Dino Butorac genginn til liðs við Tindastól í körfunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.08.2018
kl. 14.15
Það styttist í að körfuboltalið Tindastóls í Dominos-deildinni hefji æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Eftir að hafa fengið Daneiro Axel Thomas, Brynjar Þór Björnsson og Urald King til liðs við sig var það síðan leitt fyrir Tindastólsmenn að missa Skagfirðinginn Sigtrygg Arnar Björnsson yfir til Grindvíkinga nú í sumar. Stólarnir eru þó ekki að baki dottnir og hafa fundið reynslumikinn Króata, Dino Butorac, til að fylla skarð Arnars og mun hann leika með Stólunum á komandi keppnistímabili.
Meira