Fréttir

Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.
Meira

Mörg verkefni tengd ferðaþjónustunni að fara af stað

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kölluðu í vor eftir hugmyndum að átaksverkefnum vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum og var í framhaldi af því valið úr þeim fjölmörgu hugmyndum sem bárust. Um helmingi þeirra fjármuna sem veitt var af sóknaráætlun til verkefnisins var veitt til verkefna til eflingar ferðaþjónustu á svæðinu.
Meira

Spilmenn Ríkínís með tónleika í Auðunarstofu

Spilmenn Ríkínís halda tónleika í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal föstudagskvöldið 26. júní. Spilmenn Ríkínís hafa leikið og sungið saman í rúm 13 ár. Þeir hafa einkum flutt tónlist úr íslenskum handritum og af gömlum sálmabókum en einnig úr íslenskum þjóðlagaarfi. Við flutninginn er sungið og leikið á hljóðfæri sem til voru á Íslandi fyrr á öldum og eiga flest sinn sess í miðaldatónlist Evrópu, svo sem langspil, hörpu, gígju og symfón.
Meira

Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í hús Byggðastofnunar

Nýverið var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Samkeppnin, sem var framkvæmdasamkeppni, var haldin í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Umsjón með samkeppninni fyrir hönd Byggðastofnunar hafði Framkvæmdasýsla ríkisins. Var þremur myndlistarmönnum boðin þátttaka og skiluðu allir inn tillögu.
Meira

Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls

Þann 11. júní síðastliðinn var haldinn framhaldsaðalfundur aðalstjórnar Tindastóls þar sem eina málið á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formann og gjaldkera.
Meira

Sólstöðumót GSS

Sólstöðumót GSS fór fram laugardagskvöldið 20. júní í fínu veðri. Mótið hófst kl 21 og spilaðar voru níu holur. Veður var gott og skorið sömuleiðis. Þátttaka var frábær, 30 manns. Margrét Helga Hallsdóttir fór með sigur af hólmi og fékk sérsniðinn bikar.
Meira

Félagsmiðstöð á Hvammstanga í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Í sumar verður boðið upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnaþingi vestra. Staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. „Fyrirhugað er að hafa opið 1-2 í viku og bjóða upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp. Við viljum bjóða upp á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira