Fréttir

Sjávarútvegsráðherra vill styrkja minnihlutavernd í veiðifélögum

Styrking minnihlutaverndar í veiðifélögum, aðkoma Hafrannsóknastofnunar að gerð arðskráa og afnám milligöngu hins opinbera um greiðslu kostnaðar af arðskrármati eru áherslur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu er að finna tillögur að þremur meginbreytingum á núgildandi lögum:
Meira

Ný spennusaga frá Merkjalæk

Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu sem gefur bókina út.
Meira

Árangur í verki - Lilja Rafney Magnúsdóttir

Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Heilbrigðis- og umhverfisráðherra okkar hafi einnig staðið sig með miklum sóma.
Meira

Byrjað að leggja Sauðárkrókslínu 2

Steypustöð Skagafjarðar Ehf. er komin af stað við lagningu Sauðárkrókslínu 2 en vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki á að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið. Við það eykst orkuafhending og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki.
Meira

Haustfrí í heimabyggð

Vetrarfrí verður í grunnskólunum í Skagafirði næstkomandi fimmtudag og föstudag. Til að hafa ofan af fyrir þeim sem vita ekki hvað þeir eiga að hafa fyrir stafni þessa daga bjóða nokkrir aðilar í firðinum upp á skemmtilega og fræðandi afþreyingu fyrir börn og fullorðna.
Meira

Lína Langsokkur skottast um í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið um hina sterku og snjöllu Línu Langsokk, sem allir ættu að kannast við, föstudaginn 18. október í Bifröst á Sauðárkróki. Ekki þarf að fjölyrða um uppátæki Línu, sem öll eru stórkostleg og enginn ætti að leika eftir, enda erfitt þegar um sterkustu manneskju í heimi er um að ræða. Með hlutverk Línu fer Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir en vini hennar, Önnu og Tomma, leika þau Kristín Björg Emanúelsdóttir og Ásbjörn Wage. Langsokk sjálfan, sjóræningjann í Suðurhöfum og pabba Línu, leikur Guðbrandur J. Guðbrandsson. Leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
Meira

Tap gegn spræku B-liði Keflvíkinga

Það er óhætt að fullyrða að hvergi á landinu sé staðið jafn glæsilega að körfubolta kvenna og í Keflavík. Þar virðist nánast endalaus uppspretta efnilegra körfuboltastúlkna. Lið Tindastóls heimsótti Suðurnesið í gær og mátti þola tap í Blue-höllinni. Leikurinn var þó jafn og spennandi en heimastúlkur reyndust sterkari og unnu leikinn með tíu stiga mun, 82-72.
Meira

Saumaði íslenska búninginn á strákana sína

Friðfinna Lilja Símonardóttir sagði lesendum frá handavinnunni sinni í 12. tbl. Feykis árið 2018. Friðfinna býr í Keflavík en er uppalin á Barði í Fljótum. Hún hefur lengi haft áhuga á margs kyns handverki og meðal annarra starfa sem hún hefur gegnt var starf hannyrðakennara við Grunnskólann á Hofsósi en þar bjó hún um nokkurra ár skeið. Hún segir að skemmtilegustu verkefnin séu að prjóna á barnabörnin en hún og maður hennar eiga samtals sex barnabörn.
Meira

Sigurdís Sandra fetar í fótspor afabróður síns, Jónasar Tryggvasonar, og semur kórverk

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, frá Ártúnum í Blöndudal, stundar rytmískt píanónám við Syddansk Musikkonservatorium í Óðinsvéum í Danaveldi. Í næstu viku mun Odense Kammerkor frá Danmörku halda tónleika á Íslandi þar sem meðal annars verk eftir Sigurdísi Söndru Tryggvadóttur verður flutt. Verkið er samið við ljóðið Ísland, eftir afabróður Sigurdísar, Jónas Tryggvason frá Finnstungu en Jónas var brautryðjandi í tónlistarstarfi í Austur-Húnavatnssýslu á sínum tíma og samdi sjálfur nokkur kórverk, það þekktasta, Ég skal vaka.
Meira

Eplakaka með mulningi

Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði voru matgæðingar í síðasta tölublaði Feykis, því 38. á þessu ári. Bjarney og Pétur buðu upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum og einnig piparmintunammi. Þau sendu okkur eina uppskrift til, að ljúffengri eplaköku en vegna plássleysis var ekki hægt að birta hana í blaðinu og fylgir hún því hér á eftir.
Meira