Fréttir

Stólarnir eru mættir!

Það var boðið til veislu í Síkinu í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn. Lið Garðbæinga er vel skipað og þrælsterkt og er spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var æsispennandi allt fram á lokakaflann en lið Tindastóls var með yfirhöndina lengstum og náði að standa af sér góðan kafla gestanna. Gerel Simmons var hreint frábær í liði Tindastóls, kappinn gerði 35 stig og átti stærstan þátt í flottum sigri þar sem liðsheildin var mögnuð. Það lítur allt út fyrir að stuðningsmenn Tindastóls séu komnir með liðið sitt aftur í gírinn. Lokatölur voru 93-81.
Meira

Þríhleypan lögst á hilluna

Í frétt á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls nú í vikunni var sagt frá því að reynsluboltinn og þríhleypan Helgi Freyr Margeirsson hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 22 ára þjónustu sem meistaraflokksmaður – lengstum með liði Tindastóls. Fyrsta leikinn fyrir Stólana lék kappinn 14 ára gamall tímabilið 1996-1997 og því mögulega kominn tími til að kæla skothöndina.
Meira

Vatnsnesvegur kominn á samgönguáætlun

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í morgun endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Í frétt á vef RÚV segir ráðherra að ávinningur af samgönguáætluninni sé aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 er nú komin í samráðsgátt og gerir ráðherra ráð fyrir að hún verði lögð fram á þingi um miðjan nóvember.
Meira

Leikskólar í Húnavatnssýslum og Strandabyggð héldu sameiginlegan starfsdag

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í upphafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.
Meira

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands ætla að vera á ferð og flugi um Norðurland í október og nóvember og bjóða áhugasömum til viðtals um verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, s.s. DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða annað sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna.
Meira

Á íslensku má alltaf finna svar!

„Á íslensku má alltaf finna svar,“ las frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands í gærmorgun inn á tölvuforrit sem safnar röddum Íslendinga til að nota í samskiptum við snjalltæki framtíðarinnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lásu svo hinar þrjár línurnar úr kvæði Þórarins Eldjárn um íslenskuna. Þannig lána þau sínar raddir til máltæknilausna sem nú eru í smíðum.
Meira

Lillý stóri vinningurinn í Línu Langsokk

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um Línu Langsokk nk. föstudag og er óhætt að segja að margir séu orðnir spenntir að fá að horfa á. Leikstjóri er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem einhverjir kannast við frá seinasta hausti en þá leikstýrði hann leikhópi Fjölbrautaskólans sem setti upp söngleikinn Grease. Pétur er í viðtali í Feyki vikunnar en þar segir hann að stóri vinningurinn hafi komið upp þar sem leikkonan unga og efnilega, Emilíana Lillý, fari á kostum.
Meira

Landsnet stofnar verkefnaráð vegna Blöndulínu 3

Landsnet vinnur að stofnun verkefnaráðs til undirbúnings Blöndulínu 3, 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Markmiðið með nýju línunni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi þannig að það ráði betur við truflanir og auki hagkvæmni í orkuvinnslu með samtengingu virkjanasvæða. Mun raforkukerfið þjóna allri uppbyggingu og núverandi starfsemi á Norður- og Austurlandi. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.
Meira

Mjólkursamlag KS framleiðir Kefir

Á markað er kominn ný vara sem þróuð var og framleidd er af Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki. Um er að ræða aldagamla drykk, Kefir sem margir þekkja, og er MKS fyrst til að framleiða á Íslandi. Varan er seld undir vörumerki Mjólku og er þegar komin í matvöruverslanir.
Meira

Íbúðaverð hækkar mest á landsbyggðinni

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Meira