Fréttir

Jóhann Björn Sigurbjörnsson frjálsíþróttakappi - Glímir við erfið veikindi

Þann 18. febrúar síðastliðinn greindist frjálsíþróttagarpurinn úr UMSS, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, með Hodgkins eitlakrabbamein og hafa síðustu vikur farið í rannsóknir og undirbúning fyrir stífa lyfjameðferð sem hófst um miðjan mars. „Þetta er stórt verkefni sem ég þarf að takast á við og ætla ég að leggja mig allan fram við að klára það. Þar af leiðandi mun ég vera á hliðarlínunni við brautina í sumar, en við sjáumst þar síðar,“ skrifaði Jóhann á Facebooksíðu sína og þakkaði þann stuðning og hlýhug sem hann hafði notið frá vinum sínum. Feykir setti sig í samband við kappann og forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú, krossfestingar hans og dauða á krossi, en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.
Meira

Guðný Zoëga lætur tímann líða

Að þessu sinni leitum við ráða hjá Guðnýju Zoega varðandi tímaeyðslu. Guðný starfar nú sem lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum en áður starfaði hún sem fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Svo var Guðný í Útsvars-liði Skagafjarðar sem náði ágætum árangri á sínum tíma.
Meira

Skírdagur – Upphaf páskahátíðar

Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Tvær asískar kássur

Góður pottréttur klikkar sjaldan og gengur við flest tækifæri. Í uppskriftamöppu umsjónarmanns matarþáttar Feykis leynist ógrynni uppskrifta af pottréttum með hinum ýmsu kryddum og blæbrigðum. Í 15. tbl. Feykis árið 2018 birtust uppskriftir að tveimur slíkum með austurlensku sniði, ólíkar en báðar afbragðsgóðar.
Meira

Heimur norðurljósa – Ísland – Heimildarmynd eftir Árna Rúnar Hrólfsson sýnd í Sjónvarpi Símans

Af hverju að elta Norðurljósin? Hvað eru norðurljósin? Hvernig er að upplifa norðurljósin í fyrsta skipti sem erlendur ferðamaður? Áhrif norðurljósa á íslenska list og menningu? Eftir langt ferli er heimildarmyndin Heimur norðurljósa – Ísland, eftir Árna Rúnar Hrólfsson, komin út á Sjónvarpi Símans Premium og verður einnig á dagskrá í kvöld, fimmtudaginn 9 apríl kl 19:00.
Meira

Tindastóll kynnir körfuboltabúðir á Króknum í ágúst

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og kynnir nú Körfuboltabúðir Tindastóls sem verða haldnar á Sauðárkróki dagana 11.-16. ágúst næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir leikmenn á aldrinum 9-18 ára (fædda á árunum 2002-2011) og bæði drengi og stúlkur. Yfirþjálfari Körfuknattleiksbúða Tindastóls verður Baldur Þór Ragnarsson.
Meira

Einnar nætur gaman kemur öllum í stuð / BEGGÓ PÁLMA

Tónlistarmaðurinn Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira

Munum að hlýða Víði – verum heima um helgina!

Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og það hefur sjaldan átt betur við en þessar vikurnar. Landsmenn eru minntir á að bros er betra en knús, þvo okkur um hendurnar, að spritta (útvortis) og virða sóttkví – svo eitthvað sé nefnt. Nú er síðasti virki dagur fyrir páskafríið þar sem allir ætla að vera heima. Það er því nokkuð ljóst að það verður einhver hasar í verslunum í dag þar sem fylla þarf búr, kistur og skápa af hinum ýmsu nauðsynjum.
Meira

Nýtt lag frá Atla Degi, Hauki Sindra og Ásgeiri Braga

Í dag kom út á Spotify nýtt lag, Let you down, frá tónlistartvíeykinu Azpect sem skipað er þeim Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni. Þeim til halds og traust í útsetningunni var þriðji vinurinn af Króknum, Ásgeir Bragi Ægisson sem orðinn er heimsþekktur sem Ouse.
Meira