Flottir krakkar á jólamóti Tindastóls í júdó
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.12.2018
kl. 09.40
Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Góð mæting var á mótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára Pálmasonar, bónda í Garðakoti.
Meira