Fréttir

Gefa fólki í neyð 40.000 máltíðir

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. „Þetta er alger himnasending,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Byggðastofnun fær þrjá milljarða til að lána minni fyrirtækjum

Mbl.is segir frá því að evr­ópski fjár­fest­inga­sjóður­inn hafi veitt Byggðastofn­un ba­ká­byrgð að hluta á allt að ríf­lega þremurmillj­örðum króna, eða um 20 millj­ón­um evra, með stuðningi svo­kallaðrar COSME-áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­ir fjár­mun­ir eiga að nýt­ast Byggðastofnun til þess að veita litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni lán.
Meira

Þrjátíu í sóttkví á Norðurlandi vestra

Heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra og og þeirra sem sitja í sóttkví á Norðurlandi vestra en samkvæmt tölum á Covid.is eru fjórir í einangrun og 30 í sóttkví. Alls urðu 42 innanlandssmit sl. sólarhring og staðfest smit frá 28. febrúar sl. orðin alls 4.719 tilfelli.
Meira

20 kærðir fyrir of hraðan akstur við Héraðsvatnabrú vesturóss

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur síðustu þrjá daga farið af og til og fylgst með umferð við vesturós Héraðsvatna en þar hafa Vinnuvélar Símonar verið í framkvæmdum. Ekki hafa allir ökumenn virt hraðatakmarkanir á svæðinu því 20 þeirra hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur og átta þeirra ekið á sviptingarhraða. Sá sem hraðast ók var á þreföldum leyfilegum hámarkshraða.
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum

Húnahornið minnir á að senn hefst veiðitímabil rjúpu en það stendur frá 1. - 30. nóvember í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Meira

Fylgiblað Feykis tileinkað Stólastúlkum nú sjáanlegt á netinu

Fyrir um hálfum mánuði kom út Feykisblað sem að mestu var tileinkað frábærum árangri kvennaliðs Tindastóls í sumar og sögu kvennaboltans á Króknum. Nú er fylgiblaðið komið á netið og hægt að fletta því stafrænt.
Meira

Met slegið í útflutningi - Mikið umleikis hjá Skagafjarðarhöfnum

Met var slegið sl. föstudag í umfangi Skagafjarðarhafna er Hoffell, skip Samskipa, lestaði 75 gáma til útflutnings alls 1.331 tonn en aldrei áður hafa svo margir gámar né þyngd farið um borð í eitt skip áður frá Sauðárkróki. Daginn eftir fóru 19 gámar í Selfoss, flutningaskip Eimskips, alls 277 tonn.
Meira

Music For Fun – Gömul íslensk lög endurvakin fyrir íbúa Sæborgar

Austurríski djasspíanóleikarinn Alexandra Ivanova kom til Skagastrandar til dvalar í Nesi listamiðstöð í ágúst, til að vinna að tónverkum og félagslegri tilraun fyrir leikhúsverk um skynjun fólks á Miðausturlöndum. Þetta leiddi til viðtals við sveitarstjórann á Skagaströnd, Alexöndru Jóhannesdóttur, um málefni sem eru í brennidepli og snerta samfélagið. Sveitarstjórinn lagði áherslu á áskorunina um að halda uppi lífsgleði hjá öldruðum, þar sem takmarka hefur þurft gestakomur á öldrunarheimilinu Sæborg frá því í vor.
Meira

Uppbókað í inflúensubólusetningar á Sauðárkróki

Allir tímar í inflúensubólusetningu eru uppbókaðir hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og Akureyri. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að þetta árið sé margfalt meiri eftirspurn en fyrri ár. „Þrátt fyrir að pantaðir hafi verið mikið fleiri skammtar en undanfarin ár þá er ljóst að það dugar ekki til og ekki mun meira berast til landsins að svo stöddu,“ segir á Hsn.is.
Meira

Skagfirðingar vilja jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar

Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar og segir í bókun sveitarstjórnar að nú sem aldrei fyrr sé lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga séu ekki heldur til að bæta ástandið.
Meira