Fréttir

Sjómenn og bændur :: Áskorandapenninn Birkir Þór Þorbjörnsson, Hvammstanga

Birta frænka mín skoraði á mig að skrifa smá pistil og færi ég henni litlar þakkir fyrir. Hún hringdi í mig fyrir rúmum mánuði síðan þannig að ég hef haft góðan tíma til að hugsa um hvað ég ætti að skrifa. En samt skila ég þessum pistli tveim dögum of seint og veit ekki enn um hvað hann á að vera.
Meira

Laxveiðin fer vel af stað

Nú er laxveiðin að komast á fullan skrið og eru húnvetnsku laxveiðiárnar að opna ein af annarri. Veiði hófst í Blöndu þann 5. júní, Miðfjarðará opnaði síðastliðinn mánudag og Laxá á Ásum á þriðjudag. Þá munu Víðidalsá og Vatnsdalsá opna á morgun, laugardag og Hrútafjarðará þann 1. júlí.
Meira

Tilraunaverkefni um heimaslátrun undirritað

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefninu er ætlað að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig er leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla, að því er segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Húni er kominn út

Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnavetninga er kominn út og er það 41. árgangur ritsins. Á heimasíðu USVH segir að ritið sé rúmar 200 blaðsíður að lengd og í því má finna frásagnir, viðtöl, ljóð og annan fróðleik sem tengist Húnaþingi vestra. Einnig er minnst látinna íbúa í sveitarfélaginu á árinu 2019 auk ítarlegra frétta úr hinum ýmsu byggðum sveitarfélagsins sem alls sjö fréttaritarar hafa skrásett.
Meira

Textílmiðstöðin sýnir á HönnunarMars

Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð á HönnunarMars 2020 , í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Eins og nafnið bendir til var ætlunin að hátíðin yrði haldin í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní.
Meira

Stólastúlkur hefja Lengjudeildarbaráttuna með sigri

Lengjudeild kvenna, sú næstefsta í Íslandsmótinu, hófst í kvöld þegar stelpurnar í Tindastól sóttu Aftureldingu heim á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ og áttu norðanstúlkur harma að hefna frá fyrra ári. Fór svo að fullkomin hefnd náðist með tveggja marka sigri Stóla.
Meira

Skýrsla um stöðu upplýsinga- og tæknimála í grunnskólum Skagafjarðar

Stöðumat á innleiðingu spjaldtölvuverkefnis í grunnskólum Skagafjarðar er komið út. Var matið unnið af Fræðsluþjónustu Skagafjarðar í samráði við stjórnendur grunnskóla Skagafjarðar, Árskóla á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og Hólum. Einnig var unnin greining á upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólunum á skólaárinu 2019-2020.
Meira

Kveður sunddeildina eftir 12 ára starf

„Hún er sunddeildin“ er oft sagt um Þorgerði Þórhallsdóttur, sundþjálfara og fráfarandi formann sunddeildar Tindastóls. Enda ekki skrýtið þar sem hún hefur lagt mikla vinnu í deildina og byggt hana upp síðustu ár. Þorgerður lét af störfum nýverið sem formaður deildarinnar og hefur smám saman verið að draga sig út úr sundstarfinu, enda búin að vera „kúturinn og korkurinn“ í deildinni síðustu 12 árin.
Meira

Sláttur hafinn í Skagafirði

Sláttur í Skagafirði hófst í vikunni. Er Feyki kunnugt um að fyrsti sláttur sé kominn af stað á bæjunum Hamri í Hegranesi og Gili. Segir Ómar á Gili að sláttur hefjist frekar í seinni kantinum þetta sumarið enda túnin ekki í sínu besta ásigkomulagi eftir veturinn, en það sleppi þó til. Hann fékk 9 rúllur á hektarann eftir þennan prufuslátt. Sævari á Hamri líst ekki nógu vel á ástand túnanna. Hann segir þau töluvert kalin og býst við að heyskapur verði rýr í ár. „Þar er steindautt í sárunum og mun taka einhvern tíma að ná túnunum góðum aftur“ segir Sævar.
Meira

Viðhaldsþörf Húnavers og Dalsmynnis hleypur á tugum milljóna

Kostnaður Húnavatnshrepps vegna reksturs Húnavers og Dalsmynnis síðastliðin fimm ár nemur rúmlega 35 milljónum króna og eru viðhaldsframkvæmdir vegna húsanna næstu fimm árin áætlaðar um 77 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem lögð voru fram á síðasta sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps. Í þeim er tekinn saman kostnaður við rekstur félagsheimilanna tveggja árin 2015 til 2020 og tilgreindar helstu viðhaldsframkvæmdir sem ráðast þarf í næstu fimm árin.
Meira