Fréttir

Slæmt veður yfir verslunarmannahelgina

Veðurútlitið er frekar napurt fyrir verslunarmannahelgina. Heldur blautt veður er framundan og búið er að gefa út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna úrkomu og aurskriða. Nú þegar hefur þjóðvegi eitt um Öræfin verið lokað tímabundið í dag vegna veðurs.
Meira

Tilkynning frá Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi

Ákveðið hefur verið að loka fyrir aðgengi að Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi á meðan hertar reglur um sóttvarnir eru í gildi. Ómögulegt er að komast hjá að brjóta 2m regluna í Kvennaskólanum og því er álitið að ekki sé forsvaranlegt að hafa opið.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina frestast

Áður auglýstum viðburði, Kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina, hefur nú verið aflýst vegna hertra reglna sóttvarnarlæknis. „Þykir Húsfreyjum miður að þurfa að fresta kaffinu en þær vilji virða sóttvarnarreglur í hvívetna og hvetja aðra að gera slíkt hið saman. Það sé öllum fyrir bestu,“ segir í tilkynningu frá Húsfreyjunum.
Meira

Hertari aðgerðir vegna COVID-19: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomutakmarkanir

Á hádegi í dag, 31. Júlí, taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Meira

Alþingi er ekki leikfang stjórnmálaflokkanna - Umsögn stjórnarskárfélagsins

Stjórnarskrárfélagið hefur í fyrri umsögnum um tillögur að stjórnarskrárbreytingum, sem komið hafa frá formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi undanfarið, hvatt til þess að lýðræðisleg vinnubrögð yrðu tekin upp og unnið að lögfestingu nýrrar og endurskoðaðrar stjórnarskrár í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðaði til 20. október 2012. Þau frumvarpsdrög sem hér eru til umsagnar eru enn einn vitnisburðurinn um að formenn flokkanna hafa ekki látið sér segjast og ætla ekki að virða vilja kjósenda og úrslit kosninganna. Þvert á móti er áfram unnið eins vilji stjórnmálaflokkanna eigi að ráða en ekki lýðræðislegur vilji fólksins. Félagið sér því ekki ástæðu til að fjalla efnislega um þessi drög heldur ítrekar að fullveldið er hjá þjóðinni og það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn.
Meira

Ljúfir tónar og þytur pilsa í Glaumbæ

Síðastliðinn föstudag, 25. júlí, var boðið upp á þjóðlega tóna í Glaumbæ. Þá komu saman Pilaþytskonur og Eyjólfur mætti með langspilið sitt. Var því glatt á hjalla í gamla bænum. Meðfylgjandi myndir birti Byggðasafn Skagfirðinga á Facebook síðu sinni og fannst Feyki tilvalið að deila þeim með lesendum sínum.
Meira

Fæðingarsögur feðra

Oftast er það þannig að meiri athygli lendir á móður en föður við fæðingu barns, eftir fæðingu og einnig á meðgöngu. Feður vilja því stundum verða útundan í fæðingarumræðunni. Því vilja Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir breyta og hyggjast gefa út bók um fæðingarsögur feðra.
Meira

Öxin, Agnes og Friðrik - síðustu sýningar á Sögulofti Landnámssetursins

Síðustu sýningar Magnúsar Ólafssonar á Öxin, Agnes og Friðrik sem fara fram á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi verða föstudaginn 31. júlí klukkan 20 og laugardaginn 1. ágúst klukkan 16. Þeir sem hafa komið á sýninguna á Söguloftinu eða farið með sögumanni í hestaferðir um söguslóðir fá ókeypis leiðsögn um sögustaði sögunnar í Húnaþing sunnudaginn 2. ágúst eða mánudaginn 3. ágúst, á frídegi verslunarmanna.
Meira

Shawn Glover á Krókinn

Körfuboltadeild Tindastóls hefur bundið endahnútinn á leikmannakaupin hjá karlaliðinu fyrir næsta tímabil en í dag var staðfest að Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover kæmi til liðsins. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara, er Glover kraftframherji sem spilað hefur á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrugvæ
Meira

Fyrsta tap sumarsins staðreynd á Ásvöllum

Lið Tindastóls og Hauka áttust við í 7. umferð Lengjudeildar kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stólastúlkur sátu á toppnum fyrir umferðina en þær náðu aldrei vopnum sínum í leiknum og vinnusamar heimastúlkur gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og unnu leikinn því 2-0. Sem var auðvitað hundfúlt þó ekki nema vegna þess að leikurinn var í beinni á Stöð2Sport og alveg örugglega fyrsti knattspyrnuleikurinn sem sýndur er með Tindastól í beinni á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum.
Meira