Breiðhyltingar í bóndabeygju á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.07.2019
kl. 12.35
Það heldur áfram stuðið á Stólastúlkum í Inkassodeildinni. Í gærkvöldi kom lið ÍR úr Breiðholti Reykjavíkur í heimsókn á Krókinn en ÍR-stelpurnar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni í sumar og því fyrir fram reiknað með sigri Tindastóls. Niðurstaðan var 6-1 sigur og lið Tindastóls hefur nú komið sér huggulega fyrir í þriðja sæti deildarinnar sem sannarlega gleður augað.
Meira