Fréttir

Endurnýjar ekki samning um málefni fatlaðs fólks

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var í upphafi vikunnar, var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning sem milli fimm sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks.
Meira

Framsókn í Skagafirði vill ekki orkupakka 3

Í ályktun sem stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar birtir á Facbooksíðu sinni í dag er áréttað að orkuauðlindin sé ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu og telur rétt að skuli leita skuli eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. „Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt.“
Meira

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira

Skagafjörður heilsueflandi samfélag

Í gær skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undir samning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og embætti Landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Meira

Sirrý Sif ráðin á fjölskyldusvið Skagafjarðar

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA, hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. ágúst sl. Sirrý Sif starfaði áður sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi og mun sinna verkefnum er varða faglega og rekstrarlega stjórnun heimaþjónustu, húsnæðismál, félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og daggæslu barna á einkaheimilum. Tekur hún við af Gunnari Sandholt sem látið hefur af störfum.
Meira

Miðflokkurinn boðar til fundar í kvöld á Sauðárkróki

Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins verða frummælendur á opnum stjórnmálafundi í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki.
Meira

Áskorendapenninn/Benedikt Blöndal Lárusson/Af margs konar menningu

Svo er kominn allt í einu 17. júní og það rignir ekki, að vísu var þoka í gærkvöldi og úði, fyrir gróðurinn og þá sem eru með astma eins og ég. Hátíðarhöldin voru hér á Blönduósi með sama sniði og í fyrra, hitteðfyrra og jafnvel lengra aftur, stutt og hefðbundin. Nú var 75 ára afmæli lýðveldisins og það hefði verið vel við hæfi að gefa svolítið í, en sami háttur var hafður á og 1. desember í fyrra á afmæli fullveldisins, sem sagt ekkert á héraðsvísu.
Meira

Leikskólinn Ásgarður 25 ára ára

Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga fagnaði 25 ára afmæli sínu á þriðjudag 13. ágúst en byggingin var vígð á þeim degi árið 1994. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar voru þá teknir í notkun.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Sveitasæla í Skagafirði

Núna um helgina verður haldin hin árlega Sveitasæla í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem heldur utan um hátíðina.
Meira