Fréttir

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira

Stefán Sturla með Flækjurof á Grand inn nk. sunnudag

Næstkomandi sunnudag kemur skagfirski rithöfundurinn Stefán Sturla Sigurjónsson á Krókinn og ætlar að kynna nýjustu afurð sína, bókina Flækjurof, sem er þriðja bókin í þríleiknum um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar. Stefán Sturla mun ræða um bækurnar sínar, spennusögurnar, rannsóknarvinnuna og aðferðina við að skrifa, persónurnar, fyrirmyndir og flækjur. Viðburðurinn fer fram á Grand-Inn 12. júlí klukkan 17 og verður bókin á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.
Meira

Tindastólsstrákarnir tóku stigin á Álftanesi

Lið Tindastóls og Álftaness mættust á Bessastaðavelli í fjórðu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir hálf dapurlegt tap gegn liði KFG á sunnudag þurftu strákarnnir að sýna hvar Davíð keypti ölið og það gerðu þeir. Tóku stigin þrjú sem í boði voru með sér norður eftir 1-2 sigur.
Meira

Kristjana og Svavar Knútur fóru á kostum

Í gærkvöldi fóru fram stórmagnaðir tónleikar í Gránu en þar komu fram þau Kristjana Stefáns og Svavar Knútur og heilluðu viðstadda upp úr skónum. Þau fluttu að mestu lög af nýútkomnum geisladiski sem kallast Faðmlög og er stútfullur af snilld, gömlu í bland við nýtt og gleði og fegurð.
Meira

Hvalur í ósi Héraðsvatna

Svo virtist sem hvalur hefði strandað í gær í ósi Héraðsvatna að vestan. Sást til hvalsins þar sem hann sperrti sporðinn í loft upp og barðist um í sjónum. Var hvalurinn þar dágóða stund en hvarf svo á braut. Hvort hann hafi verið fastur eða bara svona glaður yfir að komast í góða fiskitorfu skal ósagt látið.
Meira

Risa hængur veiddist í Blöndu

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Unnið að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum með auknu varaafli

Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur.
Meira

Bleiki súper kúl iPodinn var fullur af Bieber-lögum / MALEN ÁSKELS

Malen Áskelsdóttir (1999) er fædd og uppalin á Sauðárkróki en með fína framlengingarsnúru í Borgarfjörð eystra. Hún er dóttir Völu Báru (Vals Ingólfs og Önnu Pálu Þorsteins) og Áskels Heiðars sem gerir um þessar mundir út á Sturlungasöguna í 1238. Malen bæði syngur og spilar á hljómborð og gítar í dag en hún lærði á fiðlu hjá Kristínu Höllu frá 5-10 ára aldurs og segir að það hafi verið æðislegur grunnur.
Meira

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira