Fréttir

Vetraropnun sundlauga í Skagafirði hefst í dag

Opnunartími sundlauganna í Skagafirði tók breytingum í morgun þegar vetraropnun tók gildi í laugunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð en á Hofsósi mun gilda sérstök opnun frá til 25. september.
Meira

Ályktanir frá flokksráðsfundi Vinstri grænna

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var haldinn nú um helgina 27. til 28. ágúst, á Ísafirði. Á fundinum voru samþykktar fimm ályktanir er lúta að fjölgun leikskólakennara, öryggi í flugsamgöngum, félagsleg undirboð og launaþjófnað og vindorku. Þá kemur meðal annars fram í ályktun frá stjórn hreyfingarinnar að stutt verði við hugmyndir um hækkun veiðigjalda, endurskoða lög sem lúta að gagnsæi um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi.
Meira

Kríur bætast á fuglaflensulista :: Ekki orðið var við fugladauða af fuglaflensu á Norðurlandi vestra

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla en stofnunin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafi færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst en mánuðina á undan.
Meira

Matgæðingur í tbl 17 - Nauta prime ribs og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 17 á þessu ári var Ívar Sigurðsson en hann er bóndi á Páfastöðum og er í sambúð með Ingibjörgu Ósk Gísladóttur sem vinnur á Eftirlæti. Saman eiga þau tvö börn, þau Diljá Mist fjögurra ára og Vestmar tveggja ára. „Er svo ekki viðeigandi að nautgripabóndinn gefi ykkur uppskrift að nauti,“ segir Ívar.
Meira

Fjölmennt á kærleiksstund á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi var haldin kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi og sagt er frá því á Húna.is að fólk hafi safnaðst saman við nýja vallarhúsið klukkan 21 þar sem kveikt var á kertum og þau lögð umhverfis hlaupabrautina í ljósaskiptunum. Tilgangurinn var að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Matgæðingur í tbl 15 - Lambalæri & marengs

Matgæðingar vikunnar í tbl 15 á þessu ári voru Baldur Sigurðsson, eigandi Bílaþjónustu Norðurlands og umboðsmaður Bílaleigunnar Avis, og eiginkona hans, Helga Skúladóttir, starfsmaður Landsbankans, og eru þau búsett á Sauðárkróki.
Meira

Íslandsmeistari annað árið í röð :: Íþróttagarpurinn Hjördís Halla Þórarinsdóttir

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi fyrir skömmu og sagði Feykir frá afar góðum árangri systranna Hjördísar Höllu og Þórgunnar Þórarinsdætrum á Sauðárkróki. Þórgunnur var Íþróttagarpur Feykis í fyrsta blaði ársins en nú er komið að Hjördísi Höllu sem varð Íslandsmeistari í tölti í barnaflokki á hestinum Flipa frá Bergsstöðum á téðu Íslandsmóti og annað sætið varð hennar í fjórgangi.
Meira

Kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi í kvöld

„Við viljum koma saman og eiga fallega samverustund á íþróttavellinum á Blönduósi þar sem við kveikjum á friðarkertum,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnar Húnabyggðar en þar verða í ljósaskiptunum lögð friðarkerti á hlaupabrautina allan hringinn og þannig sýndur samhugur og hluttekning til þeirra sem eiga um sárt að binda.
Meira

Fyrsti fundur LS vegna Skilaboðaboðaskjóðunnar í kvöld

Fyrsti fundur og samlestur vegna haustverkefnis Leikfélags Sauðárkróks fer fram í kvöld en stefnt er á að setja upp leikritið Skilaboðaskjóðan, ævintýrasöngleik byggðum á samnefndri bók Þorvaldar Þorsteinssonar, sem kom út árið 1986 og naut mikilla vinsælda. Stefnt er á að frumsýna 7. október og leikstjóri verður Pétur Guðjónsson, sem er leikhúsfólki á Norðurlandi að góðu kunnur.
Meira

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins.
Meira