Fréttir

Gagnvirkt vefsvæði fyrir ferðalagið

Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta verkefni sem MAS hefur ráðist í.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á eldi í Húnaþingi

Eftir rólega byrjun í 4. deildinni í sumar hefur lið Húnvetninga, Kormákur/Hvöt, gert gott mót að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð og sitja nú á toppi B-riðils. Um helgina léku strákarnir á Hvammstangavelli við sunnlendingana í KFR sem voru fyrir leikinn í öðru sæti riðilsins, sæti ofar en K/H. Það var því ekki ónýtt að leggja gestina að velli en lokatölur voru 2-1.
Meira

Sveitir GSS stóðu sig vel á Íslandsmóti golfklúbba

Um helgina fór fram keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir GSS stóðu sig mjög vel í keppni við sterkar sveitir. Kvennasveitin varð í 6. sæti í efstu deild og karlasveitin í 6. sæti í annarri deild. Til að setja árangurinn í samhengi þá er rétt að geta þess að golf er næst vinsælasta íþrótt landsins meðal fullorðinna. Tugir þúsunda eru skráðir í golfklúbba og bestu einstaklingar hvers klúbbs keppa að jafnaði fyrir hönd hans á Íslandsmótinu.
Meira

Skonsutertur og reyktur silungur í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina

Að venju bjóða Húsfreyjurnar í Hamarsbúð upp á kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina. Hlaðborð Húsfreyjanna byggir á grónum matarhefðum Vatnsness og boðið er upp á rjómapönnukökur, parta, skonsutertu, reyktan silung og kæfu, rabarbaraköku, randalínu, kanil- sem og möndlutertu og margt annað gómsætt og gott.
Meira

Stólarnir stálu stigi á Kópavogsvelli

57 áhorfendur sáu lið Tindastóls stela nettu stigi þegar strákarnir gerðu 3-3 jafntefli gegn liði Augnabliks í 3. deildinni í dag. Kópavogspiltarnir voru lengstum betra liðið en Stólarnir sýndu hörku karakter og neituðu að lúta í gras og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr kössunum í haust – eða þannig.
Meira

Ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt:: Áskorandapenninn Júlíus Róbertsson, Hrútafirði

Rassmass, minn uppáhalds frændi, skoraði á mig að skrifa pistil og ber ég honum litlar þakkir fyrir. Þó yljaði það mér um minn beina haus að heyra hversu beinn honum þykir hann vera. Tel ég að hann hafi beinkast mikið eftir því sem höfuðhárunum fækkaði, aldurinn hækkaði og bumban stækkaði. Ég er ekki sammála því að hans perulaga haus sé ekki beinn. Þetta er allt spurning um hvernig maður lítur á hausana.
Meira

Kúskerpi í Blönduhlíð - Torskilin bæjarnöfn

Sú elzta heimild, sem jeg hef fundið um þetta bæjarnafn, er vitnisburðarbrjef um hundraðatal á jörðinni Kúskerpi, dagsett 24. Maí 1442 (Dipl. Ísl. IV. b., 625). Bæjarnafnið er í frumriti brjefsins, sem er til í Handritasafni Árna Magnússonar, nákvæmlega stafsett, eins þá, sem nú: Kúskerpi.
Meira

Kammersveitin Elja í Miðgarði 30. júlí

Kammersveitin Elja kemur fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 30. júlí kl. 20. Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri. Hægt verður að kaupa miða við hurð. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í tónleikaferð hennar um landið, nánari upplýsingar um miðasölu og tónleikaferðina í heild má nálgast hér.
Meira

Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði

Í endaðan maí síðastliðnum skrifuðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Í frétt um málið sagði að viljayfirlýsingin samræmist stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira

Drangeyjarbryggjan ónýt

Í vonda veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku, um miðjan júlí, vildi ekki betur til en svo að flotbryggjan við Drangey losnaði og er nú gjörónýt. Er því ófært út í eyju eins og staðan er í dag og ljóst að mikið tjón hefur orðið fyrir ferðaþjónustuaðilann í eyjunni, Drangeyjarferðir.
Meira