Íþróttir

Ronaldo besti leikmaður allra tíma

Á fótboltavellinum er erfiðast að skora mörk. Það er dýrmætt fyrir lið að hafa leikmann í sínum röðum sem er snjall að koma boltanum í mark andstæðinganna. Tindastóll nældi í einn svona leikmann í byrjun sumars. Luke Morgan Conrad Rae, 19 ára strákur frá Overton, litlum bæ á Englandi, hefur verið iðinn við kolann. Foreldrar hans eru Sheldon og Michelle og hann á sjö systkini; bræðurna Nathan og McKenzie og systurnar Nicola, Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Meira

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira

Tap Stólastúlkna í Grindavík

Lið Tindastóls lék á laugardaginn við Grindavíkurstúlkur í 1. deild kvenna í körfubolta og fór leikurinn fram í Grindavík. Gestirnir hófu leikinn ágætlega en lið heimastúlkna skreið fram úr skömmu fyrir hálfleik og lét forystuna ekki af hendi eftir það. Síðustu mínúturnar tóku þær síðan völdin og unnu öruggan sigur. Lokatölur 75-56 fyrir Suðurnesjastúlkurnar.
Meira

Augnablik bar sigurorð af brothættu Stólaliði

Lið Tindastóls tapaði þriðja leiknum í röð í gær þegar Augnablik kom í heimsókn á Krókinn. Gestirnir voru sterkara liðið í leiknum en Luke Rae fékk nokkur frábær færi fyrir Stólana, sem hann reyndar bjó að mestu til sjálfur, en nýtti aðeins eitt. Gestirnir gerðu hins vegar tvö mörk og sigruðu lið Tindastóls sem virðist rétt hanga saman á límingunum þessa dagana. Lokatölur 1-2.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti

Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Meira

Áskorun að læra eitthvað nýtt - Nýliðar í golfi - Helgi Freyr Margeirsson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Helgi Freyr Margeirsson ríður á vaðið en hann er þekktur úr körfunni fyrir að raða niður þristum. Því biðu kylfingar spenntir eftir að sjá hvort framhald yrði á þristaröðinni. Helgi hlær að þessu en útilokar ekki að þristunum fjölgi en hann segist hafa spilað töluvert í sumar.
Meira

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur!

Lið Tindastóls og ÍA mættust í Akraneshöllinni nú undir kvöld í 17. umferð Lengjudeildarinnar. Stólastúlkur höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild og lið ÍA var komið á lygnan sjó eftir basl í sumar. Eitt hékk þó eftir á spýtunni hjá liði Tindastóls en það var Lengjudeildarmeistaratitillinn. Það fór vel á því að Meistari-Mur tryggði toppsætið með enn einni meistaraþrennunni. Lokatölur voru 2-4 fyrir Tindastól eftir fjörugan leik.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

ÍR-ingar seigir á endasprettinum

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í Dominos-deildinni fór fram í gær en ríflega 200 áhorfendur mættu galvaskir í Síkið og fengu hörkuleik þó úrslitin hafi verið fæstum að skapi. Jaka Brodnik var fjarri góðu gamni sökum meiðsla í liði Tindastóls og munaði um minna en það var þó helst skotnýtingin sem kom niður á Stólunum. Þannig skoraði Sigvaldi Eggerts í liði gestanna fleiri 3ja stiga körfur en allt lið Tindastóls til samans en kappinn setti fimm þrista og var sennilega þessi x-factor sem stundum þarf til að vinna leiki. Leikurinn var spennandi fram á síðustu sekúndu en Breiðhyltingarnir höfðu betur, lokatölur 83-87.
Meira