Íþróttir

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Feðgar með níu Íslandsmótstitla

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS.
Meira

Sex fúlar flyðrur frá Fáskrúðsfirði í net Stólanna

Tindastólsmenn héldu austur í dag og spiluðu við sprækt lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Eitthvað virðast þessar hallir koma Stólunum úr stuði því líkt og á móti Akranes-Kára á dögunum þá fengu strákarnir rassskell og gáfu andstæðingunum mörk á færibandi. Lokatölur 6-0 og ekki batnaði útlitið á botninum við það.
Meira

Enn einn sigurinn í hús hjá Stólastúlkum

Í dag mættust lið Tindastóls og Augnabliks úr Kópavogi á gervigrasinu á Króknum. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Inkasso-deildarinnar og ljóst að með sigri þá héldu Stólastúlkur veikri von um sæti í efstu deild lifandi. Það fór svo að lið Tindastóls reyndist sterkari aðilinn og uppskar 3-1 sigur en Murielle Tiernan gerði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Laufey Harpa náði forystunni fyrir lið Tindastóls í fyrri hálfleik.
Meira

Kormákur/Hvöt skrefi nær úrslitakeppninni

Lið Kormáks/Hvatar hefur heldur betur sýnt hvað í því býr í 4. deildinni að undanförnu en liðið hefur nú unnið átta leiki í röð og er í góðum séns með að skila sér í úrslitakeppni um sæti í 3. deild nú þegar ein umferð er eftir óleikin í B-riðli. Í gær fengu Húnvetningarnir lið ÍH í heimsókn á Blönduósvöll og unnu glæsilegan 6-0 sigur.
Meira

Gaddfreðnir Garðbæingar lutu í gras

Tindastólsmenn tóku á móti Knattspyrnufélagi Garðabæjar (KFG) á grasvellinum á Króknum í gær. Lið Tindastóls er langneðst í 2. deildinni og hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik í sumar. Liðið hefur þó sýnt talsverð batamerki upp á síðkastið og Garðbæingar, sem virkuðu gaddfreðnir í norðlenska norðanstrekkingnum, reyndust Stólunum frekar þægilegur andstæðingur. Lokatölur 3-0 en lið Tindastóls sem fyrr í botnsætinu en nú með níu stig.
Meira

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Tindastólssigur í Grafarvoginum

Í gærkvöldi fór fram leikur Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi. Leikurinn fer svo sannarlega ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en sigur er sigur og náði Tindastóll að setja boltann einu sinni í markið og þannig enduðu leikar 0-1 sigur Tindastóls.
Meira

Útileikur í kvöld hjá stelpunum í Tindastól á móti Fjölni

Í kvöld mætast lið Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum klukkan 18:00. Tindastóll er í fjórða sæti í deildinni með 19. stig á meðan Fjölni er í næstneðsta sæti með 12. Stig.
Meira