Fréttir

Skjáskot :: Sunna Ingimundardóttir - brottfluttur Króksari

Jón Kalmann skrifaði eitt sinn um höfuðáttirnar þrjár, vindinn, hafið og eilífðina. Hann skrifaði líka um aflið sem engin getur staðist. Aflið sem togar í okkur öll. Ástina. Aflið mitt er í Skagafirði, vindurinn, hafið og eilífðin. Aflið er Skagafjörður.
Meira

Sterkur sigur Stólanna í Vesturbænum

Stórleikur 6. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar KR tóku á móti liði Tindastóls í DHL-höllinni. Reiknað var með miklum slag og það var sannarlega það sem áhorfendur fengu. Lið Tindastóls spilaði vel, hafði frumkvæðið lengstum, og missti aldrei dampinn. Það fór svo eftir yfirvegaðar lokamínútur gestanna að strákarnir tóku stigin tvö og fögnuðu vel ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sem lagt höfðu leið sína í Vesturbæinn. Lokatölur 85-92.
Meira

Óskað eftir tilboðum í byggingu leikskóla á Hofsósi

Sagt er frá því á heimasíðu Skagafjarðar að sveitarfélagið óskar eftir tilboðum í verkið Leikskóli á Hofsósi – Viðbygging GAV - Útboð 2019. Um er að ræða 205 fermetra viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi sem mun hýsa starfsemi leikskólans á staðnum.
Meira

Vanda fékk hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í tengslum við daginn hafa verið veitt sérstök hvatningarverðlaun og í fyrra var það Vinaliðaverkefnið, sem Árskóli á Sauðárkróki hefur haldið um, sem hlaut verðlaunin. Í dag var það hinsvegar fyrrum nemandi skólans, Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, sem fékk hvatningarverðlaunin fyrir 30 ára starf að eineltismálum.
Meira

Gaf minningargjöf um Völu Mist

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki afhenti nýlega rausnarlega gjöf til sjúkraþjálfunar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Sauðárkróki. Er hér um að ræða tvískiptan Gymna pro meðferðarbekk frá fyrirtækinu Fastus og er hann gefinn til minningar um Völu Mist Valsdóttur sem lést þann 24. nóvember síðastliðinn.
Meira

Vel heppnaður starfsdagur skagfirsku skólanna

Svokallaður UT starfsdagur var haldinn í í Árskóla á Sauðárkróki í gær en um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði. Starfsdagurinn var undanfari UTÍS ráðstefnunnar sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár á Sauðárkróki en hana sækja um og yfir 150 kennarar víðs vegar að af landinu. UTÍS ráðstefnan hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á laugardagskvöld.
Meira

Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof í samráðsgátt

Frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur er til 12. nóvember 2019. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum samkvæmt gildandi lögum í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum. Annars vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020 og hins vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar.
Meira

Fyrirlestur um fuglana í garðinum

Þann 21. nóvember nk. mun Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands, halda opinn fyrirlestur um þá fugla sem finnast í görðum landsmanna. Fyrirlesturinn mun fara fram í Selasetri Íslands á Hvammstanga og hefst klukkan 20:00.
Meira

Afmælissýning Kvenfélags Akrahrepps

Í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Akrahrepps var sett upp handverkssýning í Héðinsminni 5. og 6. október síðastliðinn á verkum félagskvenna lífs og liðinna. Þátttaka í sýningunni var einstaklega góð og 37 konur áttu þarna muni.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks gefur snyrtistól

Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki barst á dögunum höfðingleg gjöf þegar Kvenfélag Sauðárkróks færði Dagdvölinni forláta snyrtistól. Nýi stóllinn leysir af hólmi eldri stól sem þjónað hafði hlutverki sínu í fjöldamörg ár og er sá nýi á allan hátt þægilegri og hentugri.
Meira