Fréttir

GSS í 2. sæti Íslandsmóts golfklúbba 3. deildar

Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks lék á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild sem haldið var á Húsatóftarvelli í Grindavík 16.-18. ágúst sl. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson. „Gott silfur er gulli betra!“ segja þeir í GSS, sáttir með árangurinn.
Meira

Hvernig á að flokka?

Endurvinnslustöðin Flokka á Sauðárkróki birti í gær á vefsíðu sinni, flokka.is, upprifjun á því hvernig Skagfirðingar eiga að flokka úrganginn sinn sem fara á í grænu tunnuna. Þó flestir ættu nú að vera búnir að ná nokkuð góðum tökum á listinni að flokka er alltaf gott og gagnlegt að rifja upp og ekki er útilokað að reglurnar hafi tekið einhverjum breytingum frá upphafi, auk þess sem sömu reglur gilda ekki hjá öllum endurvinnslustöðvum og þeir sem flytja milli svæða þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð við flokkunina.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Meira

Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið

Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann byggður á aflatölum í lok dagsins í gær, 21. ágúst. Þar má sjá að tvær ár hafa nú bæst í hóp þeirra sem farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar veiðst í ánni.
Meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Nýlega voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar og var það í 21. sinn sem svo er gert. Eru viðurkenningarnar veittar árlega þeim aðilum sem þykja hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Feðgar með níu Íslandsmótstitla

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS.
Meira

Sýning listamanna í Bílskúrsgalleríinu

Á morgun, föstudaginn 23. ágúst milli klukkan 15 og 18 verður haldin sýning á verkum textíllistamanna sem dvalið hafa í Kvennaskólanum á Blönduósi að undanförnu. Sýningin ber yfirskriftina She sits stitching og verður til húsa í Bóilskúrsgalleríinu að Árbraut 31.
Meira

Malbikun á hluta Skagfirðingabrautar

Í dag, fimmtudaginn 22. ágúst, verður malbikaður hluti Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki, frá N1 og norður fyrir gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar.
Meira

Sex fúlar flyðrur frá Fáskrúðsfirði í net Stólanna

Tindastólsmenn héldu austur í dag og spiluðu við sprækt lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Eitthvað virðast þessar hallir koma Stólunum úr stuði því líkt og á móti Akranes-Kára á dögunum þá fengu strákarnir rassskell og gáfu andstæðingunum mörk á færibandi. Lokatölur 6-0 og ekki batnaði útlitið á botninum við það.
Meira