Jóhann Björn og félagar sigruðu í 4x100m í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.08.2019
kl. 14.22
Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum fór fram um helgina þar sem keppt var í fjórum deildum: Ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild. Íslendingar kepptu í 3. deild ásamt tólf öðrum liðum, og fór sú keppni fram í Skopje í Norður-Makedóniu 10.-11. ágúst. Keppt var í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki og voru tveir Skagfirðingar meðal keppenda.
Meira
