Fréttir

Bláir kossar Árna Gunnarssonar komnir út

„Diskurinn Bláir kossar er kominn út, loksins. Við erum búin að vera að vinna að þessu í rólegheitum í tvö ár núna,“ segir Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður á Sauðárkróki. Diskurinn er gefinn út á netinu í gegnum efnisveituna Tune Core, sem dreifir honum áfram til efnisveitna eins og Spotify, Youtube og Apple Store. Að sögn Árna verður síðar framleitt lítið upplag af diskinum fyrir búðir.
Meira

Kryddlegin folaldasteik og ljós skúffukaka

Matgæðingar Feykis í 17. tbl. FEykis árið 2018 voru Kristín Guðbjörg Snæland og Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson á Sauðárkróki. Þau deildu með lesendum uppskrift að kryddleginni folaldasteik og skúffuköku.
Meira

Fimm ný gjaldfrjáls vefnámskeið hjá Farskólanum

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bauð nýlega íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl. Námskeiðin, sem voru öllum opin og gjaldfrjáls fyrir íbúa landshlutans, vöktu mikla lukku og heppnuðust þau vel en alls sóttu 165 manns þessi námskeið. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða upp á fimm ný námskeið.
Meira

Aðeins sjónvarpsgreiðan stóð upp úr

Víðast hvar á Norðurlandi hefur kyngt niður snjó í vetur og nú þegar líða fór á veturinn og veðrið heldur að skána þá fóru sumarhúsaeigendur að kanna aðstæður við hús sín. Í sumum tilfellum þurfti hreinlega að leita að bústöðunum og á samfélagsmiðlum hefur mátt sjá myndir af fólki að grafa bústaði sína upp en stundum hefur ekki sést grilla í þá í snjónum.
Meira

UMSS 110 ára

Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, fagnar 110 ára afmæli í dag en félagið var stofnað þann 17. apríl árið 1910. Stofnendur sambandsins voru þrjú ungmennafélög í Skagafirði, Ungmennafélagið Æskan Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi en bráðabirgðastjórn hafði þá setið frá 20. febrúar sama ár. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð þeim Brynleifi Tobíassyni sem var formaður, Árna J. Hafstað, ritara og Jóni Sigurðssyni, gjaldkera.
Meira

Ný vefsýning á vef Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur gefið út vefsýningu sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Ber sýningin nafnið Að koma ull í fat.
Meira

Athugað með hvítabjarnarspor á Skaga

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk ábendingu um torkennileg spor í nágrenni sveitabæjar norðarlega á Skaga seint sl. laugardagskvöld og vöknuðu grunsemdir þá þegar að hugsanlega væri um ísbjarnarspor að ræða. Lögreglan fór á vettvang á sunnudagsmorgun og voru ummerkin mjög ógreinileg, segir á Facebooksíðu lögreglunnar, og erfitt að meta eftir hvað umrædd för væru.
Meira

Börn, íþróttir og ylrækt

Þegar vorar og sól hækkar á lofti verður mörgum tamt að grípa til orðtaksins, að nú sé tími til að rækta garðinn sinn og öll þekkjum við óeiginlega merkingu orðtaksins sem bregður fyrir allan ársins hring. Þegar við göngum í gegnum umrótartíma eins og nú, þá er okkur ofarlega í huga að samfélagið komist um síðir öflugt frá þessum hremmingum, bæði hvað varðar mannlífið og ekki síður hvað innviði samfélagsins snertir, atvinnu- og viðskiptalíf.
Meira

Smávirkjanasjóður auglýsir eftir umsóknum

Smávirkjanasjóður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikilvægt að halda fókus þó veður sé gott

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi og segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Meira