Fréttir

Rabb-a-babb 185: Gústi Kára

Nafn: Ágúst Kárason. Hvað er í deiglunni: Stend á þessum blessuðu tímamótum. Ferðaþjónustan hrunin vegna Corona-vírus svo nú liggja leiðir til allra átta og eitthvað verulega spennandi mun gerast. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Stóra gjöfin, hestur með öllum reiðtygjum. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? 1986. Önnur hæðin í Þýskalandi [við Kirkjutorgið á Króknum]. Þar leigði hún og sonur henna herbergi og ég var á þriðju hæðinni. Þarna hittumst við í fyrsta sinn, ég að koma af sjónum (trillukall), haugdrullugur og illa lyktandi. Hvað hún sá við þennan 202 sm slána er mér enn hulinn ráðgáta. Síðan eru liðinn 34 ár.
Meira

Flestir í sóttkví á Króknum á Norðurlandi vestra

Sjö ný Covid-19 smit hafa greinst á Norðurlandi vestra síðasta sólahringinn og eru þá orðin alls 29 en fjöldi einstaklinga í sóttkví hefur snarminnkað, úr 363 í 160, þ.e. fækkað um 203. Þeir sem á annað borð sæta einangrun á svæðinu eru flestir staðsettir í dreifbýli Húnaþings með póstnúmer 531, eða tíu manns en fæstir á Sauðárkróki þar sem þrír eru í einangrun en aftur á móti eru flesti í sóttkví þar eða 40 manns.
Meira

Oft var þörf – nú er nauðsyn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um ástandið þessa dagana og vikurnar. Eins og Víðir segir þá virkar ekkert í samfélagi okkar nú eins og það virkar alla jafna. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það ástand varir. Áhrif þess eru og munu verða víðtæk. Starfsemi fjölmargra, ef ekki allra, fyrirtækja og stofnana er skert eða breytt frá því sem áður var. Það eru því fjölmargir sem búa við óvissu, óöryggi og afkomuáhyggjur.
Meira

Ráðist í miklar fjárfestingar í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti

Alþingi samþykkti nýverið aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Markmið átaksins er að ráðast í arðbærar fjárfestingar og um leið auka eftirspurn eftir vinnuafli og örva landsframleiðslu á tímum samdráttar.
Meira

Heilun samfélagsins

Við erum að renna inn í þriðju viku samkomubanns og samfélagið dregur sig inn í skel. Margir vinna heima og aðrir eru komnir heim, þar sem fyrirtæki hafa stoppað meðan þessi stormur gengur yfir. Það má vera ljóst að fólk óttast ekki einungis um heilbrigði sitt heldur líka um afkomu sína og hvaða raunveruleiki blasi við þegar plágan er gengin hjá. Nú reynir á stoðir nærsamfélagsins og hver og einn skiptir máli í því sambandi.
Meira

Reynt við fyrsta heimsmetið í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Meira

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls

Við lok dags höfðu Vinnumálstofnun borist tæplega 25.000 umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli og gerir stofnunin ráð fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5 – 8% nú í mars en fari hækkandi og verði 12-13% í apríl og 11-12% í maí. Þá er einnig gert ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi fari lækkandi á tímabilinu maí til september en aukist á ný fram að áramótum í takt við hefðbundna árstíðarsveiflu. Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8% á árinu 2020.
Meira

Leiðbeiningar um Covid 19 - myndútskýring

Hér kemur myndútskýring um hvað má og hvað má ekki á þessum furðulegu tímum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana. Þessi mynd kom á vefnum heilsugeasla.is og vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta ef þeir eru í einhverjum vafa. Ég er örugglega búin að lesa þetta oft síðustu vikurnar en alltaf finnst mér betra að sjá allt myndrænt, festist eitthvað betur í heilanum á mér :)
Meira

Ég hlýði Atla

Það kannast allir við slagorðið „Ég hlýði Víði“ en svo getur farið að nýtt, en ekki eins lipurt, slagorð festi sig í sessi í Skagafirði, alla vega í gamla Hóla- og Viðvíkurhreppi, eftir að einhver gárunginn festi það á leiðbeiningaskilti Flokku við gámasvæði sveitarinnar. Ég hlýði Atla.
Meira

Mokveiði í grásleppunni

Aflafréttir segja frá mikilli grásleppuveiði á Skagafirði síðustu daga en nýr grásleppulisti var birtur í gær. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að bátar sem hafa verið við veiðar á Skagafirði voru að fiska mjög vel og má segja að um mokveiði sé að ræða. Í fréttinni er tekið sem dæmi að Hafey SK hafi þurft tvær ferðir til að ná öllum sínum 15 trossum í land.
Meira