Fréttir

4-4-2

Nú eru ýmis tilmæli komin frá yfirvöldum varðandi tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi sem taka munu gildi 4. maí. Skipulagt íþróttastarf sem heimilt verður utandyra er m.a. háð þeim takmörkunum að ekki fleiri einstaklingar en fjórir æfi eða leiki saman. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort það megi ...
Meira

Rúmlega milljarður kr. til menningar-, æskulýðs- og íþróttastarfs

Hálfur milljarður kr. mun renna til menningarstarfs og skapandi greina, með sérstakri áherslu á sjálfstætt starfandi listamenn, og 500 milljónir kr. til íþrótta- og æskulýðsstarfs, til að mæta áhrifum COVID-19. Þá verður 100 milljónum kr. varið til varðveislu menningararfs með sérstöku framlagi í húsafriðunarsjóð, eftir því sem fram kemur á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Meira

Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.
Meira

Nick Tomsick búinn að skrifa undir við Tindastól

Þau tíðindi bárust út í dag að körfuknattleiksmaðurinn Nick Tomsick væri búinn að skrifa undir samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrir næsta tímabil. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur en var undir stjórn núverandi þjálfara Stólanna, Baldurs Þórs Ragnarssonar, í Þór Þorlákshöfn tímabilið þar áður.
Meira

Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun

Frá og með deginum í dag, 14. apríl, mun þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni skerðast tímabundið vegna COVID-19 faraldursins en farþegum Strætó á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% síðustu vikur.
Meira

Átaksverkefni til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, munu verja allt að 50 milljónum til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra til að mæta áhrifum af COVID-19. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar samtakanna þann 7. apríl sl. Er hér um að ræða viðbótarfjármuni sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta af hálfu ríkisins og samþykkt var með fjáraukalögum þann 30. mars, sem og fé samtakanna.
Meira

Enn fækkar smituðum á Norðurlandi vestra

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær kemur fram að sjö einstaklingar séu nú í einangrun á Norðurlandi vestra. Fjórir þeirra eru staðsettir á Hvammstanga, einn á Sauðárkróki og í sitthvoru póstnúmerinu 500 og 531 dvelja þeir tveir sem fylla töluna. Hafa þeir þá fækkað um þrjá frá því á föstudag þegar tíu manns voru í einangrun.
Meira

Hver er fyndnasta gamanmyndin á Gamanmyndahátíð Flateyrar?

Alls voru á þriðja tug gamanmynda sendar inn í 48 stunda gamanmyndakeppnina sem Gamanmyndahátíð Flateyrar og Reykjavík Foto stóðu fyrir. Nú eru allar gamanmyndirnar í keppninni aðgengilegar á heimasíðu hátíðarinnar þar sem landsmenn geta notið þess að horfa á fjölbreyttar og skemmtilegar gamanmyndir með þemanu “Heppni / Óheppni” sem voru aðeins unnar á 48 klst.
Meira

Glanni besti töltarinn – Hestamaðurinn :: Ingimar Jónsson á Flugumýri

Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri, er hestamaður vikunnar á Feyki. Hann er kvæntur Margréti Óladóttur og eiga þau miklu barnaláni að fagna en börn þeirra eru þau Dagur Már f. 1991, Katarína f. 1995, Rakel Eir f. 1999, Jón Hjálmar f. 2003, Matthildur f. 2008 og Árni Þór f. 2015. Foreldrar hans eru þau Jón Ingimarsson frá Flugumýri og Sigríður Valdimarsdóttir frá Sauðárkróki en af þeim tóku þau hjón við búskap á Flugumýri 1998-9. Aðspurður um hrossafjölda segir Ingimar hann vera aðeins meiri en nauðsynlegt getur talist.
Meira

Ætla að gefa gömlum hlutum framhaldslíf

Endurnýting og sjálfbærni eru hugtök sem öðlast hafa mikið flug undanfarin misseri enda er almenningur farinn að opna augun fyrir því að sú neysluhyggja sem einkennt hefur vestræn samfélög undanfarna áratugi stefnir jörðinni okkar í óefni.
Meira