Fréttir

Bændamarkaðurinn á Hofsósi fellur niður

Ákveðið hefur verið að hætta við bændamarkaðinn sem halda átti laugardaginn 8. ágúst í Pakkhúsinu á Hofsósi sökum COVID-19. Kemur þetta fram á Facebooksíðunni Matarkistan Skagafjörður.
Meira

Vegaframkvæmdir á Sauðárkróki í dag

Í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, verða vegaframkvæmdir frá leikskólanum Ársölum (eldra stig) að Túngötu (sjá meðfylgjandi mynd). Einnig verða vegaframkvæmdir í kringum kirkjugarðinn á Sauðárkróki. Kemur þetta fram á Facebooksíðu Sveitarfélags Skagafjarðar.
Meira

Sterkur sigur toppliðs Kormáks/Hvatar á einu af toppliðum B-riðils

Keppni í B-riðli 4. deildar í knattspyrnu er æsispennandi en rétt áður en COVID-frestun skall á í síðustu viku þá áttust lið Kormáks/Hvatar og SR við á Blönduósvelli. Fyrir leikinn voru Húnvetningarnir í efsta sæti riðilsins með 13 stig en SR, sem er b-lið Þróttara í Reykjavík, var í öðru sæti með 12 stig. Það var því mikið undir en heimamenn poppuðu upp með stigin þrjú eftir hörkuleik.
Meira

Hólahátíð fellur niður

Hin árlega Hólahátíð sem fara átti fram 15. og 16. ágúst, hefur verið felld niður vegna þeirra aðstæðna sem ríkja nú í þjóðfélaginu. Messan verður þó tekin upp í kirkjunni og útvarpað viku seinna eins og til stóð. Var þetta tilkynnt á vef kirkjunnar.
Meira

Næturnar hlýrri í ágúst - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, 4. ágúst, komu átta félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar eftir sumarfrí. Farið var yfir spágildi fyrir júnímánuð og voru menn nokkuð sáttir, eftir því sem fram kemur í skeyti klúbbsins. Þar kemur fram að þó ekki hafi verið gefin formlega út spá fyrir júlí voru menn sammála um að veðrið hafi verið eins og lá í loftinu að það yrði og fátt sem kom á óvart.
Meira

Veislu Bjarna Har frestað

Ákveðið hefur verið að fresta afmælisveislu Bjarna Haraldssonar sem halda átti laugardaginn næstkomandi 8. ágúst í sal Frímúrarahússins á Sauðárkróki. Er þetta tilkynnt á FB síðu Verslunar Haraldar Júlíussonar fyrr í dag. Þar segir: Kæra fjölskylda og vinir pabba. Í ljósi breyttra aðstæðna vegna COVID-19, sjáum við okkur ekki annað fært að svo stöddu, enn að fresta 90 ára afmælisveislu elsku pabba okkar, sem halda átti laugardaginn næstkomandi. Vonandi verður hægt að fagna með honum síðar. Með vinsemd og kveðju, Bjarnabörn “
Meira

Söguferð um Húnaþing

Ferðafélag Skagfirðinga hyggur á söguferð í Húnaþing laugardaginn 8. ágúst nk. þar sem Magnús Ólafsson sagnameistari á Sveinsstöðum fer með göngufólk á söguslóðir. Samkvæmt tilkynningu frá Ferðafélaginu verður byrjað á Þrístöpum þar sem miklir atburðir áttu sér stað.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Stuðnings-Kríu

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sem hefur umsjón með mótframlagslánum til nýsköpunarfyrirtækja, hefur opnað fyrir umsóknir um mótframlagslán Stuðnings-Kríu og er umsóknafresturinn til 13. ágúst 2020.
Meira

Boðflennur

Athugasemd mín er ekki við einstakar greinar sem Alþingi er að föndra með, ekki bætur sem ríkisstjórnin, í samráði við formenn flokka eða fulltrúa þeirra, ætlar að sauma á gatslitna flík, ekki á neitt efnislegt frá ykkar hendi, því það sem þið ætlist fyrir, er vart sæmandi þjóðþingi í lýðræðislegu réttarríki. Athugasemd mín er í formi hugvekju, metafóru, líkingamáls, hvatningar, ögrunar, brýningar.
Meira

Glaðbeittir drengir á Goðamóti

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll og Kormákur/Hvöt sendu frá sér tvö lið.
Meira