Húsnæðisáætlun Blönduósbæjar gefin út
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.10.2019
kl. 08.54
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir Blönduósbæ sem hefur það að markmiði að skapa yfirsýn yfir húsnæðismál, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Er hún unnin í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga sem tók gildi í desember á síðasta ári þar sem kveðið er á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn sem skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Meira