Hnitbjörgum á Blönduósi færð spjaldtölva að gjöf
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.04.2020
kl. 11.45
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu nýverið Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnartól fyrir íbúa. Í frétt frá félagsmálastjóra A-Hún. á fréttavefnum huni.is segir að það sé von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér í lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.
Meira