Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.10.2025
kl. 09.19
Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.
Meira
