Fréttir

Fundir um mótun framtíðar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til funda á þremur stöðum í landshlutanum í þessari viku. Fundirnir eru haldnir í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og eru þeir opnir hverjum þeim er vill hafa áhrif á stefnu landshlutans til ársins 2024.
Meira

Myndlistarsýningu Jóhanns Sigurðssonar lýkur senn

Myndlistarsýning Jóhanns Sigurðssonar, sem opnuð var á Húnavöku, stendur enn yfir í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en á Facebooksíðu listamannsins, JoSig Art, kemur fram að nú fari að styttast í að henni ljúki.
Meira

Nýr sveitarstjóri hefur störf í Húnaþingi vestra

Sveitarstjóraskipti urðu í Húnaþingi vestra þann 15. ágúst sl. þegar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir tók við starfinu af Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem gegnt hefur starfinu sl. fimm ár.
Meira

Litla hryllingsbúðin á Hvammstanga

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga laugardaginn 24. ágúst kl 18:00. Um er að ræða fyrstu uppsetningu sumarleikhússins, sem er sjálft nýtt af nálinni.
Meira

Enn einn sigurinn í hús hjá Stólastúlkum

Í dag mættust lið Tindastóls og Augnabliks úr Kópavogi á gervigrasinu á Króknum. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Inkasso-deildarinnar og ljóst að með sigri þá héldu Stólastúlkur veikri von um sæti í efstu deild lifandi. Það fór svo að lið Tindastóls reyndist sterkari aðilinn og uppskar 3-1 sigur en Murielle Tiernan gerði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Laufey Harpa náði forystunni fyrir lið Tindastóls í fyrri hálfleik.
Meira

Sveitasæla 2019 - Myndasyrpa

Í gær var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna.
Meira

Kormákur/Hvöt skrefi nær úrslitakeppninni

Lið Kormáks/Hvatar hefur heldur betur sýnt hvað í því býr í 4. deildinni að undanförnu en liðið hefur nú unnið átta leiki í röð og er í góðum séns með að skila sér í úrslitakeppni um sæti í 3. deild nú þegar ein umferð er eftir óleikin í B-riðli. Í gær fengu Húnvetningarnir lið ÍH í heimsókn á Blönduósvöll og unnu glæsilegan 6-0 sigur.
Meira

Gaddfreðnir Garðbæingar lutu í gras

Tindastólsmenn tóku á móti Knattspyrnufélagi Garðabæjar (KFG) á grasvellinum á Króknum í gær. Lið Tindastóls er langneðst í 2. deildinni og hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik í sumar. Liðið hefur þó sýnt talsverð batamerki upp á síðkastið og Garðbæingar, sem virkuðu gaddfreðnir í norðlenska norðanstrekkingnum, reyndust Stólunum frekar þægilegur andstæðingur. Lokatölur 3-0 en lið Tindastóls sem fyrr í botnsætinu en nú með níu stig.
Meira

Ber og aftur ber

Þessi matarþáttur birtist í Feyki, 31. tbl. ársins 2017 Það er umsjónarmaður þáttarins sem skrifar: Nú haustar að og þá er fátt betra en að drífa sig í berjamó. Úr alls konar berjum er hægt að útbúa margs kyns dýrindis rétti og ætla ég að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem bláberin eru í aðalhlutverki. Möguleikanir eru ótal margir eins og sést ef maður gúgglar orðið bláber, s.s. að nota berin í þeyting (boost), baka úr þeim pæ, muffins og fleira, í marineringar á kjöt, í sósur með villibráð og svo auðvitað í alls konar eftirrétti. Berin má nota jafnt fersk sem frosin, mér þykir t.d. betra að þau séu búin að frjósa þegar ég bý til pæ úr þeim. En best og hollast er auðvitað að borða berin bara eins og þau koma fyrir af lynginu.
Meira

Ánægðir Skagfirðingar eftir frábæran árangur á HM

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk sl. sunnudag í Berlín en þar hlutu Íslendingar sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki. „Þreyttu en líður vel,“ sagði Jóhann R. Skúlason eftir mikla keyrslu nóttina eftir mótið og Ásdís Ósk Elvarsdóttir sagði það algjörlega geggjað að standa á palli á HM íslenska hestsins.
Meira