Íþróttir

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í 2. deildinni

Fótbolti.net gekkst fyrir vali á liði ársins í fótboltanum nú á dögunum og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu listann. Tindastóll var með lið í báðum 2. deildunum, karla og kvenna, og reyndust stúlkurnar heldur atkvæðameiri, enda komust þær upp um deild á meðan brekkan var meiri hjá strákunum. Fjórar stúlkur komast í átján manna hóp úrvalsliðsins en aðeins einn strákanna.
Meira

Stólarnir yfirmeistarar í Vesturbænum

Lið KR og Tindastóls mættust í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur í leik þar sem í ljós kom hverjir væru meistarar meistaranna. Það voru semsagt Íslandsmeistararnir sem tóku á móti bikarmeisturunum og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld – Stólarnir voru mun betri og sigruðu 72-103 og fengu afhentan bikar af því tilefni.
Meira

Öruggur sigur í æfingaleik gegn Hetti

Tindastóll og Höttur Egilsstöðum mættust í gær í síðasta æfingaleik Stólanna fyrir átökin í Dominos-deildinni í vetur. Stuðningsmenn fjölmenntu í Síkið og sáu kaflaskiptan leik liðanna en sigur Tindastóls var sannfærandi. Lokatölur 92-77.
Meira

Arnar Geir gerir gott mót í Missouri

Á heimasíðunni Kylfingur.is segir af því að þrír íslenskir kylfingar kepptu á Missouri Valley Fall Invitational á Marshall vellinum í Missouri dagana 24.-25. september en það vour þeir Arnar Geir Hjartarson, Birgir Björn Magnússon og Gunnar Blöndahl Guðmundsson.
Meira

Bestu og efnilegustu valin á uppskeruhátíð Tindastóls

Laugardaginn síðasta var haldin uppskeruhátíð meistaraflokka kvenna, karla og 2 fl. kvenna eftir viðburðaríkan dag þar sem karlaliðið náði að tryggja sér 8. sæti í 2. deild og 2. fl. kvenna kláraði sitt tímabil einnig. Meistaraflokkur kvenna átti líka góðu gengi að fagna og mun leika í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.
Meira

Lamanna með þrjú þegar Stólarnir tryggðu sætið í 2. deildinni

Það var áþreifanleg spenna í 2. deildinni í dag þegar síðasta umferð sumarsins var leikin. Á flestum völlum skiptu úrslitin máli varðandi það hvaða lið færu upp og hvaða lið fylgdi liði Hugins niður í 3. deild. Á Sauðárkróksvelli mættust lið Tindastóls og Vösungs og þar gátu Stólarnir fallið og Völsungur farið upp um deild en það voru heimamenn sem voru sterkari í fjörugum og spennandi leik sem endaði 3-2. Þegar úrslit dagsins lágu ljós fyrir kom í ljós að lið Tindastóls endaði í áttunda sæti en fyrir síðustu umferðina hafði liðið aldrei verið ofar en í 10. sæti í sumar.
Meira

Stefnir í verulega skrautlega lokaumferð í 2. deildinni

Í gær sagði Feykir frá sigri Tindastóls á liði Hugins Seyðisfirði og útskýrði fyrir lesendum hver staða liðsins væri fyrir lokaumferðina sem fram á að fara næstkomandi laugardag. Andstæðingar Tindastóls í síðustu umferðinni er lið Völsungs frá Húsavík sem átti ekki lengur séns á sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir úrslit leikja nú um helgina. Það hefur hins vegar breyst eftir úrskurð áfrýjunardómstóls KSÍ í gær sem úrskurðaði að spila skildi leik Hugins og Völsungs aftur.
Meira

Stólarnir bættu stöðu sína fyrir lokaumferðina með risa 0-1 sigri

Það er bullandi líf á báðum vígstöðvum í 2. deild karla í knattspyrnu. Þrjú lið berjast um toppsætin tvö sem tryggja sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar og þrjú lið berjast um að forða sér frá því að enda í ellefta sæti 2. deildar og falla ásamt Seyðfirðingum í 3. deildina. Í gær fóru Tindastólsmenn austur og léku við lið Hugins frá Seyðisfirði og gerðu það sem þurfti. Lokatölur 0-1 og lið Tindastóls því í 10. sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Króksbrautarhlaupið á morgun

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð á morgun 15. september. Rúta fer með þátttakendur frá Sundlaug Sauðárkróks kl. 9:00 og hleypt verður út úr rútu á fjórum stöðum á Sauðárkróksrbraut. Stefnt er að því að allir séu komnir heim klukkan 11:30 - 12:00.
Meira

Danero ekki með landsliðinu vegna mistaka

Morgunblaðið greinir frá því í dag að óvissa ríki með framtíð Daneros Axels Thomas, leikmann Tindastóls í körfunn, með íslenska körfuboltalandsliðinu. Danero lék sína fyrstu leiki fyrir fyrir Íslands hönd gegn Norðmönnum í vináttuleikjum í byrjun mánaðar. Daniero fæddist í New Orleans í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og fékk íslenskt ríkisfang fyrr á árinu og varð því gjaldgengur með landsliðinu.
Meira