Fréttir

Tímabundin lokun Borgargerði á Sauðárkróki -FRESTAST

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sent frá sér tilkynningu um tímabundna lokun Borgargerði við Túnahverfi. Verður gatan lokuð vegna framkvæmda frá gatnamótum Skagfirðingabrautar að Túngötu á morgun fimmtudag 2. júlí og föstudaginn 3. júlí.
Meira

Elín Jóna Rósinberg nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Elín Jóna Rósinberg hefur verið ráðin í starf sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra kemur fram að Elín Jóna sé með Cand.oceon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún leggi stund á MPA nám í opinberri stjórnsýslu við skólann.
Meira

Malbikunarframkvæmdir við Kjarnann á Sauðárkróki

Undanfarna daga hafa staðið yfir malbikunarframkvæmdir á Þverárfjallsvegi á Sauðárkróki. Á facebooksíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að önnur akreinin við Kjarnann sé lokið og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða lokanir sem tengjast framkvæmdunum.
Meira

Styrkir úr Innviðasjóði

Styrkjum hefur verið úthlutað úr Innviðasjóði en 28 verkefni hlutu styrk upp á samtals rúmar 340 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 77 umsóknir þar sem samtals var sótt um 900 milljónir króna.
Meira

Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. í samstarf við Kvenfélag Hólahrepps.

Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. sem rekur ferðaþjónustu á Hólum í Hjaltadal afhenti nýlega Kvenfélagi Hólahrepps 200.000 kr. styrk í tilefni af samstarfi um veitingasölu í tengslum við kynbótasýningu sem haldin var af Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins og fór fram á Hólum dagana 8.-19. júní sl.
Meira

Maríudagar að Hvoli um helgina

Helgina 4.-5. júlí verða Maríudagar haldnir að Hvoli í Vesturhópi. Fjölskyldan frá Hvoli hefur minnst Maríu Hjaltadóttir síðan sumarið 2009 með sýningu og menningarhelgi í byrjun júlí. Að þessu sinni verður sýningin helguð minningu Margrétar Jakobsdóttur Líndal frá Lækjamóti í Víðidal sem helgaði starf sitt því að viðhalda og þróa íslenskt handverk og tóvinnu. Eftir Margréti liggja fjölmörg listaverk og nytjamunir sem hún ýmist saumaði eða prjónaði úr ull. Að Lækjamóti kom María Hjaltadóttir í kaupavinnu ung að aldri og þekkti Margrét til Maríu sem síðar hóf búskap á Hvoli ásamt manni sínum Jósef Magnússyni. Baldur Líndal, bróðir Margrétar, var frístundamálari og munu myndir eftir hann prýða sýninguna á Hvoli. Helga Rún Jóhannsdóttir frá Bessastöðum í Hrútafirði og Hafdís Bjarnadóttir spunakona og tónskáld munu sýna handbrögð við tóvinnu en sýningin er opin frá kl. 13-18 báða dagana. Að venju verður messað á Breiðabólsstað sunnudaginn 5. júlí kl. 14 í tengslum við Maríudaga. Lagt verður af stað gangandi og ríðandi frá Hvoli kl. 13. Fjölskylda Maríu og sóknarnefnd býður upp á kaffi og með því á Hvoli báða dagana á meðan sýningunni stendur.
Meira

Steinullarmót Tindastóls í 6. flokki kvenna í knattspyrnu fór fram um helgina í norðangolu og sól og blíðu

Um helgina fór fram stúlknamót Tindastóls á Sauðárkróki í knattspyrnu í 6. flokki kvenna sem að þessu sinni bar nafnið Steinullarmótið. Í ár mættu um 600 keppendur til leiks frá 22 liðum alls staðar að af landinu og léku í um 100 liðum. Er það á pari við fyrri ár og ekki merki um færri skráningar vegna covid.
Meira

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hugar að Umhverfisverðlaunum

Sumarið er sá tími sem fólk notar gjarnan til að dytta að umhverfi sínu. Að vanda munu konurnar í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar bregða undir sig betri fætinum og fara í skoðunarferðir um fjörðinn, fyrst í byrjun júlí og svo aftur í byrjun ágúst til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir Umhverfisverðlaun Skagafjarðar sem klúbburinn og Sveitarfélagið Skagafjörður standa að í sameiningu.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga 2020 verður dagana 27. september til 3. október

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar birtust þau gleðitíðindi að Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin. Í fréttinni segir: Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að Sæluvika Skagfirðinga 2020 muni fara fram dagana 27. september til 3. október nk. Fresta þurfti Sæluviku vegna þeirra takmarkana sem í gildi voru í samfélaginu vegna Covid-19 en hún er ávallt haldin í lok apríl ár hvert. Leikfélag Sauðárkróks mun frumsýna leikritið "Á frívaktinni" í Sæluviku, veitt verða samfélagsverðlaun Skagafjarðar ásamt fjölda annarra viðburða.
Meira

Mikill áhugi fyrir 60+ félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar

Félagsmiðstöð 60+ verður starfrækt á Hvammstanga í sumar. Opið verður í dreifnámsmiðstöðinni á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga á miðvikudögum í júlí og ágúst frá klukkan 14-16.
Meira