Strandveiðar leyfðar á almennum frídögum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.04.2020
kl. 13.34
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Er hún efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Meira