Tvöfaldur Tindastólssigur í tvíhöfða gegn Hamri
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.10.2019
kl. 11.10
Lið Tindastóls og Hamars úr Hveragerði mættust tvívegis í Síkinu um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Það fór svo að lið Tindastóls sigraði í báðum leikjunum og situr nú eitt á toppi deildarinnar, en reyndar búið að spila leik meira en næstu lið fyrir neðan. Fyrri leikurinn gegn Hamri, sem fram fór á laugardag, vannst með sex stiga mun, 78-72, en yfirburðir heimastúlkna voru meiri í síðari leiknum á sunnudeginum sem endaði 78-58.
Meira
