Leiknismenn höfðu betur í sólinni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.06.2019
kl. 20.15
Tindastólsmenn tóku á móti liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í 2. deild karla í knattspyrnu í dag eða um leið og sumarið fann sig á ný í Skagafirði. Lið Tindastóls hafði tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni fyrir þennan leik og gestirnir höfðu enn ekki tapað leik. Úrslitin reyndust því miður eftir bókinni, en Leiknir náði snemma tveggja marka forystu og Stólarnir náðu ekki að kreysta fram jafntefli þrátt fyrir nokkur góð færi í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.
Meira