Fréttir

Viltu gerast stofnfélagi í Sturlufélagi?

Í maímánuði var stofnað Sturlufélag, það er félag til að halda á lofti minningum um verk sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Enn er hægt að gerst stofnfélagi þar sem ákveðið var að svo yrðu þeir sem gerast félagar til áramóta.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, sunnudaginn 27. október, er opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna margvíslega vinnu sína.
Meira

Hægeldaður hryggur og uppáhaldsnammikaka

„Við heitum Þóra Margrét Lúthersdóttir og Einar Árni Sigurðsson. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal, þar rekum við sauðfjárbú ásamt því að eiga nokkur hross, hænur og hund,“ sögðu matgæðingar 41. tbl. Feykis árið 2017. Þóra og Einar tóku við búinu í Forsæludal árið 2014. Einar starfar sem vélstjóri hjá Samskipum en Þóra sér um börn og bú en börnin eru fjögur á aldrinum fjögurra til átta ára. Þau gáfu lesendum uppskriftir að þriggja rétta máltíð.
Meira

Körfuboltaskólinn er að virka - Keppnisskór Helga Freys komnir upp á hillu.

Körfuknattleiksmaðurinn og þriggja stiga skyttan hjá Tindastól, Helgi Freyr Margeirsson, hefur lagt keppnisskóna á hilluna eins og fram hefur komið á Feyki.is. Keppnisferillinn spannar 22 ár, lengstum með meistaraflokki Tindastóls en hann var aðeins 14 ára gamall er hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Stólum tímabilið 1996-1997. Nú er komið að nýjum kafla í lífi Helga þar sem hann helgar sig útbreiðslu íþróttarinnar í Körfuboltaskóla Norðurlands vestra og hafði Feykir samband við kappann og forvitnaðist um sem þá vinnu.
Meira

Stólastelpur mæta Hamarsstelpum í Síkinu á morgun, sunnudaginn 27. okt. kl. 13:00

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, sunnudaginn 27. október, þegar Stólastelpur mæta Hamarsstelpum frá Hveragerði í sínum fimmta leik í 1. deildinni. Þessi tvö lið mættust í dag í Síkinu og unni Stólastelpur 78-72. Stólastelpur eru þá búnar að vinna þrjá leiki og tapa einum en Hamar er búið að tapa öllum sínum fjórum leikjum. Við hvetjum alla þá sem geta að mæta í Síkið á morgun kl. 13:00 og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Jörvi í Víðidal.*

Jörvabæir eru 5 á landinu, flestir bygðir, og sumir sögufrægir að fornu, t.d. Jörvi í Haukadal (Landn.) og Jörvi í Flysjuhverfi (Víga-Styrss. o.fl.). Jörva í Víðidal er fyrst getið í brjefi, ritað 1525 (þá í eyði. DI. IX. 314.), og er þá farið að rita það með f. Aftur á móti er Jörvanafn ávalt ritað með v í Íslendingasögunum (sjá Grettiss., Landn., Þorf. s. karlsefnis og Bjarnar s. Hítdælak.) en í Sturlungu er það ætíð með f (Sturl. II. b. bls. 250, 288 o.v.), og er merkilegt.
Meira

Einu sinni var :: Áskorandinn Kristín Guðjónsdóttir Blönduósi

Fyrir allmörgum árum síðan, eftir miðja síðustu öld, var sú sem þetta skrifar lítil stelpa að alast upp á Blönduósi. Nánar tiltekið þar sem nú er kallað „gamli bærinn“. Þá bjó maður annað hvort innfrá eða útfrá, það er að segja ég bjó innfrá og var iddi en þeir sem bjuggu utan ár, hinu megin við Blöndu voru úddar. Þessi skilgreining er held ég lítið notuð í dag eða ekkert.
Meira

Stólastelpur mæta Hamarsstelpum í Síkinu á morgun, laugardaginn 26. okt. kl. 16:00

Það er skyldumæting í Síkið á morgun, laugardaginn 26. október, þegar Stólastelpur mæta Hamarsstelpum frá Hveragerði í sínum fjórða leik í 1. deildinni. Stólastelpur eru búnar að vinna tvo leiki og tapa einum en Hamar er búið að tapa öllum sínum þrem leikjum og er þeim spáð neðsta sæti í deildinni í vetur. Þá spila Stólastelpur aftur við Hamarsstelpur á sunnudaginn kl. 13. Það er því um að gera að fara í Síkið bæði á laugardaginn og sunnudaginn og hvetja stelpurnar okkar áfram til sigurs. Áfram Tindastóll.
Meira

Sýrlensku börnin fá ullarsokka og vettlinga

Nú er kalt í veðri og því betra að klæða sig vel. Sýrlensku börnin í Húnaþingi vestra ættu þó ekki að þurfa að kvíða vetrarkuldanum því í dag kom Anton Scheel Birgisson, framkvæmdastjóri USVH, færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins og afhenti, fyrir hönd ömmu sinnar, Helgu Kristinsdóttur frá Þorlákshöfn, öllum sýrlensku börnunum vettlinga og ullarsokka.
Meira

Heimskautarefur truflaði ökumann

Afspyrnuslæmt veður var á Norðurlandi vestra í gær, blint og mikill skafrenningur að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Bifreið fór út af veginum í Langadal í gærkvöldi þegar ökumanni fipaðist aksturinn og gaf hann þá skýringu að „arctic fox“ hefði hlaupið fyrir bílinn.
Meira