Stólarnir eru mættir!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.10.2019
kl. 22.17
Það var boðið til veislu í Síkinu í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn. Lið Garðbæinga er vel skipað og þrælsterkt og er spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var æsispennandi allt fram á lokakaflann en lið Tindastóls var með yfirhöndina lengstum og náði að standa af sér góðan kafla gestanna. Gerel Simmons var hreint frábær í liði Tindastóls, kappinn gerði 35 stig og átti stærstan þátt í flottum sigri þar sem liðsheildin var mögnuð. Það lítur allt út fyrir að stuðningsmenn Tindastóls séu komnir með liðið sitt aftur í gírinn. Lokatölur voru 93-81.
Meira