Fréttir

Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið

Meira

Fiskikör skulu vera hrein

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar hafa víða orðið varir við óhreinindi í fiskikörum eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar en reglulega berast kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Kör sem notuð eru fyrir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun en óæskilegt er að nota fiskikör fyrir annað en matvæli.
Meira

Fékk spjald fyrir að reyna að tefja :: Liðið mitt Jónas Aron Ólafsson Sauðárkróki

Jónas Aron Ólafsson er tvítugur knattspyrnumaður í Tindastól, lék alla leiki liðsins í sumar og er einn máttarstólpa liðsins. Í vetur dvelur hann á Akureyri og stundar nám í Háskólanum þar í bæ. Jónas er aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skipar sér þar með á bekk með afa sínum og nafna Jónasi Svavarssyni sem líklega hafði eitthvað með það að gera. Jónas Aron svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Sterkur kjarni heimamanna skrifar undir til næstu tveggja ára hjá körfuknattleiksdeild Tindastól

Í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls að samningar hafi verið undirritaðir við góðan kjarna heimamanna til næstu tveggja ára. Þetta er í samræmi við þá uppbyggingu á liðinu sem til kom með þriggja ára ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar síðastliðið vor. „Við höfum mikla trú á því að til að ná árangri í körfubolta þurfum við góðan kjarna heimamanna með skynsömum viðbótum,“ sagði Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar á blaðamannafundi í húsakynnum sýndarveruleika 1238 í dag.
Meira

Uppfærsla á ferðamannabæklingi um Norðurland

Nú styttist í að uppfærsla á ferðamannabæklingnum North Iceland Official Tourist Guide hefjist. Í tilkynningu frá markaðsstofu Norðurlands er vakin athygli á því að samstarfsfyrirtæki hafa frest til 14. febrúar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um sig. Einnig er bent á að gott er að kíkja á skráninguna á northiceland.is og sjá hvort gera þurfi breytingar þar.
Meira

Brúðuleikverkið Sæhjarta frumsýnt á Hvammstanga

Brúðuleikhúsið Handbendi frumsýnir verkið Sæhjarta eftir Gretu Clough í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 11. febrúar næstkomandi klukkan 20:00. Sæhjarta er einleikið brúðuleikverk fyrir fullorðna og er það höfundurinn, Greta Clough, sem fer með hlutverk í verkinu. Leikstjóri er Sigurður Líndal, tónlist og hljóðmynd eru í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður

Vetrarfærð er nú í öllum landshlutum en mikið hefur snjóað á Norðurlandi í nótt. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er unnið að hreinsun. Þegar þetta er skrifað, um kl. hálf tíu, hefur Þverárfjallsveginum verið lokað sem og Ólafsfjarðarmúla þar sem er snjóflóðahætta.
Meira

Tindastólsmenn sterkari á Akureyri

Tindastólsmenn brunuðu norður á Akureyri í gær og léku við sprækt lið Þórsara í 16. umferð Dominos-deildarinnar. Heimamenn voru vel studdir og stemningin mögnuð í Höllinni en ríflega 500 manns skemmtu sér vel yfir fjörugum leik liðanna. Það væri kannski synd að segja að leikurinn hafi verið jafn en lið Þórs var þó aldrei nema góðum spretti frá því að stríða Stólunum. Strákarnir okkar stóðu í lappirnar á lokakaflanum og fleyttu heim góðum stiga sigri og fóru kátir heim á Krók með tvö stig í pokanum. Lokatölur 86-96.
Meira

Ný gámasvæði í Skagafirði verði mönnuð á opnunartímum

Á vegum um hverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar er unnið að stefnumótun varðandi sorphirðu í dreifbýli en ljóst þykir að leita þarf leiða til að minnka útgjöld. Ellegar þarf að afla aukinna tekna í málaflokknum sem rekinn hefur verið með miklum halla undanfarin ár og er bilið milli gjalda og tekna mun meira í dreifbýli en þéttbýli.
Meira

Leikskólar í Skagafirði og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Í Skagafirði höfum við þrjá frábæra leikskóla þar sem um 80 starfsmenn kenna 240 börnum. Í leikskólunum er unnið faglegt og metnaðarfullt starf sem undirbýr börnin okkar undir lífið og áframhaldandi nám. Þó að leikskólarnir okkar séu frábærar menntastofnanir þá felast áskoranir í því að að reka svo stórar einingar í kviku samfélagi. Leikskólarnir hafa undanfarið glímt við margskonar áskoranir, meðal annars manneklu og fækkun á menntuðu starfsfólki. Ljóst er að með nýju leyfisbréfi sem tók gildi nú um áramótin geti sú staða jafnvel versnað. Af þeim sökum óskaði fræðslunefnd eftir því síðastliðið haust að skipaður yrði starfshópur um starfsumhverfi leikskólanna. Var starfshópurinn skipaður stjórnendum, deildarstjórum og kennurum úr leikskólum Skagafjarðar auk starfsmönnum fræðsluþjónustu. Starfshópurinn vann hratt og vel og skilaði niðurstöðum til nefndarinnar í lok síðasta árs.
Meira