Fréttir

Stelpurnar mæta Keflavík b í Blue-höllinni í dag kl. 16:00 í Keflavík

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn annan leik í 1.deildinni við Keflavík b í dag kl. 16:00 í Blue-höllinni í Keflavík. Stelpurnar áttu frábæran leik við Fjölnisstelpur í síðustu viku og unnu þær 69-63 hér heima. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að þær komi með sama krafti inn í þennan leik eins og síðasta og komi heim með tvö stig.
Meira

Veganesti - Áskorandapenni Sigríður B. Aadnegard, skólastjóri Húnavallaskóla

Frá því að ég lauk námi úr Fósturskóla Íslands hef ég hef ég starfað við kennslu og stjórnum í leik- og grunnskólum. Það munu vera um það bil 35 ár. Hef ég lært og þroskast í gegnum þetta starf. Sumt hefur verið virkilega erfitt en oftast er gaman og fáir dagar eru eins allt er þetta þó lærdómsríkt og kennir svo margt um lífið og manneskjuna ( einu sinni hélt lítill frændi minn að orðið manneskja væri hræðilegt orð).
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir refaveiðimönnum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref. Héraðinu hefur verið skipt upp í sex veiðisvæði og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði. Svæðin sem um ræðir eru Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan.
Meira

Atlantic Leather í gjaldþrot?

Í dag er síðasti möguleiki á að versla vörur hjá Atlantic Leather á Sauðárkróki þar sem starfsemin hættir nk. mánudag. Allt verður á 20 % afslætti, fiskileður, gærur sem og annað leður, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Gestastofu Sútarans. Eingöngu millifærslur eða staðgreiðsla er möguleg.
Meira

Deplar í áttunda sæti yfir bestu lúxushótelin

Hótelið Delpar Farm í Fljótum var valið áttunda besta lúxushótel heims af áskrifendum tímaritsins Condé Dast Traveler en að þessu sinni tók metfjöldi þátt í kosningunni. Deplar voru í hópi 50 hótela sem komust á listann en þátttakendur í atkvæðagreiðslunni heimsóttu um 10 þúsund hótel, sumardvalastaði og baðstofur við samantekt listans.
Meira

Simmons fékk Ljónagryfjuna lánaða í fimm mínútur

Önnur umferð Dominos-deildar karla hófst í gærkvöldi og aðalleikur umferðarinnar var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti liði Tindastóls sem hafði ýmislegt að sanna eftir hálf dapra frammistöðu í fyrsta leik. Stólarnir mættu vel stemmdir til leiks og pressuðu lið heimamanna villt og galið með góðum árangri. Strákarnir hirtu stigin sem í boði voru og fóru sáttir og sælir heim eftir 75-83 sigur í Ljónagryfjunni.
Meira

Rúnar Gísla býður sig fram til gjaldkera VG

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, hefur tilkynnt framboð sitt í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi sem haldið verður 18. – 20. október nk. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ segir Rúnar í tilkynningu sinni.
Meira

Ærslabelgurinn á Króknum formlega vígður

Í morgun var formlega tekinn í notkun svokallaður ærslabelgur sem hollvinasamtökin Leikum á Króknum hefur fjármagnað með ýmsum styrkjum frá fjölmörgum aðilum. Belgurinn er staðsetur við Sundlaug Sauðárkróks og mun verða útbelgdur frá klukkan 10 á morgnana til 10 á kvöldin.
Meira

Fundur um endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar

Í dag klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama til að mæta og taka þátt í að móta áherslur og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra

Rjúpnaveiðitímabilið nálgast og hefur leyfilegum veiðidögum fjölgað úr 15 í 22 að þessu sinni. Heimilt verður að veiða rjúpu frá 1. nóvember til og með 30. nóvember alla daga, að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Sölubann er áfram við lýði og er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir, að því er kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Eru veiðimenn eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.
Meira