Fréttir

Ráðskonan fékk nóg og kenndi henni að prjóna

Edda Brynleifsdóttir býr á Blönduósi þar sem hún rekur verslunina Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling service. Þar má fá veiðivörur ýmiss konar ásamt góðu úrvali af handverki og er enginn svikinn af því að taka smá krók inn í gamla bæinn á Blönduósi og líta við hjá Eddu. Handverkið í versluninni kemur víða að en margt af því hefur Edda unnið sjálf enda situr hún ekki auðum höndum þegar kemur að handavinnu og er jafnan með nokkur stykki á prjónunum í einu. Edda féllst á að svara nokkrum spurningum varðandi handverk sitt.
Meira

Dramatískur baráttusigur Stólastúlkna í Hertz-hellinum

Það voru 57 áhorfendur sem skelltu sér í Hertz-hellinn í Breiðholtinu í dag til að fylgjast með leik ÍR og Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni. Bæði lið höfðu tapað einum leik á mótinu til þessa en unnið afgang en Stólastúlkur voru í efsta sæti, höfðu spilað leik meira en ÍR. Það var því talsvert undir og á endanum fóru leikar þannig, eftir hörkuleik, að lið Tindastóls fór með stigin tvö norður eftir að Tess setti niður þrist þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur 63-64.
Meira

Stórkostleg stund í Miðgarði - Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið

Í þessum mánuði munu vera 32 ár síðan fjórir bræður frá bænum Álftagerði í Skagafirði sungu yfir moldum föður síns lagið Álftirnar kvaka, er útför hans var gerð frá Víðimýrarkirkju. Síðan hafa þeir átt samleið með Skagfirðingum og raunar landsmönnum öllum, í gleði sem sorg. Nú hafa þeir ákveðið að kveðja stóra sviðið, eins og yfirskrift tónleikaraðar þeirra ber með sér. Aðdáendum er þó nokkur huggun í því að þeir hafa gefið í skyn að heimavöllurinn, Miðgarður, falli ekki endilega undir þá skilgreiningu.
Meira

Grænmetisréttur og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingurinn í 42. tbl. Feykis árið 2017 var Aldís Olga Jóhannsdóttir, Hvammstangabúi sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum stöðum s.s. á höfðuborgarsvæðinu, á Bifröst og í Danmörku áður en hún sneri aftur til heimahaganna. Aldís er lögfræðingur að mennt og stafar sem innheimtustjóri og svæðisfulltrúi hjá HVE á Hvammstanga. „Mér finnst eilítið kómískt að vera að færa fram uppskriftir, því ég hef löngum verið talin mjög matvönd. Það er afar sjaldgæft að kjötmeti fari inn fyrir mínar varir, en matvönd er ég ekki á súkkulaði!“ segir Aldís sem reiðir fram tvær freistandi uppskriftir.
Meira

Að brosa og brosa, er það, það sama? :: Áskorendapenni Guðrún Helga Magnúsdóttir Lækjarbakka Miðfirði

Hvernig við komum fram við hvert annað er mismunandi en með góðum, skilningsríkum og eflandi samskiptum getum við hjálpað fólki í gegnum daginn. Við nefnilega könnumst flest við það að eiga góða daga og svo einnig slæma daga.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag

Í dag, 1. nóvember, hefst rjúpnaveiðitímabilið og stendur það út mánuðinn. Fyrirkomulag veiðanna er með breyttu sniði frá því sem verið hefur undangengin ár. Leyft er að skjóta rjúpu fimm daga vikunnar, þ.e. alla daga nema miðvikudaga og fimmtudaga en þetta árið var veiðidögum fjölgað úr 15 í 22.
Meira

Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hverjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs.
Meira

Samið um sálfræðiþjónustu í skólum Austur-Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu nýlega tveggja ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélaganna.
Meira

Tvö stig til Tindastóls

Tindastóll og Þór frá Akureyri mættust í Síkinu í gærkvöldi í undarlega flötum og leiðinlegum leik. Stemningsleysið inni á vellinum smitaðist upp í stúku og það var líkast því að það væri eitthvað formsatriði að ná í þessi tvö stig af Akureyringum. Það var varla fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir náðu að hnika sér örlítið frá gestunum. Lokatölur 89-77 og aðalmálið að ná í stigin tvö þó leikurinn fari ekki í sögubækurnar.
Meira

Aukin þjónusta með opnun endurhæfingarrýma á Sauðárkróki

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um að koma á fót aðstöðu með allt að fjórum rýmum til almennrar endurhæfingar við starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN segir þetta framfaraskref sem styrki starfsemina á Sauðárkróki og geri kleift að bjóða fleirum en ella endurhæfingu í nærumhverfi sínu.
Meira