Náttúruminjasafn Íslands semur við Fjölnet
feykir.is
Skagafjörður
24.04.2020
kl. 08.20
Náttúruminjasafn Íslands hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa safnsins en um er að ræða alrekstur ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Stofnunin byggir starfsemi sína á rannsóknum og gagnaöflun á eigin vegum og í samstarfi við aðra, miðlun þekkingar og upplýsinga með staf- og rafrænni útgáfu, ráðgjöf, fyrirlestrum og sýningarhaldi.
Meira
