Skellur í Eyjum og Stólarnir mjólkurlausir út árið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.06.2020
kl. 20.10
Þriðja umferðin í Mjólkurbikar karla hófst í kvöld með leik ÍBV og Tindastóls í Eyjum. Eylingar voru talsvert sterkari í leiknum, enda eitt besta lið Lengjudeildarinnar, en það var þó sérstakega síðasti hálftími leiksins sem reyndist 3. deildar liði Stólanna erfiður og flóðgáttir opnuðust. Frammistaða gestanna var með ágætum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó 1-0 að honum loknum. Þeir bættu við sex mörkum í þeim síðari og lokatölur því 7-0.
Meira
