Fréttir

Landsbyggðarleikarnir :: Áskorendapenni - Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði

Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar.
Meira

Innbakaðar grísakótilettur

Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson voru matgæðingar Feykis í sjötta tbl. 2018. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar.
Meira

Sofandi skipsstjórar algeng orsök skipsstranda

Frá árinu 2000 má rekja 43 skipsströnd við Ísland til þess að stjórnandi þess sofnaði, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Meðalvökutími skipsstjórnenda í þessum tilfellum var um 24 klukkustundir en fór allt upp í 40 klukkustundir. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknanefndar samgönguslysa sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Miðasölu á Króksblót lýkur í dag

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Króksblót 2020 en miðasölu í Blóma og gjafabúðinni lýkur í dag, föstudaginn 7. febrúar. Allt stefnir í hörkublót að sögn Hjartar Geirmundssonar sem leitt hefur undirbúningsvinnu ´67 árgangsins fyrir blótið.
Meira

Margar tilnefningar um framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Í janúarmánuði auglýstu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra árið 2019, annars vegar um verkefni á sviði menningar og hins vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Frestur til tilnefninga rann út þann 2. febrúar síðastliðinn.
Meira

Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið

Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira

Viðbjóðslegt drasl á meðal flokkaðs rusls

Starfsfólk Flokku á Sauðárkróki hafa brugðið á það ráð að sleppa því að losa grænar tunnur sem ekki er flokkað nægilega vel í og stendur til að herða það enn frekar. Verða þá engar óflokkaðar grænar tunnur losaðar. Á Fésbókarsíðu fyrirtækisins voru birtar myndir í morgun sem sýna vægast sagt dapurlegar myndir af rusli sem ætti að vera flokkað og hreint en þvælist fyrir þeim sem handflokka allt efnið í fimm flokka.
Meira

Viggó kveður skíðasvæðið eftir 20 ára starf

„Þetta var eins góður dagur og mögulegt var. Það hjálpaðist allt að, gott veður, gott færi og frábær snjór um allan Stólinn og þó víðar væri leitað. Það gekk bara allt upp, í einu orði sagt dásamlegur dagur,“ sagði Viggó Jónsson, staðarhaldari skíðasvæðisins, í nýjasta Feyki er hann var inntur eftir því hvernig hefði gengið er nýja skíðalyftan var vígð á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól sl. sunnudag. Nú er komið að tímamótum hjá Viggó þar sem hann hættir hjá skíðadeildinni nú um helgina og er því að klára sína síðustu viku í starfi framkvæmdastjóra deildarinnar.
Meira

„Næstu tvö ár verða erfið“

Viðræður standa yfir við Arnar Skúla Atlason um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu. Rangt var farið með í Feyki að búið væri að skrifað undir samninga. Að sögn Rúnars Rúnarssonar sitjandi formanns deildarinnar verður í beinu framhaldi farið í að klára að manna liðið.
Meira

Flóð og feikna hviður í Skagafirði

Veður er að ganga niður á Norðurlandi vestra en bálhvasst hefur verið í allan dag. Í morgun var veðrið hvað verst og vindhraði mældist yfir 55 metra á sekúndum í verstu hviðunum við Stafá á mótum Sléttuhlíðar og Fljóta. Í hlýindunum og hlákunni hafa ár víða flætt yfir bakka sína og er Eylendi Skagafjarðar komið á kaf.
Meira