Fréttir

Listaverk sýnd á bakhlið Kvennaskólans

Verk listakonunnar Josefin Tingvall eru nú til sýnis á útivegg Kvennaskólans á Blönduósi og verða til næsta sunnudags, 27. október. Hér er um að ræða myndband sem varpað er á bakhlíð hússins, alltaf á milli klukkan 17: 30 og 22:00. Veggurinn sést vel frá göngustígnum meðfram Blöndu og gamla bænum.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni Jóns ræða um vegabætur á Alþingi

Stefán Vagn Stefánsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Lagt er til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir og frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Meira

Svekkjandi tap eftir framlengdan leik á Hlíðarenda

Tindastólsmenn máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir liði Vals á Hlíðarenda í kvöld eftir sveiflukenndan leik. Stólarnir eiga því ekki að venjast að tapa fyrir Val en Valsmenn hafa ekki í mjög langan tíma teflt fram jafn góðu liði og nú. Eftir flottan fyrri hálfleik Stólanna komu þeir rauðu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir æsispennandi lokamínútur var framlengt. Í framlengingunni gerði Pavel gæfumuninn, setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir, og Stólarnir náðu ekki að kvitta. Lokatölur 95-92.
Meira

Vetrardagskrá hafin í Húsi frítímans

Vetrardagskráin er nú hafin í Húsi frítímans á Sauðárkróki og er dagskráin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og einnig á Facebooksíðu Húss frítímans, https://www.facebook.com/hus.fritimans.
Meira

Lína Langsokkur – Þvílík skemmtun maður!!

Ég og 9 ára dóttir mín örkuðum spenntar inn í Bifröst, tilbúnar í að heimsækja Sjónarhól, Línu og vini hennar. Mjög langt er síðan ég hef séð leikritið, og var ég því búin að gleyma hversu ótrúlega fyndið þetta verk er, og magavöðvarnir allskostar óundirbúnir fyrir komandi átök þar sem ég hló næstum allan tímann!
Meira

Öldungaráð Húnaþings vestra fundar í fyrsta sinn

Fyrsti fundur Öldungaráðs Húnaþings vestra var haldinn sl. þriðjudag í fundarsal Ráðhússins þar sem Guðmundur Haukur Sigurðsson var kosinn formaður og Jóna Halldóra Tryggvadóttir varaformaður. Öldungaráð starfar á fjölskyldusviði og heyrir undir sveitarstjórn Húnaþings vestra. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, eða fulltrúi hans starfar með ráðinu.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir styrki vegna viðburða og verkefna

Húnavatnshreppur ætlar að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna. Þurfa verkefnin að samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða vera í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2020, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Sýningar frestast á Línu Langsokk

Vegna óviðráðanlegra ástæðna þarf að fella niður tvær sýningar á Línu Langsokk í næstu viku, þriðjudaginn 29. október og miðvikudag 30. október. Er fólki bent á að panta miða snemma á aðrar sýningar þar sem styttist í annan endann á sýningartímabilinu.
Meira

Skipað í verðlagsnefnd búvara

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samræmi við ákvæði búvörulaga skipað verðlagsnefnd búvara en hún er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar.
Meira

Ladies Circle á Sauðárkróki standa fyrir Jól í skókassa

Ladies Circle eru alþjóðleg góðgerðar- og vináttusamtök kvenna á aldrinum 18-45 ára og er stuðlað að því að konur kynnist hverri annarri og efli, kynnist ólíkum reynsluheimum og margvíslegri menningu. Á Íslandi eru fimmtán Ladies Circle klúbbar víðsvegar um land, og er einn þeirra, sá tólfti, starfræktur á Sauðárkróki. Í klúbbnum eru sextán konur úr Skagafirði og er Hrund Pétursdóttir formaður hans. Framundan í starfi LC12 er verkefnið Jól í skókassa sem verður í Ljósheimum á morgun, fimmtudaginn 24. október.
Meira