Fréttir

50 ára afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf.
Meira

900 gestir á níu dögum á Nafla jarðar

Sunnudaginn 26. júlí síðastliðinn lauk sýningunni Nafli jarðar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós en þá hafði hún dregið að sér rúmlega 900 gesti á níu dögum. Á sýningunni gat að líta 123 verk eftir listamanninn, fræðimanninn og uppfinningamanninn Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) sem bjó á Blönduósi frá 1944 til dauðadags.
Meira

Vilkó fær viðbótarhúsnæði

Á fréttavef Húna segir frá því að föstudaginn 24. Júlí síðastliðinn hafi Vilkó formlega fengið afhenta nýbyggingu fyrir starfsmenn Vilkó. Var það Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar sem afhenti Kára Kárasyni lyklavöldin. Viðstaddir athöfnina voru starfsmenn Vilkó og Ámundakinnar ásamt verktökum er að verkinu komu.
Meira

Sumarleikhús æskunnar sýnir Draum á Jónsmessunótt

Uppsetnig Sumarleikhúss æskunnar í ár verður Draumur á Jónsmessunótt. Sumarleikhús æskunnar er verkefni í eigu Handbendi brúðuleikhúss, en í ár er það sjálfur listrænn stjórnandi brúðuleikhússins, Greta Clough, sem leikstýrir styttri leikgerð á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Arnar Hrólfsson verður aðstoðarleikstjóri.
Meira

Laxveiðin heldur skárri en í fyrra

Laxveiði í húnvetnskum laxveiðiám er dræm eins og víðast hvar á landinu. Hún er þó í flestum tilfellum skárri en í fyrra. Mest af laxi hefur veiðst í Miðfjarðará eða 729 laxar og skilaði vikuveiðin 189 löxum. Um svipað leyti í fyrra höfðust veiðst 647 laxar í ánni en árið 2018 voru þeir orðnir 1.422 talsins. Miðfjarðará er nú í fjórða sæti lista Landssambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu ár landsins. Engin önnur húnvetnsk á kemst í tíu efstu sætin og er af sem áður var.
Meira

Kartoffelpuffer og Käsekuchen

Meira

Auglýsing um skipulagsmál í Húnaþingi vestra

Byggðaráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Tillagan nær til Hrútatungu, iðnaðarsvæðis I-6 og tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt yfirbyggt tengivirki Landsnets.
Meira

Hertari sóttvarnarráðstafanir í sundlaugum

Vegna nýrra áherslna í sóttvarnaraðgerðum hafa sveitarfélögin Skagafjörður, Húnaþing og Húnaþing vestra gefið út tilkynningar um hertari reglur í sundlaugum svæðanna. Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum skal gestafjöldi laugarsvæða takmarkast við 100 manns hverju sinni næstu tvær vikurnar. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.
Meira

Króksmóti aflýst

Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana. Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:“ Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár....Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“
Meira

Hertar reglur í golfi og frestun Opna Steinullarmótsins

Golfklúbbur Skagafjarðar hefur sent frá sér tilkynningu vegna hertari aðgerða yfirvalda vegna COVID-19.
Meira