snertir.
Meira

Engar takmarkanir á skólahaldi með nýjum Covid reglum

‍Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um takmörkun á samkomum til 1. júní nk. og nær til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman og tekur til landsins alls. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Takmörkun á samkomum. Smit á Íslandi hefur nú þegar haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðisþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út.
Meira

Gengið á Tindastól í blíðviðri

Það var blíðan í gær á Norðurlandi vestra og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínulítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og útsýnið hreint magnað.
Meira

Grafalvarleg staða grásleppuveiða

Þegar þetta er skrifað að kveldi annars maí eru margir grásleppubátar að sigla í land með net sín vegna reglugerðar sem sjávarútvegsráðherra undirritaði um stöðvun grásleppuveiða. Gríðarlega góð veiði hefur verið hjá bátunum, svo mikil að elstu menn muna vart annað eins. Hins vegar er kvótinn búinn, hin heilaga tala Hafró. Sá dagafjöldi sem ráðherra gaf út, 44 dagar á hvern bát eru fullnýttir hjá nokkrum (innan við 10%), aðrir áttu einhverja daga eftir, margir voru nýbyrjaðir og enn aðrir ekki komnir til veiða.
Meira

Samdi lagið á leiðinni niður Tindastólinn

Það er allt að gerast í tónlist þessa dagana. Nú fyrir helgi var hægt að nálgast fyrsta lag Blankiflur, Above A Fall, á Spotify tónlistarveitunni. Blankiflur er listamannsnafn Króksarans Ingu Birnu Friðjónsdóttur og lagið er magnað, eiginlega epískt, og fantavel flutt.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin eftir landsmótið 1950 :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, eftir smásveig sem tekin var og fjallað um reiðbúnað, s.s um reiðskó og stígvél, gæruúlpur, svipur og píska, skal haldið áfram þar sem frá var horfið í 1. tbl. Feykis nú í ár, Íslenska gæðingakeppnin – Landsmótið 1950, og fjallað áfram um sögu íslensku gæðingakeppninnar en sú samantekt hófst með greininni Íslenska gæðingakeppnin í 46. tbl. Feykis 2019.
Meira

Aðalfundur Skagfirðingasveitar

Aðalfundur Skagfirðingasveitar verður haldinn fimmtudagskvöldið 14. maí klukkan 20:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf þar á meðal kosning stjórnar.
Meira