Fréttir

Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.
Meira

Simmons og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöldið þar sem greint er frá því að Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Gerel Simmons hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann yfirgefi herbúðir Stólanna og leiti á önnur mið.
Meira

Pétur Rúnar, afmælisbarn dagsins, leikur með íslenska körfuknattleiksliðinu í kvöld

Körfuboltakappinn í Tindastól, Pétur Rúnar Birgisson, fagnar 24 ára afmæli sínu í dag á leikdegi íslenska landsliðsins sem etur kappi við landslið Kosovo í Pristhina og fékk hann að sjálfsögðu afmælisköku í tilefni dagsins. Leikurinn markar upphaf liðsins í forkeppni að undankeppni HM 2023 og verður í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18.
Meira

Greta Clough ráðin markaðs- og viðburðarstjórnand Prjónagleði 2020

Greta Clough hefur verið ráðin sem markaðs- og viðburðarstjórnanda Prjónagleðinnar 2020 sem haldin verður á Blönduósi dagana 12.-14. júní næstkomandi en Textílmiðstöð Íslands hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til ráðningarinnar. Greta tók til starfa þann 17. febrúar síðastliðinn að því er segir á Facebooksíðunni Textílmiðstöð Íslands - þekkingarsetur á Blönduósi.
Meira

Læknamiðill - Magnús Ólafsson skrifar

Öll þráum við að vera laus við að sjúkdómar herji á okkur, en stundum lendum við í slysum eða veikindum. Þá þarf að takast á við þá raun. Oftast getum við fengið góða hjálp frá okkar öfluga heilbrigðiskerfi, stundum næst ekki sá árangur, sem við vildum.
Meira

Jarðvinna að hefjast vegna viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra

Nú er að hefjast jarðvinna vegna viðbyggingar við grunnskóla Húnaþings vestra og er áætlað er að framkvæmdir við hana standi fram á sumar. Á meðan verður svæðið girt af með lausum girðingum.
Meira

Vel tókst til með borun á Reykjum

Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK.
Meira

Billie Eilish heillar mest þessa dagana / HALLDÓR GUNNAR

Nú er það Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson sem tjáir sig um Tón-lyst sína á síðum Feykis. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð árið 1981 og ólst þar upp, sonur Páls Önundarsonar og Magneu Guðmundsdóttur. „Móðir mín, Magnea, hefur búið á Varmalæk í Skagafirði í átján ár og er gift eðal drengnum Birni Sveinssuni,“ segir Halldór.
Meira

Kristinn Gísli og félagar hrepptu bronsverðlaun á Ólympíuleikum kokkalandsliða

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristin Gísla Jónsson innan borðs, hefur gert það gott á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi sem hófust þann 14. febrúar. Liðið vann til tvennra gullverðlauna, annars vegar fyrir Chef´s table og hins vegar í Hot Kitchen. „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!!!“ er skrifað á Facebook-síðu Kokkalandsliðsins en verðlaunaafhendingin fór fram fyrir stundu og hreppti liðið bronsverðlaunin í samanlögðu stigaskori. Norðmenn unnu gullið og Svíar silfrið.
Meira

Karlakórinn Heimir á faraldsfæti - Uppfært, tónleikum Heimis á Blönduósi frestað!

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta tónleikum Karlakórsins Heimis sem fyrirhugað var að halda á Blönduósi fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Heimismenn eru þó ekki af baki dottnir, og munu heimsækja Blönduós við fyrsta tækifæri, það verður nánar auglýst síðar.
Meira