Fréttir

Hnitbjörgum á Blönduósi færð spjaldtölva að gjöf

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu nýverið Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnartól fyrir íbúa. Í frétt frá félagsmálastjóra A-Hún. á fréttavefnum huni.is segir að það sé von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér í lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.
Meira

Kirkjuklukkur hljóma til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur óskað eftir því við samstarfsfólk sitt í kirkjum landsins að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt kl. 14.00 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum sem lúta að kórónuveirunni, covid-19.
Meira

Fréttir úr skólastarfi á óvissutímum

„Eins og allir vita hafa takmarkanir verið talsverðar á skólahaldi vegna Covid-19. Reynt hefur verið að halda skólastarfi í eins föstum skorðum og mögulegt er miðað við aðstæður. Aðstæður í skólum eru eðli málsins samkvæmt afar misjafnar. Þannig er skólahald í Grunnskólanum austan Vatna með þeim hætti að allir nemendur geta komið í skólann daglega þar sem hægt hefur verið að aðskilja hópana í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis.“
Meira

Óvenjulegur pálmasunnudagur

Það er pálmasunnudagur í dag og alla jafna væru allir veislusalir víðast hvar á landinu nú fullir af uppáklæddu fólki að háma í sig hnallþórur eða sötrandi súpur og knúsa sælleg fermingabörn. En það fermist ekkert barn í dag, enda hefur öllum fermingum verið slegið á frest vegna samkomubanns í tilefni af COVID-19.
Meira

Við lok þriðju viku í samkomubanni

Um síðustu helgi greindust 3 einstaklingar með Covid-19 smit í Skagafirði. Við vonum að viðkomandi líði eftir atvikum vel og fari vel með sig. Strax var gripið til viðeigandi ráðstafana og þegar þetta er ritað hafa ekki fleiri einstaklingar greinst smitaðir á svæðinu. Í Skagafirði eru nú 37 manns í sóttkví.
Meira

Rafbækur í rólegheitum: Átta fríar rafbækur frá Þorgrími Þráinssyni

Nú er tími sem aldrei fyrr til að lesa og hefur þjóðin fengið að gjöf átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson sem er frjálst að sækja og lesa eins og hvern listir. Í tilkynningu segir að bækurnar átta höfði til breiðs hóps lesenda allt frá 1. til 10. bekkjar og jafnvel til þeirra eldri sem vilja rifja upp góðar lestrarstundir.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Kollufoss í Miðfirði

Elztu heimildir eru þessar: Í Auðunarbók 1318 og Jónsmáldaga 1360, Kollufoss. Pjetursmáldaga 1394 Kotlufoss. Víðidalstungumáldaga Kollufoss (DI. II. 483, DI. III. 164, 540 og 595), einnig 1394, og úr því ávalt Kollufoss, m. a. Jb. 1696, Á. M. Jarðabók 1703 o.s.frv. Þess ber vel að gæta, að frumritin að máldagabókum biskupanna eru öll glötuð. Elzta afskriftin af þeim öllum er frá árinu 1639, gerð samkvæmt ákvörðun Þorláks biskups Skúlasonar á Hólum. Og 1645 ljet hann taka aðra afskrift af máldögunum.
Meira

Appelsínugul viðvörun um land allt

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun um land allt í dag og á morgun. Reiknað er með að veðrið verði verst á sunnanverðu landinu í dag en gangi í norðaustan storm eða rok með hríð eða stórhríð á öllu landinu í nótt og fyrramálið. Ekkert ferðaveður verður á landinu meðan veðrið gengur yfir og er fólki bent á að fylgjast með færð á vef Vegagerðarinnar.
Meira

Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks býður á leiksýningu

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu í dag vegna covid-19 hefur starf okkar hjá Leikfélagi Sauðárkróks breyst töluvert. Eins og við höfum sagt áður mun Sæluvikuleikritið okkar Á frívaktinni færast til haustsins 2020, leikstjóri og höfundur er Pétur Guðjónsson. Leikfélag Sauðárkróks mun því aðeins setja upp eina leiksýningu á árinu 2020 en vanalega höfum við sett upp tvær sýningar á ári. Hefðin hefur verið sú að á Sæluviku Skagfirðinga, sem byrjar að öllu eðlilegu síðasta sunnudag í apríl ár hvert, höfum við frumsýnt Sæluvikuleikritið okkar sem oftast er leikrit með söngvum eða farsar, á haustin höfum við svo sýnt barna- og fjölskyldu leikrit. Við stefnum á að taka upp þann þráð aftur 2021. Þann 26. apríl næstkomandi hefðum við átt að frumsýna að öllu eðlilegu en svo verður ekki.
Meira