Fréttir

Styttist í lokasýningu á Línu Langsokk

Leikritið um Línu Langsokk, sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir, hefur fengið mikið lof áhorfenda enda Lína bráðskemmtileg með sín stórkostlegu uppátæki. Uppselt hefur verið á flestar sýningar og alveg pakkað um helgar.
Meira

Skíðasvæðið í Tindastól heitir nú AVIS skíðasvæðið

Í gær var undirritaður á skíðasvæði Tindastóls samstarfssamningur skíðadeildar Tindastóls og bílaleigunnar AVIS sem hefur það að markmiði að „gera gott fyrir báða aðila“, eins og Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri skíðadeildarinnar og Axel Gómez, framkvæmdastjóri AVIS, orðuðu það.
Meira

Sigrum streituna - fyrirlestur í Árskóla

Heilsueflandi samfélag í Skagafirði býður á morgun, miðvikudaginn 30. október, upp á fyrirlestur Sölva Tryggvasonar, Sigrum streituna - grunnatriði góðrar heilsu. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Árskóla og hefst hann klukkan 16:30.
Meira

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista Creditinfo

Crecitinfo birti nýlega lista yfir tæplega 900 framúrskarandi fyrirtækja á landinu árið 2019 sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Þetta er í tíunda skipti sem Creditinfo vinnur greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Meira

Ari Jóhann kosinn formaður SHÍ

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, sem haldinn var 22. október var Ari Jóhann Sigurðsson, formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, kosinn formaður samtakanna. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, var kosinn í varastjórn.
Meira

Orkusjóður úthlutar styrkjum til rafhleðslustöðva

Orkusjóður úthlutaði nýlega styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel og gististaði víða um land þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefni þetta er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Meira

Tvöfaldur Tindastólssigur í tvíhöfða gegn Hamri

Lið Tindastóls og Hamars úr Hveragerði mættust tvívegis í Síkinu um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Það fór svo að lið Tindastóls sigraði í báðum leikjunum og situr nú eitt á toppi deildarinnar, en reyndar búið að spila leik meira en næstu lið fyrir neðan. Fyrri leikurinn gegn Hamri, sem fram fór á laugardag, vannst með sex stiga mun, 78-72, en yfirburðir heimastúlkna voru meiri í síðari leiknum á sunnudeginum sem endaði 78-58.
Meira

Hádegisfyrirlestur og listsýning í Kvennaskólanum

Í hádeginu í dag, mánudaginn 28. október kl. 12-13 heldur textíllistamaðurinn Petter Hellsing fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hann segir frá list sinni og dvöl sinni á Blönduósi. Fyrirlesturinn nefnist “Handens abstraction” eða Huglægni handanna.
Meira

Kormákur sækist eftir að verða Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins sl. vor og í framhaldi af því er stefnt að því að aðildarfélög þess verði Fyrirmyndarfélög. Nú sækist Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga eftir því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni.
Meira

Svartuggar á metsölulista!

Nýverið kom út ljóðabókin Svartuggar eftir Gísla Þór Ólafsson. Sala á bókinni fór vel af stað, en hún fór beint í 5. sæti á metsölulista í verslunum Eymundsson og var á listanum í tvær vikur.
Meira