Fréttir

Samkomuhald um Laufskálaréttarhelgi fellur niður

Í tilkynningu frá stjórn Flugu ehf., eigenda og rekstarfélags reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki, segir að í ljósi aðstæðna muni allt samkomuhald á hennar vegum falla niður um Laufskálaréttarhelgi. Það þýðir að ekki verður haldin sýning á föstudagskvöldi né ball á laugardagskvöldi.
Meira

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Magnús Pétursson á Vindheimum skráir sögu föður síns

Út er komin bókin Lífshlaup athafnamanns, ævisaga Péturs Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns og athafnamanns frá Mýrdal, eftir son hans, Magnús Pétursson fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Magnús tileinkar bókina Pétri Óla bróður sínum. Þeir ólust upp hjá afa sínum og ömmu á Vindheimum í Skagafirði eftir skilnað foreldra sinna í Reykjavík.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist.
Meira

Nýr slökkvibíll væntanlegur á Skagaströnd

Slökkvilið Skagastrandar ætlar að fjárfesta í nýjum slökkvibíl. Á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í síðustu viku var lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnik Berlin í bifreið af tegundinni Man TGM. Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og 300 lítra froðutank ásamt því að vera búin öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bíllinn kostar um 35 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um kaupin.
Meira

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira

Fræðsludegi 2020 í Skagafirði aflýst

Til stóð að hinn árlegi fræðsludagur skólanna í Skagafirði yrði haldinn síðastliðinn mánudag, 17. ágúst, í Miðgarði í Varmahlíð. Því miður varð að aflýsa fræðsludeginum í þetta sinn vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19. Kom þetta fram á heimasíðu Sveitarfélags Skagafjarðar í vikunni, en von var á u.þ.b. 230 þátttakendum, starfsfólki úr leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, starfsfólki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og starfsfólki Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra.
Meira

Blanda komin á yfirfall og veiði hætt

Miðfjarðará rauf þúsund laxa múrinn í vikunni og að kvöldi 12. ágúst var búið að veiða 1.121 lax í ánni. Vikuveiðin var 201 lax og er því góður gangur í laxveiðinni þar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga. Blanda, sem nú er komin á yfirfall, er komin í 475 laxa sem er heldur minni veiði en á sama tíma í fyrra en talsverðar breytingar voru gerðar á veiðifyrirkomulagi í ánni í sumar. Maðkur var bannaður og sleppiskylda sett á stórlax og kvóti á smálax. Veiði hefur nú verið hætt í Blöndu á meðan hún er á yfirfalli.
Meira

Afstæðar sóttvarnarreglur

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í fyrirsvari fyrir aðgerðum gegn illvígri og bráðsmitandi drepsótt. Það þarf að takmarka verulega samskipti fólks og jafnvel banna samneyti ættingja, vina, vinnufélaga og vandalausra til þess að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að fólk smitist, sjálfu sér og öðrum til tjóns.
Meira