Fréttir

24 sóttu Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki

Sjávarútvegsskóli unga fólksins var í boði í fyrsta skipti á Sauðárkróki í sumar en verkefnið er unnið í samstarfi vinnuskóla byggðarlaga, sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja tengdum sjávarútvegi á Sauðárkróki, Austfjörðum, Norðurlandi Eystra, Reykjavík, Vesturbyggð og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á Sauðárkróki var skólinn starfræktur í eina viku frá 22. júní til 25. júní.
Meira

Björn Líndal ráðinn kaupfélagsstjóri KVH

Stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Björn Líndal hefur síðustu ár starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna, en gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Níu milljóna Lottóvinningur í Fljótin

Það var stálheppinn viðskiptavinur hjá versluninni Ketilás í Fljótum sem smellhitti á allar tölur í Lottói vikunnar og hlýtur óskiptan 1. vinning sem var upp á rúmlega 9,1 milljón. Samkvæmt því sem fram kemur á Lottó.is skiptu fimm með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rétt rúmlega 80 þúsund í vinning.
Meira

Er ég leiðindaskjóða að vilja viðhalda 2ja metra reglunni ?

Ekki ætla ég að leggja mat á hvort ég sé almennt leiðinleg manneskja, en að undanförnu hef ég upplifað mig sem ferlega leiðindaskjóðu.
Meira

Knattspyrnan í pásu til og með 13. ágúst hið minnsta

Í gær varð ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fékk ekki undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu mætti hefjast á ný. Því hefur öllum leikjum í meistaraflokki, 2. og 3. flokki verið frestað til og með 13. ágúst nk. en þá ætti að vera komið í ljós hvert framhaldið verður í fótboltanum.
Meira

Afurðaverð 2020 - Sauðfjárbændur krefjast leiðréttinga á afurðaverði

Árin 2016 og 2017 varð algjört hrun á afurðaverði sauðfjárbænda. Ástæðurnar voru af ýmsum toga. Einkum verðfall á erlendum mörkuðum og óhagstæð gengisþróun. Afleiðingin kom m.a. fram í óhóflegri birgðasöfnun hjá sláturleyfishöfum og hruni í afurðaverði til bænda.
Meira

Útsvarstekjur hækka mest á Norðurlandi vestra

Útsvarstekjur sveitarfélaga hækkuðu hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra síðustu sex mánuði frá sama tímabili í fyrra í samanburði við aðra landshluta. Tekjur einstakra sveitarfélaga sveifluðust mismikið til hækkunar og lækkunar. Þannig lækkuðu útvarstekjur Skagabyggðar um 15,5% sem er mesta lækkun á landinu öllu. Samanlagðar útsvarstekjur hjá sveitarfélögunum í Húnavatnssýslum hækkuðu um 9,5% en um 2,3% ef tekur allra sveitarfélaga í landshlutanum er skoðaðar.
Meira

Íbúafjöldi stendur í stað milli mánaða

Engin breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í júlí en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Skagastrandar um 12 en fækkaði um 10 á Blönduósi. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.425 1. ágúst síðastliðinn sem er sami fjöldi og 1. júlí. Flestir búa í Sveitarfélaginu Skagafirði eða 4.100 og en þar fækkaði um þrjá milli mánaða.
Meira

Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.
Meira

Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví

Nú hefur COVID smit verið staðfest í öllum landshlutum. Samkvæmt tölum inni á covid.is er einn í einangrun á Norðurlandi vestra og fjórtán í sóttkví. Alls greindust fjögur smit síðasta sólarhringinn, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og tvö við landamærin. Heildarfjöldi einstaklinga í einangrun á landinu eru í dag er 97 og 795 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.
Meira