Fréttir

Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar gefin út

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir Blönduósbæ sem hefur það að markmiði að skapa yfirsýn yfir húsnæðismál, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Er hún unnin í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember á síðasta ári þar sem kveðið er á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn sem skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 16:00.
Meira

Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans í nýrri sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024

Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki og hefur vinna við gerð áætlunarinnar staðið yfir frá því á vordögum. Á heimasíðu SSNV kemur fram að lögð afi verið rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og mætti ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti.
Meira

Fella brott 1090 reglugerðir í landbúnaði og sjávarútvegi

Íslenskt regluverk verður að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt segja þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sem í dag kynntu aðgerðaráætlun um einföldun regluverks. Kristján Þór hefur fellt brott 1090 reglugerðir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.
Meira

Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri VG

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Grand hóteli um helgina var kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, var á meðal frambjóðenda í gjaldkerastöðuna og hlaut kosningu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ sagði Rúnar í framboðstilkynningu sinni. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafjarðar situr í varastjórn.
Meira

Vigdís Edda til Breiðabliks

Baráttujaxlinn í spútnikliði Tindastóls í Inkasso- deildinni í sumar, Vigdís Edda Friðriksdóttir, ætlar að söðla um þar sem hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við eitt besta lið Pepsí Max deildarinnar, Breiðablik. Vigdís Edda er fædd árið 1999 og leikur alla jafnan sem miðjumaður.
Meira

Lífið og óvissan :: Áskorandinn Arna Ingimundardóttir – Heimfluttur Króksari

Mágkona mín, hún Sigrún Eva, skoraði á mig að skrifa eitthvað gáfulegt. Hún biður ekki um lítið. Ég er, sjálfsagt eins og aðrir á undan mér, búin að hugsa mikið um hvað ég eigi að skrifa um. Á ég að skrifa um hvernig það var að flytja aftur á Sauðárkrók? Börnin mín? Hvernig það er að vera ljósmóðir? Fækkun fæðingastaða á Íslandi? Hvað það getur valdið konum miklum kvíða að þurfa að keyra í 1-2 klst. á næsta fæðingarstað? Ég er engu nær en læt vaða í smá hugleiðingu.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd fellir niður gatnagerðargjöld

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur auglýst afslátt allra gatnagerðargjalda vegna bygginga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Er það gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst sl. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 1. maí 2020 og skulu byggingarframkvæmdir á lóðunum hafnar innan árs frá úthlutun.
Meira

Að sjá eitthvað fullskapað er ótrúlega skemmtilegt

Hrútafjarðarkonan Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, eða Haddý á Hvalshöfða, sagði lesendum Feykis frá handavinnuferli sínum í 15. tbl. Feykis árið 2018. Haddý segist ekki hafa verið áhugasöm um handavinnu í barnæsku og dáist að þrautseigju handavinnukennarans sem hún hafði á grunnskólaárunum. Nú er öldin önnur og nú þykir henni afskaplega notalegt að grípa í prjónana að loknu dagsverki.
Meira

Tók ástfóstri við Fernando Torres í æsku - Liðið mitt … Snæbjört Pálsdóttir FC Liverpool

Þátturinn Liðið mitt hefur verið ansi dapur þetta árið sem einkennist af áhuga-, eða framtaksleysi þátttakenda. Aðeins einn þáttur hefur birst en sá sem skorað var á svaraði aldrei. Til að koma þættinum af stað aftur ákvað þáttarstjórnandi að senda hann ekki langt og taldi sig þar með öruggan um að svör bærust fyrir þetta blað. Ég vona að lesendur fyrirgefi það. Það er sem sagt fv. varnartrukkurinn í Tindastól Snæbjört Pálsdóttir sem svarar Liðinu mínu. Snæbjört, sem starfar sem fulltrúi í tjónaþjónustu VÍS, býr núna fyrir sunnan en segist þó alltaf vera með annan fótinn á Króknum.
Meira