Íþróttir

Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum

Tindastóll fékk illa á baukinn í dag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krókinn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildarinnar í sumar.
Meira

„Ég mun aldrei aftur kvarta yfir því að þurfa að fara í tveggja tíma ferð í útileik“

Fjórir breskir leikmenn eru á mála hjá karlaliði Tindastóls sem tekur þátt í 3. deildinni í sumar. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Michael Ford sem hefur átt fína leiki í vörninni og skoraði sitt fyrsta mark skömmu fyrir Covid-truflun 2. Hann segist alla jafna spila á miðjunni en hefur í gegnum stuttan feril einnig leyst flestar stöður í vörn.
Meira

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira

Skrifað undir við sterkan kjarna Stólastúlkna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna en að auki hefur verið samið við tvo leikmann frá Akureyri, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttir og Karen Lind Helgadóttur, og einn erlendan leikmann, Dominique Toussaint, og er liðið nú fullmannað fyrir komandi átök að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.
Meira

Vigdís Edda með fyrsta markið sitt í Pepsi Max

Eins og kunnugt er þá hafði knattspyrnukempan Vigdís Edda Friðriksdóttir vistaskipti í vetur, yfirgaf uppeldisfélagið Tindastól og skipti yfir í eitt sterkasta knattspyrnulið landsins, Breiðablik. Í gær komst hún á blað hjá Blikum þegar hún skoraði sjötta mark liðsins í 0-7 sigri á liði FH og var þetta fyrsta mark hennar í efstu deild.
Meira

Jafntefli Tindastólsmanna á Villa Park

Tindastólsmenn brunuðu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir öttu kappi við lið Hugins/Hattar á Vilhjálmsvelli í rjómablíðu austfirska sumarsins. Þetta voru fyrstu leikir liðanna að lokinni COVID-pásunni og var lið Tindastóls í þriðja sæti en heimamenn voru í næstneðsta sæti. Engin breyting varð á stöðu liðanna að leik loknum því liðin skiptu stigunum á milli sín en lokatölur voru 1-1 eftir að Stólarnir jöfnuðu enn eina ferðina í uppbótartíma.
Meira

Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga

Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.
Meira

Góð byrjun Stólastúlkna eftir COVID-pásuna

Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum í dag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Mur kom heimastúlkum yfir snemma leiks en leikurinn var í jafnvægi þangað til klukkutími var liðinn af leiknum en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið og þjálfari gestanna leit sama lit í kjölfarið. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur með því að bæta við þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu.
Meira

Þrjár nýjar Stólastúlkur

Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Meira