Fréttir

Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að lestrarömmum og lestraröfum

Lestrarömmur og lestrarafar hafa öðlast auknar vinsældir í skólum landsins enda afar góð leið til að yngsta og elsta kynslóðin geti átt saman góðar stundir og unnið að sameiginlegu verkefni. Verkefnið er fólgið í því að „ömmur“ og/eða „afar“ koma í skólana og láta börn lesa fyrir sig.
Meira

Ofankomur sem ekki þarf að æsa sig yfir

Spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ komu saman til fundar í gær og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundur hófst kl 14 og voru allir fundarmenn, 13 talsins, mjög sáttir með hvernig spáin gekk eftir. Nýtt tungl sem kviknaði 28. október í norðaustri er mánudagstungl og verður ríkjandi fyrir nóvember. Nýtt tungl kviknar síðan 26. nóvember og hafa fundarmenn góða tilfinningu fyrir því.
Meira

Þröstur og Þórhildur í stjórn Samtaka smáframleiðenda

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda var haldinn á Hótel Sögu í gær. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt ásamt því að stuðla að kraftmikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum. Frá þessu var greint á vef Bændablaðsins í gær.
Meira

Haukar og Álftanes koma í Síkið í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta. Um var að ræða átta leiki hjá körlunum en fjóra hjá dömunum en fjögur lið sitja hjá og komast því beint í átta liða úrslitin í kvennaflokki. Karlalið Tindastóls fær heimaleik gegn spræku 1. deildar liði Álftaness en kvennaliðið mætir Dominos-deildar liði Hauka.
Meira

Menntasjóður í stað Lánasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningskerfi ríkisins við námsmenn, þar sem lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður. Hvoru tveggja verður undanþegið lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Meira

Allra síðustu sýningar á Línu Langsokk

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á síðustu tvær sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Línu Langsokk en tvær síðustu sýningarnar fara fram í dag og á morgun.
Meira

Fyrsta umferð í 2. deild kvenna í körfu var á Hvammstanga um helgina

Það var fjör í iþróttahúsinu á Hvammstanga á laugardaginn þegar fyrsta örmót 2. deildarinnar í körfubolta kvenna var haldið. Mikil spenna var í loftinu því þarna voru komin saman sex lið til að spila og mátti sjá bæði nýja og gamla iðkendur etja kappi á parketinu með bros á vör því leikgleðin var í hámarki hjá öllum sem þarna voru mætt í hús til að spila.
Meira

Ráðið í starf forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun

Sigríður Elín Þórðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar en alls bárust 24 umsóknir um starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Sigríður, sem lauk mastersnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hafi yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af starfi að byggðamálum og hafi starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar allt frá árinu 2000. Í starfi sínu á Byggðastofnun hefur Sigríður Elín unnið að fjölbreyttum verkefnum og stýrt stórum samstarfsverkefnum á verkefnasviði stofnunarinnar, jafnt innlendum sem erlendum.
Meira

Auglýst eftir umsóknum nýrra íbúða

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu en um er að ræða tvær tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir að Laugatúni 21, 23, 25 og 27 á Sauðárkróki. Almennum íbúðum er úthlutað til þriggja ára í senn samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses og úthlutar stjórn hennar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í ársbyrjun 2020.
Meira

Selasetrið verðlaunað af ECTN

Sela­setur Íslands á Hvammstanga hlaut fyrstu verðlaun Evr­ópu­sam­taka fyr­ir­tækja og þjón­ustuaðila í menn­ing­ar­tengdri ferðaþjón­ustu (ECTN) í síðustu viku en árlega veita sam­tök­in veita viður­kenn­ing­ar í nokkr­um flokk­um og hlaut Sela­setrið verðlaun­in ásamt Bat­ana-um­hverf­isssafn­inu í Króa­tíu í flokki óáþreif­an­legr­ar arf­leifðar.
Meira