feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.09.2019
kl. 09.11
Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira