Íþróttir

Dino Butorac genginn til liðs við Tindastól í körfunni

Það styttist í að körfuboltalið Tindastóls í Dominos-deildinni hefji æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Eftir að hafa fengið Daneiro Axel Thomas, Brynjar Þór Björnsson og Urald King til liðs við sig var það síðan leitt fyrir Tindastólsmenn að missa Skagfirðinginn Sigtrygg Arnar Björnsson yfir til Grindvíkinga nú í sumar. Stólarnir eru þó ekki að baki dottnir og hafa fundið reynslumikinn Króata, Dino Butorac, til að fylla skarð Arnars og mun hann leika með Stólunum á komandi keppnistímabili.
Meira

Sannfærandi sigur á Kórdrengjum á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar, sigraði Kórdrengi með sannfærandi hætti, 3-0, á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Kórdrengir stórhættulegir en heimamenn stóðu í þeim.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Júdóiðkendur í æfingabúðum í Svíþjóð - Ferðasaga

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls lögðu land undir fót ásamt iðkendum frá Pardusi á Blönduósi og Ármanni í Reykjavík og tóku þátt í æfingabúðum í Júdó í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Sagt er frá þessu á vef Júdódeildar Tindastóls.
Meira

Tiernan með fjögur í öruggum sigri á Álftnesingum

Kvennalið Tindastóls hélt áfram frábæru gengi í 2. deild kvenna í gærkvöldi þegar lið Álftaness mætti á gervigrasið á Króknum. Lið Álftnesinga hafði fyrr í sumar borið sigurorð af Stólastúlkum, 2-1, þar sem stelpurnar voru klaufar að tapa en í gærkvöldi sáu gestirnir aldrei til sólar því lið Tindastóls var mun sterkara og sigraði örugglega 4-0 þar sem Murielle Tiernan gerði öll fjögur mörkin.
Meira

Víðismenn höfðu betur í Garðinum

Tindastóll sótti Víðismenn heim í Garðinn í gærkvöldi og var leikið á Nesfisk-vellinum en 15. umferðin í 2. deild karla hófst einmitt í gær. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og það var mikilvægt fyrir Stólana að ná hagstæðum úrslitum. Það hafðist því miður ekki því lokatölur voru 2-0 Garðbúum í hag.
Meira

Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.
Meira

Króksmótið fer fram nú um helgina

Króksmót FISK Seafood fer fram á Sauðárkróki nú um helgina. Mótið hefur verið haldið í áraraðir og er ætlað strákum í 6. og 7. flokki (árgangar 2011-2008).
Meira

U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.
Meira

Kvennalandsliðið í júdó æfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Sterkustu júdókonur landsins munu koma saman á Sauðárkróki helgina 24. - 26. ágúst næstkomandi og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara kvenna í Júdó, Önnu Soffíu Víkingsdóttur.
Meira