Fréttir

Þrjár nýjar Stólastúlkur

Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Meira

Rugludalur í Blöndudal - Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er víst afargamalt. Finst fyrst í jarðaskiftabrjefi frá 1390 (DI. III. 452-3) ritað Rýglu- tvívegis, en í athugagr. neðanmáls er þess getið að lesa megi ruglu- í brjefinu, og auk þess er brjefið afrit „með norsku handarlagi“. Í reikningi Reynistaðarklausturs 1446 stendur: Rögla- og það á bersýnilega að vera Ruglu- því skráin er víða norsku-skotin (DL IV. 701).
Meira

Fótboltinn aftur af stað

Knattspyrnukempur eru komnar í startholurnar eftir að leyfi fékkst til að halda áfram keppni á Íslandsmótunum sem sett voru á ís í lok júlí. Leikið verður á Sauðárkróksvelli á sunnudaginn kl. 16:00 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Lengjudeild kvenna. Á sama tíma spila strákarnir á Egilsstöðum við lið Hugins/Hattar. Rétt er að benda á að enn um sinn mega áhorfendur ekki mæta á vellina en TindastóllTV sýnir væntanlega heimaleiki Tindastóls þannig að baráttan í boltanum á ekki að þurfa að fara framhjá stuðningsmönnum.
Meira

Steinull hf. semur við Fjölnet

Steinull hf. endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman í fjölda ára með góðum árangri. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu
Meira

Olíutankarnir á Króknum fara á Vestfirðina

Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem mikinn svip hafa sett á umhverfi Eyrarinnar á Sauðárkróki, af stöllum sínum og bíða komu norska flutningaskipsins Rotsund sem mun flytja þá á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
Meira

Sögur frá landi í Sjónvarpinu í kvöld

Það má sennilega fullyrða að Norðurland vestra hafi fengið óvenju mikla athygli í sjónvarpsstofum landsmanna í sumar en bæði N4 og Landaþættir RÚV hafa verið duglegir að banka upp á hjá okkur. Í kvöld sýnir RÚV fyrsta þátt af þremur sem kallast Sögur frá landi og eru teknir upp á Norðurlandi vestra.
Meira

Marteinn nýr framkvæmdastjóri Veltis

Marteinn Jónsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra verslunar- og þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Veltir er sölu- og þjónustuumboð fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla.
Meira

Breyttar reglur um takmörkun á samkomum

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á miðnætti í kvöld verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk.
Meira

Vaxandi sunnanátt með gulri viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland en búist er við suðvestan storm í kvöld og nótt 15-23 metra á sekúndu með rigningu og hviðum að 40 m/s. Það þýðir að varasamt getur verið fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.
Meira

Miðfjarðará nálgast þúsund laxa

Góð laxveiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarnar vikur og síðusta vika gaf 191 lax. Áin er komin í þriðja sætið yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt vef Landsambands veiðifélaga. Þann 5. ágúst síðastliðinn höfðu veiðst 920 laxar í ánnir á tíu stangir en 7. ágúst í fyrra höfðu veiðst 767 laxar. Veiðin er þó talsvert minni en hún var árið 2018 en þá höfðu veiðst 1.682 laxar um svipað leyti.
Meira