Fréttir

Fjögur ný Íslandsmet sett um helgina í Norrænu trapi

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi á nýjum NT velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Fram kemur á Facebooksíðu skotfélagsins að veður hafi verið með eindæmum gott og var skotið við bestu mögulegu aðstæður þar sem sól og logn var nær alla helgina. Alls mættu 16 keppendur til leiks frá fimm félögum, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (SIH), Skotfélaginu Markviss Blönduósi (MAV), Skotfélagi Húsavíkur (SKH), Skotfélagi Reykjavíkur (SR) og Skotfélagi Ólafsfjarðar (SKÓ).
Meira

Ráðstefna og gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í samstarfi Háskólans á Hólum og gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem niðurstöður gæðaúttektar á starfi skólans verða kynntar og ræddar, samhliða umræðu um gæðamál íslenskra háskóla almennt og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Ráðstefnan verður á netinu, fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá og skráningu má nálgast á vef skólans: www.holar.is
Meira

Frábær liðssigur Stólastúlkna í toppslagnum í Keflavík

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í dag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó í flottum fótboltaleik. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól.
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum

Tindastóll fékk illa á baukinn í dag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krókinn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildarinnar í sumar.
Meira

Vegagerðin ætlar að rjúfa varnalínu búfjárveikivarna

Vegagerðin áformar að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn en þau eru mikilvægur þáttur í búfjárveikivörnum milli varnarhólfa. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um og benda á að það grindarhlið sem fjarlægja á í Skagafirði skilur að virkasta riðusvæðis landsins og öðru sem hefur verið laust við riðu í tvo áratugi.
Meira

„Ég mun aldrei aftur kvarta yfir því að þurfa að fara í tveggja tíma ferð í útileik“

Fjórir breskir leikmenn eru á mála hjá karlaliði Tindastóls sem tekur þátt í 3. deildinni í sumar. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Michael Ford sem hefur átt fína leiki í vörninni og skoraði sitt fyrsta mark skömmu fyrir Covid-truflun 2. Hann segist alla jafna spila á miðjunni en hefur í gegnum stuttan feril einnig leyst flestar stöður í vörn.
Meira

Finni á Steini fagnaði 90 ára afmæli sínu með því að færa Ljósinu gjöf

Í gær greindi Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, frá góðri heimsókn norðan úr Skagafirði þegar Sigurfinnur Jónsson, Finni á Steini, á Sauðárkróki leit við ásamt fjölskyldu sinni, og færði því rúmar 350 þúsund krónur að gjöf.
Meira

Færri starfsmenn í sláturtíð

Stefnt er á að hefja slátrun hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki nk. þriðjudag 25. ágúst og áætlað að sláturtíðin standi fram undir lok október sem ræðst að framboði sláturfjár. „Það skiptir miklu máli að ná góðri nýtingu á afkastagetu í slátrun á hverjum tíma og samfelldri sláturtíð. Í haust byrjum við aðeins fyrr en venjulega og förum hægar af stað til að þjálfa upp starfsfólk,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður KKS.
Meira

Nýr viðskiptavefur hjá SKVH

Breytingar hafa verið gerðar hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga fyrir komandi sláturtíð. Í stað þess að senda út vigtarseðla og afreikninga hefur nýr viðskiptavefur verið settur upp þar sem innleggjendur og aðrir viðskiptamenn sláturhússins geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og nálgast öll sín gögn þar.
Meira