Fréttir

BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri endurnýja samstarfssamning

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri undirrituðu nýlega samning um endurnýjun samstarfs milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt samstarf frá stofnun BioPol árið 2007.
Meira

Öskudagur framundan og kötturinn sleginn úr tunnunni

Öskudagsskemmtun foreldrafélags Árskóla fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13:30 – 1:30. Á skemmtuninni verður margt um að vera og allir velkomnir.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks á frívaktinni í kvöld

Í kvöld verður Leikfélag Sauðárkróks með sinn fyrsta fund vegna Sæluvikuleikritsins Á frívaktinni sem er frumsamið verk Péturs Guðjónssonar sem er Skagfirðingum að góðu kunnur fyrir leikstjórn bæði hjá LS og leikhóp NFNV. Leikritið skartar mörgum persónum og því óskar LS eftir fólki sem áhuga hefur á því að stíga á svið eða starfa við sýninguna á annan hátt.
Meira

Elskar ekkert meira en að skora mark - Íþróttagarpurinn Krista Sól Nielsen

Krista Sól Nielsen er knattspyrnukona í Tindastól, búsett á Sauðárkróki dóttir Ernu Nielsen og Gests Sigurjónssonar. Hún er af árgangi 2002 og þrátt fyrir ungan aldur var hún orðinn lykilmaður í meistaraflokki þar til hún meiddist illa í hné en er nú í miðju bataferli. Við athöfn Menningarsjóðs KS fyrir jól fékk Krista Sól afhentan afreksbikar Stefáns Guðmundssonar og Hrafnhildar Stefánsdóttur, en í umsögn um Kristu kom fram að hún lifi fyrir íþróttina og hafi alla tíð verið metnaðargjörn. „Hún er frábær einstaklingur, mikil keppniskona og hún mun koma sterk til baka.“ Krista er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís fagnar tíu ára starfi

Kvennakórinn Sóldís fagnar því á þessu ári að tíu ár eru liðin frá stofnun hans og er þetta starfsár því það tíunda í röðinni. Kórinn var stofnaður af þremur kraftmiklum konum, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki og Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu en þær hafa skipað stjórn kórsins frá upphafi. Stjórnandi kórsins er er Helga Rós Indriðadóttir.
Meira

Að flytja heim... Áskorandapenni :: Sunna Björk Björnsdóttir Sauðárkróki

Við fjölskyldan fluttum norður, heim, úr sollinum fyrir sunnan, veturinn 2017-2018. Reyndar flutti einn fjölskyldumeðlimur í einu yfir töluvert langt tímabil en þrátt fyrir það höfum aðlagast ljómandi vel, að okkur finnst. Að búa í Skagafirði, gefur svo ótrúlega margt.
Meira

Er vinnustaður bara hugarástand? - Vefráðstefna SSNV

Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar klukkan 10:00, stendur SSNV fyrir vefráðstefnu um möguleika dreifðra byggða þegar kemur að svokölluðum skrifstofusetrum (e. coworking space). Vefráðstefna þessi er hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun.
Meira

Skimun getur bjargað lífi – hugaðu að heilsunni og pantaðu tíma

Krabbameinsfélagið býður upp á brjóstamyndatöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki daganna 24-27. febrúar og á Blönduósi daganna 2. - 3. mars. Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.
Meira

Helena söng til sigurs í Söngkeppni NFNV

Helena Erla Árnadóttir sigraði í Söngkeppni NFNV sem fram fór í gærkvöldi með lagið Anyone eftir Demi Lovato. Í öðru sæti hafnaði Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið Bring Him Home eftir Colm Wilkinson og Ingi Sigþór Gunnarsson endaði í þriðja sæti með lagið Á sjó með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Meira