Fréttir

Deiliskipulag gamla barnaskólalóðarinnar liggur frammi til skoðunar

Tillaga að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki, lóðina Freyjugötu 25, liggur nú frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins frá og með deginum í dag til og með 3. apríl.
Meira

Kært til fortíðar, kulda og myrkurs

Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira

Jóhannes Kári ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra

Jóhannes Kári Bragason hefur verið ráðinn slökkviliðstjóri Brunavarna Húnaþings vesta frá 1. mars nk. til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkviliðsstjóra.
Meira

Marín Guðrún nýr forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands

Húnvetningurinn Marín Guðrún Hrafnsdóttir mun taka við embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands en hlutverk safnsins er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda.
Meira

Sextíu og fimm milljónir til 76 verkefna

Alls bárust 113 umsóknir í Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra þar sem óskað var eftir 170 milljónum króna í styrki en aðeins sjötíu og sex verkefni, 60 aðila, náðu í gegn en úthlutun fór fram sl. fimmtudag í félagsheimilinu á Hvammstanga. Samtals var úthlutað 65 milljónum króna en hæsta styrkinn hlaut Þekkingarsetrið á Blönduósi, 5.162.000.
Meira

Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins skipað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur sett á stofn Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins að tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Jóns Gunnarssonar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Meira

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanemanna

Um liðna helgi fór fram í Háskóla Íslands hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun og byggði áskorunin á lið B.7, störf án staðsetningar, og var meginmarkmið hennar að komast að því hvernig hægt væri að búa svo um að það yrði ákjósanlegt fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni.
Meira

Vegur lokaður vegna umferðarslyss við Stóru-Giljá

Fyrir skömmu varð umferðarslys við bæinn Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu er tveir bílar er komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Ekki var vitað um líðan farþega er Feykir hafði samband við Neyðarlínuna.
Meira

Veiðileyfi í Blöndu og Svartá á veida.is

Sala veiðileyfa í Blöndu og Svartá fyrir komandi veiðitímabil eru nú komin í sölu á veiðileyfavefnum veiða.is. Nýr leigutaki, Starir, tók við svæðunum síðastliðið haust, og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga og er þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu svæðana til framtíðar.
Meira

Fyrsta beina flugið frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli á laugardagsmorgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem það félag býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir árið 2019 sem vöktu mikla lukku.
Meira