Fréttir

Stólarnir mæta liði Selfoss í Geysisbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Geysis-bikarsins í körfubolta nú í vikunni. Lið Tindastóls þarf að bregða undir sig betri fætinum og tölta suður á Selfoss en þeir sunnanmenn eru með lið í 1. deild og það er hann Chris okkar Caird sem stjórnar liði Selfoss.
Meira

Samstarf á bjargi byggt

Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði. Höfum við lagt margt að mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
Meira

Pínu rosalega gaman - Ágúst Ingi, trommari DDT skordýraeiturs, í viðtali

Nú á föstudagskvöldið verða haldnir dúndurtónleikar í Bifröst þegar pönksveitin DDT skordýraeitur og Tríó Pilla Prakkó leiða saman trunturnar sínar, eins og segir í kynningu. Tríóið þarf ekki um langan veg að fara en pönkararnir koma hins vegar alla leið frá Neskaupstað og innan raða bandsins er Króksarinn Ágúst Ingi Ágústsson sem brást vel við beiðni Feykis um að svara nokkrum spurningum. Pilli Prakkó brást hins vegar illa við, svaraði fáu og reyndar hafði hann þetta eina að segja: „Ég er hundfúll yfir því að það kosti bara 2000 kall inn. Ég vildi að það kostaði 7000! Þetta eru kveðjutónleikarnir mínir.“
Meira

Kótelettur, skemmtun og harmonikkuball

Föstudaginn 18. október ætlar Eldridansaklúbburinn Hvellur að halda upp á 35 ára afmælið sitt með skemmtun í Ljósheimum. Boðið verður upp á kótelettur og meðlæti, kaffi og eftirrétt að hætti húsráðenda. Borðhaldið hefst kl 19:00. Gunnar á Löngumýri stjórnar borðhaldi og skemmtir og danshópur sýnir línudans. Að skemmtun lokinni og til miðnættis verður ball, þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Elín frá Egg og Guðmundur Ásgeirsson þenja nikkurnar og Sigurður Baldursson slær taktinn á trommurnar.
Meira

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið fimm milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga Landspítala við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.
Meira

Mikil barátta frá fyrstu sekúndu leiksins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls tók á móti Fjölni í fyrsta leik sínum í fyrstu umferð 1. deildarinnar í körfunni á laugardaginn og var ekki annað að sjá, frá fyrstu sekúndum leiksins, en að þær ætluðu sér sigur. Baráttan og leikgleðin skein í gegn hjá stelpunum sem gladdi stuðningsmannahjörtu okkar allra sem horfðu á leikinn eftir svekkelsið hjá Meistaraflokki karla á fimmtudaginn.
Meira

Þjóðararfur í þjóðareign

Vilhjálmur Bjarnason færði á dögunum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gjafabréf útgáfuréttar að sex binda útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar sem fræðimennirnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson tóku saman og gáfu út á árunum 1954-1961. Þar er um að ræða aðra útgáfu sagnanna sem Jón Árnason safnaði og margir Íslendingar kannast við og er sú útgáfa þeirra nú komin í þjóðareign.
Meira

Tekinn Á 166 km hraða í Blönduhlíðinni

Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, milt og stillt, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni.
Meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands vestra birt í samráðsgátt stjórnvalda

Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sóknaráætlunum landshlutanna sem munu ná yfir tímabilið 2020-2024. Drög að nýjum sóknaráætlunum verða birtar í samráðsgátt stjórnvalda og er það í fyrsta sinn sem mál utan ráðuneyta eru birt þar. Nú þegar hafa sóknaráætlanir þriggja landshluta verið birtar í samráðsgáttinni, Suðurlands, Vestfjarða og nú síðast Norðurlands vestra.
Meira

Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn

Nýsköpunarlandið Ísland er samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðja við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, kynnti sl. föstudag nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Meira