Fótboltinn aftur af stað
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.08.2020
kl. 10.53
Knattspyrnukempur eru komnar í startholurnar eftir að leyfi fékkst til að halda áfram keppni á Íslandsmótunum sem sett voru á ís í lok júlí. Leikið verður á Sauðárkróksvelli á sunnudaginn kl. 16:00 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Lengjudeild kvenna. Á sama tíma spila strákarnir á Egilsstöðum við lið Hugins/Hattar. Rétt er að benda á að enn um sinn mega áhorfendur ekki mæta á vellina en TindastóllTV sýnir væntanlega heimaleiki Tindastóls þannig að baráttan í boltanum á ekki að þurfa að fara framhjá stuðningsmönnum.
Meira