Fréttir

Gangnamannamaturinn

Það er bóndinn og ráðunauturinn Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sem var matgæðingurinn í tbl 37 en það var hún Ragnheiður Jóna sveitarstjóri Húnaþings vestra sem skoraði á hana að taka við af sér.
Meira

Auðvelt að verða „húkkt“ :: Nýliðar í golfi - Sigríður Garðarsdóttir

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Sigríður Garðarsdóttir er andlit Nýprents og pistlahöfundur hér í Feyki. Hún segir í viðtali við blaðamann ekki hafa verið duglega að spila fyrr en seinni part sumars og þá var ekki aftur snúið.
Meira

Ford A og Willys jeppi mættu á Dvalarheimilið á Sauðárkróki

Það þarf ekki alltaf mikið til að krydda tilveruna. Nú í vikunni fengu íbúar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki fína heimsókn þegar tveir stífbónaðir ellismellir renndu í hlað í boð bíladeildar Bjössa Sverris.
Meira

Skeggjastaðir í Miðfirði (Skeggvaldsstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Hæpið er að bærinn hafi upphaflega heitið Skeggkalls- (Safn IV. 443) enda finst sá ritháttur hvergi. Elzta vitnisburðarbrjet um nafnið, er frá árinu 1394 og síðan endurritað árið eftir og á báðum stöðum er nafnið ritað: Skeggalds- (DI. lll. 540 og 595). Jafnvel til 1700 hefir nafnið haldist lítið breytt, því Árni Magnússon ritar þá Skeggvalds- (eða Skegghalds-) (Jarðabók 1703). Eftir það gleymist nafnið, og jarðabækurnar hafa Skeggja- (og Ný Jb. bls. 98 hefir Skeggalds- (í svigum).
Meira

Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!

Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Meira

Grunur um nýtt riðutilfelli í Skagafirði

Sterkur grunur er um riðuveiki á Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi í Skagafirði og hefur Matvælastofnun sett bann á allan flutning líffjár (sauð- og geitfjár) innan Tröllaskagahólfs til bráðabirgða þar til greining hefur verið staðfest. Á heimasíðu MAST kemur fram að bóndinn á bænum hafi haft samband við starfandi dýralækni sem tilkynnti héraðsdýralækni um kind með einkenni riðuveiki.
Meira

Síðasti séns að styrkja sitt félag gegnum Sportpakka Stöðvar 2

Áskrifendur Sportpakka Stöðvar 2 geta látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu áskriftar að sjónvarpsrásinni til 1. júní 2021 en hægt er að velja það íþróttafélag sem hver og einn vill styrkja en áskrift kostar 3.990 kr. á mánuði. Tilboðið rennur út í dag.
Meira

3,1% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra í september

Húnahornið segir frá því að skráð atvinnuleysi í almenna bótakerfinu í september hafi verið minnst á Norðurlandi vestra eða 3,1% samkvæmt nýju yfirliti Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi á landinu öllu var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.
Meira

FNV fær titilinn Fyrirmyndarstofnun 2020

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í 3. sæti í könnun Sameykis á Fyrirmyndarstofnunum árið 2020 í flokknum Stofnun ársins með 50 starfsmenn eða fleiri. Skólinn hlýtur fyrir vikið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Fram kemur á heimasíðu FNV að starfsfólk skólans sé „soldið pínu stolt“ eins og sagt er upp á hreinræktaða króksku.
Meira

Íbúar geta haft áhrif á menntastefnu Húnaþings vestra

Hafin er vinna við gerð nýrrar menntastefnu fyrir Húnaþing vestra og gefst öllum íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að koma sínum hugmyndum og vangaveltum á framfæri á heimasíðu þess. Tilgangur menntastefnunnar er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Húnaþingi vestra og skerpa á forgangsröðun mikilvægustu umbótaverkefna.
Meira