KK Restaurant býður upp á heimsendingar í Skagafjörðinn
feykir.is
Skagafjörður
17.04.2020
kl. 09.29
Síðastliðinn laugardag bryddaði KK Restaurant á Króknum upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á heimsendingar í sveitina á mat af seðli. „Já, við prufuðum þetta með dúndur tilboði og það gekk ágætlega og það sem var skemmtilegast var hvað fólk var þakklátt fyrir þessa nýbreytni,“ segir Tómas Árdal hjá KK Restaurant í samtali við Feyki. „Leikurinn verður endurtekinn nú á laugardaginn en þá munum við fara til Hofsóss með viðkomu á Hólum, en allar upplýsingar má finna á Facebook-síðu KK.“
Meira