Fréttir

Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum.
Meira

Tindastólssigur á Selfossi

Lið Tindastóls sótti Selfoss heim í 32 liða úrslitum Geysis-bikarsins í kvöld. Lið heimamanna leikur í 1. deildinni og hafa unnið einn leik en tapað þremur. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir yfirhöndinni í öðrum leikhluta og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir það þó svo að Selfyssingar hafi bitið frá sér. Lokatölur voru 68-83 og lið Tindastóls því komið áfram.
Meira

Varmahlíðarskóli sýnir Kardimommubæinn

Það verður kátt í Miðgarði á miðvikudaginn kemur, þann 6. nóvember, þegar bíræfnir ræningjar, Soffía frænka og fleiri vel kunnar persónur stíga þar á svið. Það er 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla sem ætlar að sýna þar hið vinsæla leikrit Kardimommubæinn eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn Söru Gísladóttur og undirleikari er Stefán R. Gíslason. Sýningin hefst kl. 17:00.
Meira

Viðtalstímar vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2020 og verða starfsmenn SSNV með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira

Gríðarstór bergfylla féll úr Ketubjörgum

Hin gríðarstóra bergfylla sem gliðnað hefur smám saman frá Ketubjörgum á Skaga féll í sjó fram sl. laugardag. Það var í mars árið 2015 sem lögreglan í Skagafirði varaði við miklum sprungum sem myndast höfðu í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík. Ekki er vitað til að nokkur hafi orðið vitni að eða orðið var við hamaganginn á laugardaginn fyrr en vegfarandi sá að bergið hafði rýrnað.
Meira

Íbúum hefur fjölgað um 1,4%

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 98 eða um 1,4% frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Íbúum á landinu öllu hefur fjölgað um 6.722 manns eða 1,9% á þessu tímabili en þann 1. nóvember voru 363.393 með skráða búsetu á landinu.
Meira

Betri svefn – grunnstoð heilsu

Í kvöld, 4. nóvember, kl. 20:00 mun Erla Björnsdóttir flytja erindi í Fjölbrautskóla Norðurlands vestra, stofu 102, á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Erla fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni.
Meira

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Rúnar Már orðinn kasakstanskur meistari

Skagfirska knattspyrnukempan Rúnar Már Sigurjónsson varð nú um helgina meistari með liði sínu Astana í efstu deildinni í Kasakstan. Það var sjálfur Yuri Logvinenko sem gerði sigurmark Astana þegar þeir mættu liði Tobol á útivelli og er Astana með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Meira

Vefur keppnissögunnar ofinn - Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í blaðinu sagði m.a. frá merkilegum kappreiðum í Bolabás; hinum svokölluðu konungskappreiðum sem fram fóru sem hluti af dagskrá Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stóð fyrir kappreiðunum þar sem bæði var keppt í stökki og skeiði. Mikill stórhugur ríkti við undirbúninginn. Heildarupphæð verðlaunafjár var sú hæsta sem þekkst hafði á Íslandi eða kr. 3.700,- sem er að núvirði rétt rúm ein milljón króna. Útmældur var 400 m langur og 25 m breiður skeiðvöllur og veðbanki starfaði. Margt kom þó upp á við framkvæmd kappreiðanna – sumt svo innilega íslenskt ef svo má segja.
Meira