Fréttir

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra framlengdur!

Frestur til að skila umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 28. október kl. 12:00.
Meira

Það verður ekki bannað að hlæja hjá Pétri Jóhanni í Ljósheimum

Sprellarinn geðþekki, Pétur Jóhann Sigfússon, mætir í heimahagana á laugardaginn og verður með eitthvað uppistand kl. 20:00 í Ljósheimum, í seilingarfjarlægð frá fæðingarstað sínum sem var sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Meira

Líflegar umræður á íbúafundum í Dalabyggð og Húnaþingi vestra

Opnir íbúafundir voru haldnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í liðinni viku þar sem fram fór kynning á vinnu sameiningarnefndar og vinnustofur þar sem þeir sem sóttu fundina gátu komið sínum hugmyndum að og haft áhrif á mótun stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi. Enn á að sjálfsögðu eftir að klára að vinna úr hugmyndum íbúa og að kjósa um sameininguna. Að sögn Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, voru fundirnir vel sóttir og umræður fjörugar á þeim báðum. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Unni.
Meira

Munum eftir endurskinsmerkjunum

Varðstjóri lögreglu á Blönduósi heimsótti á dögunum nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla á Blönduósi. Í færslu á Facebook-síðu LNV var í heimsókninni lögð áhersla á öryggi í umferðinni og mikilvægi þess að nota endurskinsmerki – sérstaklega nú þegar dimma tekur á morgnana og síðdegis.
Meira

Flæðar á Sauðárkróki | Deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti nr. DS-01 í verki nr. 56292110 dags. 13.10.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Meira

Vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundi SUNN

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) fyrir árið 2025 verður í Kakalaskála í Skagafirði, mánudagskvöldið 27.október kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, erindi frá Landvernd og þá mun Nína Ólafsdóttir, rithöfundur og líffræðingur, kynna nýútkomna bók sína, Þú sem ert á jörðu. Feykir spurði Rakel Hinriksdóttur, formann SUNN, hvað það væri sem helst brenni á náttúruverndarfólki þessi misserin.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Við stöndum með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Hvar fæst Bleika slaufan? Í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.
Meira

Krónan býr sig ekki til sjálf | Hjörtur J. Guðmundsson

Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.
Meira

Víða hálka eða snjóþekja á vegum

Það er töluverð norðanátt á Norðurlandi vestra þennan morguninn. Talað var um í fréttunum á RÚV að það snjóaði mikið á Norður- og Austurlandi en það á nú kannski ekki við á okkar svæði. Engu að síður eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á flestum vegum í umdæminu og þar sem margir eru enn á sumardekkjunum þá er vissara að kynna sér aðstæður áður en land er lagt undir fót og fara varlega.
Meira