Fréttir

Heimsóknir leyfðar aftur á HSN eftir 4. maí

Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunardeildir HSN á Sauðárkróki og hjúkrunar- og sjúkradeild HSN á Blönduósi frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, þó með ákveðnum takmörkunum. Í tilkynningu til aðstandenda á heimasíðu stofnunarinnar segir að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 sé enn full þörf á að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þá er einnig nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.
Meira

Brugðist við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.
Meira

Heppinn í Ástum sigraði í Gamanmyndahátíð Flateyrar

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds gamanmynd.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög

Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því að leitað er eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum.
Meira

Útdráttur jarðstrengsins hafinn

Nú á laugardaginn hóf Steypustöð Skagafjarðar útdrátt á 66kV jarðstrengnum sem verið er að setja í jörð á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Strengurinn, sem Landsnet lætur leggja, mun auka afhendingaröryggi rafmagns á svæðinu en um nokkurt skeið hefur verið óánægja á Sauðárkróki vegna tíðra rafmagnsbilana.
Meira

Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður seinkað þar til í september

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur ákveðið að gera breytingar á tímalínu sameiningarvinnu vegna heimsfaraldurs Covid-19 en í upphaflegri áætlun var reiknað með að sveitarstjórnir tækju ákvörðun um um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður í lok apríl eða maí. Nú er áætlað að það verði gert í september.
Meira

Íslenskt- gjörið svo vel

Fyrir helgi undirrituðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samning um sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu: Íslenskt – gjörið svo vel.
Meira

Sibbi mættur með Mini-inn á götuna

Verkefnið hefur tekið dágóðan tíma en í síðustu viku skellti Sibbi sér loks á rúntinn á uppgerðum og glæsilegum 40 ára gæðingi, fagurrauðum Austin Mini, eftir að hafa dundað og dúllað við að gera þann litla upp síðan vorið 2005 þegar hann eignaðist bílinn. Fyrst fór hann smá rúnt með dætur sínar, Helgu og Önnu Jónu heitna, frá verkstæðinu sínu á Sæmundargötunni, út að Rafsjá og til baka. Síðan hófst hann handa við að rífa bílinn til grunna. „Helga sá um að rífa innan úr hurðunum og það stóð til að bíllinn yrði tilbúinn þegar hún fengi bílpróf 2009 – það klikkaði aðeins,“ segir Sibbi kíminn.
Meira

Íþróttatengd ferðaþjónusta í Skagafirði :: Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Ferðamennska hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin ár en nú hefur veira sett strik í reikninginn. Líklegt má telja að erlendir ferðamenn verði fátíðir gestir í sumar. Aftur á móti binda aðilar í ferðaþjónustu vonir við að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands. Fegurð Skagafjarðar heillar hvern þann sem sækir fjörðinn heim.
Meira

Um nýtni og viðgerðir – Byggðasafnspistill :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar

Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum.
Meira