Íþróttir

Skíðavertíðin að hefast

Nú fer að styttast í skíða- og brettatímabilið hjá skíðadeild Tindastóls en í tilkynningu segir að stefnt sé á að yngri kynslóðin hittist á skíðasvæðinu 14. desember klukkan 14:00 Heitt kakó og piparkökur verður í boði og vonandi nógur snjór í fjallinu til að geta, alla vega, rennt sér nokkrar ferðir á snjóþotu, eða sem betra væri, að komast á skíði.
Meira

Skin og skúrir í Síkinu þrátt fyrir tvo sigra Stólastúlkna

Það var tvíhöfði í Síkinu um helgina en lið Tindastóls fékk Grindavík b í heimsókn í 1. deild kvenna. Lið gestanna var á botni deildarinnar fyrir leikina, með 2 stig líkt og lið Hamars, og það varð engin breyting á því þar sem lið Tindastóls vann báða leikina og situr á toppi deildarinnar með 16 stig en hefur tapað þremur leikjum í vetur líkt og lið Fjölnis, ÍR og Keflavíkur b sem eiga leiki inni. Botnliðið gaf toppliðinu þó tvo hörkuleiki núna um helgina en Stólastúlkur nældu í tvo mikilvæga sigra og talsverða innlögn í reynslubankann.
Meira

Stólarnir tóku völdin í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í 9. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin háðu mikið og dramatískt stríð í úrslitakeppninni í vor þar sem Þórsarar slógu Stólana úr leik og mátti því búast við heljarins hanaslag í gærkvöldi. Leikurinn varð hins vegar hálf undarlegur, varnarleikur liðanna í öndvegi en sóknarleikurinn mistækur. Tindastólsmenn hristu þó af sér sliðruorðið í fjórða leikhluta, náðu 19-3 kafla í stigalitlum leik og unnu góðan sigur. Lokatölur 72-67.
Meira

Jón Gísli og Skagastrákarnir úr leik í Evrópu

Síðustu tvö sumur hefur sameinað lið ÍA, Kára og Skallagríms orðið Íslandsmeistari í knattspynu í 2. flokki karla. Liðinu bauðst í sumar að taka þátt Unglingadeild UEFA og hefur liðið spilað nokkra leiki í þeirri keppni en féll loks úr leik í gær þegar þeir mættu liði Englandsmeistaranna, Derby County, á Pride Park. Með liðinu spilar Króksarinn Jón Gísli Eyland Gíslason.
Meira

Þórsarar mæta Stólunum í Síkinu í kvöld

Körfuboltinn heldur áfram að skoppa í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna í Síkið og hvetja lið Tindastóls gegn þrautreyndum Þórsurum úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eflaust verður hægt að gæða sér á sjóðheitum hömmurum fyrir leik.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira

Nú er hægt að lesa Stólinn á netinu

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðustu viku. Þetta er annað árið sem Kkd. Tindastóls og Nýprent gefa út ríkulega myndskreyttan Stólinn.
Meira

Njarðvík hafði betur í uppgjöri toppliðanna

Stólastúlkur renndu í Njarðvík í gær þar sem þær léku við lið heimastúlkna í Njarðtaks-gryfjunni. Lið Tindastóls náði frábærum 13-0 kafla í öðrum leikhluta en leiddu þó aðeins með tveimur stigum í hléi. Í lokafjórðungnum reyndust Njarðvíkingar sterkari og sigruðu að lokum með tíu stigum, lokatölur 66-56, og náðu þar með toppsæti 1. deildar af liði Tindastóls en bæði lið eru með 12 stig.
Meira

Nemendur lutu í gras fyrir starfsfólki FNV

Árleg golfkeppni nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fór fram á Hlíðarendavelli í haust. Fyrirkomulagið var Texas scramble og hafði starfsfólkið betur að þessu sinni og fékk nöfn sín á bikarinn.
Meira

Stólarnir kváðu afturgengna Fjölnismenn í kútinn

Tindastólsmenn hittu Fjölnismenn fyrir í Grafarvoginum reykvíska í kvöld í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir spiluðu glimrandi góðan bolta í fyrri hálfleik og voru 22 stigum yfir í hálfleik en lið Fjölnis gekk af göflunum í þriðja leikhluta og lék gesti sína grátt. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta en þá náðu vígreifir Stólar vopnum sínum á ný og fögnuðu að lokum næsta öruggum sigri. Lokatölur voru 88-100 fyrir piltana prúðu að norðan.
Meira